Deilt um bætur eftir að kýr varð fyrir bíl í Kjós Þórarinn Þórarinsson skrifar 15. desember 2017 06:00 Guðveigur Ómarsson mætti ásamt ömmu sinni, Guðlaugu Guðveigsdóttur, til skýrslutöku á lögreglustöðina í Grafarholti í dag. vísir/Ernir „Hver sem er hefði getað lent í þessu. Það var myrkur og kýrin svört. Þetta var eins og að keyra á vegg,“ segir Guðveigur Steinar Ómarsson sem ók á kú á Kjósarskarðsvegi í byrjun október. Hann missti meðvitund við áreksturinn, bíllinn er ónýtur og skepnan drapst. „Ég skil ekki hvernig það getur verið að ég eigi að sitja uppi með tjónið. Ég hélt að skepnur ættu ekki að vera að þvælast úti á vegi,“ segir Guðveigur. Sjóvá, tryggingarfélag bóndans sem átti kúna, krefst þess að tryggingarfélag Guðveigs, VÍS, bæti honum skepnuna. VÍS hafnar þeirri kröfu. „Mér finnst óréttlátt ef tryggingarnar og bóndinn ætla að koma allri ábyrgð á dýrinu yfir á dótturson minn. Ég ætla ekki að kyngja því,“ segir Guðlaug Guðveigsdóttir, amma ökumannsins.Bíllinn er ónýtur eftir að honum var ekið á kúna.Mynd/GuðveigurGuðlaug segist vera bæði sár og reið. „Sjóvá telur bóndann ekki bera neina ábyrgð á þessu. Að hann hafi ekki sýnt gáleysi og að drengurinn beri ábyrgð á dýrinu. Ég skil ekki þessi lögmál. Einhvern veginn komst kvígan upp á veginn.“ Guðlaug segir slysið hafa verið mikið áfall fyrir drenginn en sjálfur segist hann allur vera að koma til, andlega og líkamlega, þótt óvissan um bótaskylduna hvíli á honum. Gunnar Atlason, sérfræðingur hjá VÍS, segir mál sem þessi geta verið margslungin. „Vandamálið við þetta hvað tryggingar varðar er að eigendur stórgripa þurfa að verða uppvísir að stórkostlegu gáleysi. Til dæmis með því að skilja hlið eftir opið. Sönnunarbyrðin hvílir hins vegar á ökumanninum. Óháð eðli mála þarf enginn að sanna sakleysi sitt í réttarríki.“ Gunnar segir tryggingarfélög leggja frumskýrslu lögreglu til grundvallar bótaskyldu en málin geti tekið aðra stefnu komi viðbótargögn fram síðar. Og þar stendur hnífurinn í kúnni núna, ef svo má að orði komast, en rannsóknardeild lögreglustöðvarinnar í Grafarholti er með slysið í skoðun. Þangað fór Guðveigur, ásamt ömmu sinni, til skýrslutöku í gær. „Ég átti gott spjall við rannsóknarlögreglukonuna sem er með málið og þetta er ekki búið. Þetta verður rannsakað. Það er alveg á hreinu,“ segir Guðlaug sem ætlar með málið alla leið, eins og hún orðar það. Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
„Hver sem er hefði getað lent í þessu. Það var myrkur og kýrin svört. Þetta var eins og að keyra á vegg,“ segir Guðveigur Steinar Ómarsson sem ók á kú á Kjósarskarðsvegi í byrjun október. Hann missti meðvitund við áreksturinn, bíllinn er ónýtur og skepnan drapst. „Ég skil ekki hvernig það getur verið að ég eigi að sitja uppi með tjónið. Ég hélt að skepnur ættu ekki að vera að þvælast úti á vegi,“ segir Guðveigur. Sjóvá, tryggingarfélag bóndans sem átti kúna, krefst þess að tryggingarfélag Guðveigs, VÍS, bæti honum skepnuna. VÍS hafnar þeirri kröfu. „Mér finnst óréttlátt ef tryggingarnar og bóndinn ætla að koma allri ábyrgð á dýrinu yfir á dótturson minn. Ég ætla ekki að kyngja því,“ segir Guðlaug Guðveigsdóttir, amma ökumannsins.Bíllinn er ónýtur eftir að honum var ekið á kúna.Mynd/GuðveigurGuðlaug segist vera bæði sár og reið. „Sjóvá telur bóndann ekki bera neina ábyrgð á þessu. Að hann hafi ekki sýnt gáleysi og að drengurinn beri ábyrgð á dýrinu. Ég skil ekki þessi lögmál. Einhvern veginn komst kvígan upp á veginn.“ Guðlaug segir slysið hafa verið mikið áfall fyrir drenginn en sjálfur segist hann allur vera að koma til, andlega og líkamlega, þótt óvissan um bótaskylduna hvíli á honum. Gunnar Atlason, sérfræðingur hjá VÍS, segir mál sem þessi geta verið margslungin. „Vandamálið við þetta hvað tryggingar varðar er að eigendur stórgripa þurfa að verða uppvísir að stórkostlegu gáleysi. Til dæmis með því að skilja hlið eftir opið. Sönnunarbyrðin hvílir hins vegar á ökumanninum. Óháð eðli mála þarf enginn að sanna sakleysi sitt í réttarríki.“ Gunnar segir tryggingarfélög leggja frumskýrslu lögreglu til grundvallar bótaskyldu en málin geti tekið aðra stefnu komi viðbótargögn fram síðar. Og þar stendur hnífurinn í kúnni núna, ef svo má að orði komast, en rannsóknardeild lögreglustöðvarinnar í Grafarholti er með slysið í skoðun. Þangað fór Guðveigur, ásamt ömmu sinni, til skýrslutöku í gær. „Ég átti gott spjall við rannsóknarlögreglukonuna sem er með málið og þetta er ekki búið. Þetta verður rannsakað. Það er alveg á hreinu,“ segir Guðlaug sem ætlar með málið alla leið, eins og hún orðar það.
Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira