Svakalegt Stjörnuhrap: Búnar að tapa fleiri leikjum í deildinni en allt síðasta tímabil Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. desember 2017 16:30 Hanna G. Stefánsdóttir hefur lifað tímanna tvenna með Stjörnunni. vísir/tefán Stjarnan tapaði með átta mörkum, 33-25, fyrir toppliði Vals í Olís-deild kvenna í handbolta í gærkvöldi, en Stjörnukonur voru fjórum mörkum undir í hálfleik, 18-14. Þetta var annað tap Stjörnunnar í röð og það fimmta í tíu leikjum í deildinni, en liðið er aðeins búið að vinna fjóra leiki af fyrstu tíu og er í fimmta sæti með níu stig. Ef deildinni myndi ljúka í dag kæmist Stjarnan ekki í úrslitakeppnina sem yrðu ævintýraleg vonbrigði fyrir liðið sem margir, ef ekki flestir, spáðu Íslandsmeistaratitlinum. Stjörnuliðið tapaði aðeins þremur leikjum af 21 í Olís-deildinni á síðustu leiktíð og stóð uppi sem deildarmeistari auk þess sem liðið varð bikarmeistari. Það tapaði svo fyrir Fram í lokaúrslitum Íslandsmótsins og missti þannig af Íslandsmeistaratitlinum. Töpin eru því fleiri í tíu deildarleikjum í vetur en allt síðasta tímabil. Stjarnan missti sterka leikmenn í Helenu Rut Örvarsdóttur og Hafdísi Renötudóttur en fylltu í skarðið með stórskyttunni Ramune Pekarskyte og Dröfn Haraldsdóttur. Garðabæjarliðið bætti svo við sig landsliðskonunni Þórey Önnu Ásgeirsdóttur og tók stefnuna á Íslandsmeistaratitilinn. Liðið hefur spilað langt undir væntingum og aðeins náð þremur stigum í baráttunni við fjögur efstu liðin. Stjarnan vann Hauka í þriðju umferð Olís-deildarinnar og gerði jafntefli í stórleiknum við Fram í annarri umferð en síðan þá hefur Stjarnan bara unnið Selfoss, Fjölni og Gróttu sem eru einu liðin fyrir neðan Stjörnuna. Í fjórum leikjum á móti liðunum í fjórum efstu sætunum (ÍBV, Haukum og Val x2) síðan Stjarnan vann Hauka í þriðju umferð hafa Garðabæjarstúlkur ekki fengið eitt einasta stig. Þær verða svo fimm stigum frá sæti í úrslitakeppninni vinni ÍBV sigur á Gróttu í kvöld sem verður að teljast ansi líklegt. Stjarnan komst þó áfram í átta liða úrslit Coca Cola-bikarsins með sigri á Valsliðinu sem er búið að leggja það tvívegis í deildinni. Stjarnan mætir næst botnliði Gróttu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 18.00 á sunnudagskvöldið. Olís-deild kvenna Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Stjarnan tapaði með átta mörkum, 33-25, fyrir toppliði Vals í Olís-deild kvenna í handbolta í gærkvöldi, en Stjörnukonur voru fjórum mörkum undir í hálfleik, 18-14. Þetta var annað tap Stjörnunnar í röð og það fimmta í tíu leikjum í deildinni, en liðið er aðeins búið að vinna fjóra leiki af fyrstu tíu og er í fimmta sæti með níu stig. Ef deildinni myndi ljúka í dag kæmist Stjarnan ekki í úrslitakeppnina sem yrðu ævintýraleg vonbrigði fyrir liðið sem margir, ef ekki flestir, spáðu Íslandsmeistaratitlinum. Stjörnuliðið tapaði aðeins þremur leikjum af 21 í Olís-deildinni á síðustu leiktíð og stóð uppi sem deildarmeistari auk þess sem liðið varð bikarmeistari. Það tapaði svo fyrir Fram í lokaúrslitum Íslandsmótsins og missti þannig af Íslandsmeistaratitlinum. Töpin eru því fleiri í tíu deildarleikjum í vetur en allt síðasta tímabil. Stjarnan missti sterka leikmenn í Helenu Rut Örvarsdóttur og Hafdísi Renötudóttur en fylltu í skarðið með stórskyttunni Ramune Pekarskyte og Dröfn Haraldsdóttur. Garðabæjarliðið bætti svo við sig landsliðskonunni Þórey Önnu Ásgeirsdóttur og tók stefnuna á Íslandsmeistaratitilinn. Liðið hefur spilað langt undir væntingum og aðeins náð þremur stigum í baráttunni við fjögur efstu liðin. Stjarnan vann Hauka í þriðju umferð Olís-deildarinnar og gerði jafntefli í stórleiknum við Fram í annarri umferð en síðan þá hefur Stjarnan bara unnið Selfoss, Fjölni og Gróttu sem eru einu liðin fyrir neðan Stjörnuna. Í fjórum leikjum á móti liðunum í fjórum efstu sætunum (ÍBV, Haukum og Val x2) síðan Stjarnan vann Hauka í þriðju umferð hafa Garðabæjarstúlkur ekki fengið eitt einasta stig. Þær verða svo fimm stigum frá sæti í úrslitakeppninni vinni ÍBV sigur á Gróttu í kvöld sem verður að teljast ansi líklegt. Stjarnan komst þó áfram í átta liða úrslit Coca Cola-bikarsins með sigri á Valsliðinu sem er búið að leggja það tvívegis í deildinni. Stjarnan mætir næst botnliði Gróttu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 18.00 á sunnudagskvöldið.
Olís-deild kvenna Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira