Mogginn birtir málsvörn Björns Inga Daníel Freyr Birkisson skrifar 15. desember 2017 15:49 Björn Ingi greinir frá atburðarásinni sem leiddi til gjaldþrots Pressunnar í pistlum í Morgunblaðinu. Vísir/Valli Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi útgefandi og stjórnarformaður Pressunnar, hefur hafið greinaröð í Morgunblaðinu og var fyrsti pistill hans birtur í gær. Í samtali við fréttastofu Vísis segist hann munu greina frá atburðarás Pressunnar frá því að nýir hluthafar fjárfestu í félaginu, helstu leikendum í málinu, auk þess sem hann mun fara um vítt og breitt svið. „Finnst þér þetta ekki fínar rammagreinar?“ spyr Björn Ingi þegar blaðamaður nær tali af honum. Hann vill reyna að skorða sig við styttri texta og gefa frekar út fleiri pistla þar sem fólk nenni almennt ekki að lesa langan texta. „Við [fyrrverandi stjórn Pressunnar] teljum að nú sé kominn tími til að greina frá okkar hlið,“ segir hann og bætir við að ný stjórn Pressunnar hafi farið fram í fjölmiðlum undanfarið með ásökunum í garð fráfarandi stjórnar.Vísir greindi frá því á miðvikudaginn að Pressan hefði verið tekin til gjaldþrotaskipta og að Kristján B. Thorlacius hefði verið skipaður skiptastjóri yfir búinu. Mikil átök hafa geisað í aðdraganda gjaldþrotsins á milli fráfarandi og nýrrar stjórnar. „Ef að menn hafa fylgst með fjölmiðlum upp á síðkastið þá halda þeir kannski fram að það hafi verið töluvert um hannaða atburðarás þar sem einhverju var skellt fram og okkur fyrrverandi stjórnarmönnum Pressunnar ætlað að svara því.“„Hreinar hefndaraðgerðir“ nýrrar stjórnarHann segir eina tilgang nýrrar stjórnar að koma félaginu í þrot. „Við töldum það ekki nauðsynlegt enda var hún [Pressan] búin að selja mjög mikið af eignum fyrir mjög mikla peninga og borga niður skuldir,“ segir hann og bætir við að „ætlunarverk“ nýrrar stjórnar hafi tekist. Aðspurður út í það hvort hann geti hugsað sér tilgang þess að ný stjórn stefnir félaginu í þrot segir hann að um sé að ræða „hreinar hefndaraðgerðir“. „Já ég held bara að þeir séu að reyna að koma illu til leiðar, ef svo má segja. Það hefur komið fram opinberlega og annars staðar að ég er í persónulegri ábyrgð og öðru slíku svo það lendir þá á mér. Ég get ekki séð annað en að þetta séu hreinar hefndaraðgerðir og verði þeim að góðu sem standa fyrir þeim.“ Björn Ingi segir ekki komið í ljós hversu margir pistlarnir verða. „Það fer bara eftir því hvernig mér gengur.“ Lesa má Facebook-færslu Björns Inga hér að neðan þar sem hann greinir frá fyrsta pistli. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Ný stjórn Pressunnar hefur kært Björn Inga Hrafnsson fyrir fjárdrátt og brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Lögmaður Björns segir það fjölmiðlasýningu. 6. desember 2017 07:00 Björn Ingi sakaður um bílstuld Ómar R. Valdimarsson krefst þess að Björn Ingi Hrafnsson skili bíl fyrirtækisins. 8. desember 2017 15:56 Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14 Ómar segir fullyrðingar fráfarandi stjórnar Pressunnar ósannar Ómar R. Valdimarsson, nýkjörinn formaður stjórnar Pressunnar, segir ásakanir Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar um að ný stjórn sé ekki skráð í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra ekki standast skoðun. Breytingarnar hafi verið skráðar samdægurs og skiptin fóru í gegn. 29. nóvember 2017 17:00 Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02 Pressan tekin til gjaldþrotaskipta Kristján B. Thorlacius hefur verið skipaður skiptastjóri í búinu. 13. desember 2017 16:12 Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi útgefandi og stjórnarformaður Pressunnar, hefur hafið greinaröð í Morgunblaðinu og var fyrsti pistill hans birtur í gær. Í samtali við fréttastofu Vísis segist hann munu greina frá atburðarás Pressunnar frá því að nýir hluthafar fjárfestu í félaginu, helstu leikendum í málinu, auk þess sem hann mun fara um vítt og breitt svið. „Finnst þér þetta ekki fínar rammagreinar?“ spyr Björn Ingi þegar blaðamaður nær tali af honum. Hann vill reyna að skorða sig við styttri texta og gefa frekar út fleiri pistla þar sem fólk nenni almennt ekki að lesa langan texta. „Við [fyrrverandi stjórn Pressunnar] teljum að nú sé kominn tími til að greina frá okkar hlið,“ segir hann og bætir við að ný stjórn Pressunnar hafi farið fram í fjölmiðlum undanfarið með ásökunum í garð fráfarandi stjórnar.Vísir greindi frá því á miðvikudaginn að Pressan hefði verið tekin til gjaldþrotaskipta og að Kristján B. Thorlacius hefði verið skipaður skiptastjóri yfir búinu. Mikil átök hafa geisað í aðdraganda gjaldþrotsins á milli fráfarandi og nýrrar stjórnar. „Ef að menn hafa fylgst með fjölmiðlum upp á síðkastið þá halda þeir kannski fram að það hafi verið töluvert um hannaða atburðarás þar sem einhverju var skellt fram og okkur fyrrverandi stjórnarmönnum Pressunnar ætlað að svara því.“„Hreinar hefndaraðgerðir“ nýrrar stjórnarHann segir eina tilgang nýrrar stjórnar að koma félaginu í þrot. „Við töldum það ekki nauðsynlegt enda var hún [Pressan] búin að selja mjög mikið af eignum fyrir mjög mikla peninga og borga niður skuldir,“ segir hann og bætir við að „ætlunarverk“ nýrrar stjórnar hafi tekist. Aðspurður út í það hvort hann geti hugsað sér tilgang þess að ný stjórn stefnir félaginu í þrot segir hann að um sé að ræða „hreinar hefndaraðgerðir“. „Já ég held bara að þeir séu að reyna að koma illu til leiðar, ef svo má segja. Það hefur komið fram opinberlega og annars staðar að ég er í persónulegri ábyrgð og öðru slíku svo það lendir þá á mér. Ég get ekki séð annað en að þetta séu hreinar hefndaraðgerðir og verði þeim að góðu sem standa fyrir þeim.“ Björn Ingi segir ekki komið í ljós hversu margir pistlarnir verða. „Það fer bara eftir því hvernig mér gengur.“ Lesa má Facebook-færslu Björns Inga hér að neðan þar sem hann greinir frá fyrsta pistli.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Ný stjórn Pressunnar hefur kært Björn Inga Hrafnsson fyrir fjárdrátt og brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Lögmaður Björns segir það fjölmiðlasýningu. 6. desember 2017 07:00 Björn Ingi sakaður um bílstuld Ómar R. Valdimarsson krefst þess að Björn Ingi Hrafnsson skili bíl fyrirtækisins. 8. desember 2017 15:56 Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14 Ómar segir fullyrðingar fráfarandi stjórnar Pressunnar ósannar Ómar R. Valdimarsson, nýkjörinn formaður stjórnar Pressunnar, segir ásakanir Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar um að ný stjórn sé ekki skráð í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra ekki standast skoðun. Breytingarnar hafi verið skráðar samdægurs og skiptin fóru í gegn. 29. nóvember 2017 17:00 Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02 Pressan tekin til gjaldþrotaskipta Kristján B. Thorlacius hefur verið skipaður skiptastjóri í búinu. 13. desember 2017 16:12 Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Ný stjórn Pressunnar hefur kært Björn Inga Hrafnsson fyrir fjárdrátt og brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Lögmaður Björns segir það fjölmiðlasýningu. 6. desember 2017 07:00
Björn Ingi sakaður um bílstuld Ómar R. Valdimarsson krefst þess að Björn Ingi Hrafnsson skili bíl fyrirtækisins. 8. desember 2017 15:56
Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04
Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14
Ómar segir fullyrðingar fráfarandi stjórnar Pressunnar ósannar Ómar R. Valdimarsson, nýkjörinn formaður stjórnar Pressunnar, segir ásakanir Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar um að ný stjórn sé ekki skráð í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra ekki standast skoðun. Breytingarnar hafi verið skráðar samdægurs og skiptin fóru í gegn. 29. nóvember 2017 17:00
Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02
Pressan tekin til gjaldþrotaskipta Kristján B. Thorlacius hefur verið skipaður skiptastjóri í búinu. 13. desember 2017 16:12
Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58