Finnsk stríðsmynd slær sprengjuheimsmet James Bond Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2017 13:59 Atriði úr myndinni Unknown Soldier. IMDB Finnska stríðsmyndin Unknown Soldier, eða Óþekkti hermaðurinn, er að gera allt vitlaust í Finnlandi en um 830 þúsund manns hafa séð myndina frá því hún var frumsýnd 27. október síðastliðinn. Myndin, sem kostaði því sem nemur um 860 milljónum íslenskra króna, hefur því tekið inn því sem nemur um 1,4 milljörðum króna í Finnlandi og er næsta stærsta myndin þar frá upphafi, á eftir Titanic. Tuttugu þúsund manns sáu myndina í Svíþjóð um liðna helgi, sem er met fyrir finnska mynd. Leikstjóri myndarinnar er Aku Louhimies en myndin er er byggð á samnefndri skáldsögu rithöfundarins Väinö Linna frá árinu 1954. Sagan hefur tvisvar áður ratað á hvíta tjaldið, 1955 og 1985. Myndin var frumsýnd 27. október síðastliðinn í tilefni af hundrað ára sjálfstæðisafmælis Finna. Myndin segir frá því þegar ungum mönnum úr öllum landshornum Finnlands og flestum þjóðfélagsþrepum var safnað saman og sendir til að berjast við Sovétríkin í því sem Finnar hafa kallað framhaldsstríðið 1941 til 1944. Óþekkti hermaðurinn er ekki aðeins að slá áhorfsmet í Finnlandi heldur hefur myndin einnig slegið heimsmet sem James Bond myndin Spectre átti. Í Óþekkta hermanninum eru sprengd upp 64,8 kíló af sprengiefni í einni senu, en fyrra metið átti Spectre sem hljóðaði upp á 33 kíló af sprengiefnum. Atriðið sem um ræðir sýnir þegar rússneskt skotbyrgi er sprengt í loft upp. Sprengingin var framkvæmd við gamla herstöð á svæði þar sem átti að fella tré vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Maðurinn sem sá um sprenginguna við tökur myndarinnar er Duncan Capp, sem hefur unnið við Batman Begins og Troy, en hann sagði við Screen Daily að tökuteymið hefði ekki gert sér grein fyrir að metið hefði verið slegið. „Við vissum að við hefðum notað umtalsvert magn af sprengiefni. Það var ekki fyrr en við höfðum lokið við tökur að við áttuðum okkur á því að við höfðum notað mun meira miðað við fyrra metið. Leikstjóri myndarinnar er sagður nú vinna að því að gera fimm þátta sjónvarpsseríu úr myndinni þar sem hver þáttur verður fimmtíu mínútur að lengd. Myndin hefur sterka Íslandstengingu en meðframleiðendur hennar eru Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp hjá framleiðslufyrirtækinu Kisa. Finnland James Bond Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Finnska stríðsmyndin Unknown Soldier, eða Óþekkti hermaðurinn, er að gera allt vitlaust í Finnlandi en um 830 þúsund manns hafa séð myndina frá því hún var frumsýnd 27. október síðastliðinn. Myndin, sem kostaði því sem nemur um 860 milljónum íslenskra króna, hefur því tekið inn því sem nemur um 1,4 milljörðum króna í Finnlandi og er næsta stærsta myndin þar frá upphafi, á eftir Titanic. Tuttugu þúsund manns sáu myndina í Svíþjóð um liðna helgi, sem er met fyrir finnska mynd. Leikstjóri myndarinnar er Aku Louhimies en myndin er er byggð á samnefndri skáldsögu rithöfundarins Väinö Linna frá árinu 1954. Sagan hefur tvisvar áður ratað á hvíta tjaldið, 1955 og 1985. Myndin var frumsýnd 27. október síðastliðinn í tilefni af hundrað ára sjálfstæðisafmælis Finna. Myndin segir frá því þegar ungum mönnum úr öllum landshornum Finnlands og flestum þjóðfélagsþrepum var safnað saman og sendir til að berjast við Sovétríkin í því sem Finnar hafa kallað framhaldsstríðið 1941 til 1944. Óþekkti hermaðurinn er ekki aðeins að slá áhorfsmet í Finnlandi heldur hefur myndin einnig slegið heimsmet sem James Bond myndin Spectre átti. Í Óþekkta hermanninum eru sprengd upp 64,8 kíló af sprengiefni í einni senu, en fyrra metið átti Spectre sem hljóðaði upp á 33 kíló af sprengiefnum. Atriðið sem um ræðir sýnir þegar rússneskt skotbyrgi er sprengt í loft upp. Sprengingin var framkvæmd við gamla herstöð á svæði þar sem átti að fella tré vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Maðurinn sem sá um sprenginguna við tökur myndarinnar er Duncan Capp, sem hefur unnið við Batman Begins og Troy, en hann sagði við Screen Daily að tökuteymið hefði ekki gert sér grein fyrir að metið hefði verið slegið. „Við vissum að við hefðum notað umtalsvert magn af sprengiefni. Það var ekki fyrr en við höfðum lokið við tökur að við áttuðum okkur á því að við höfðum notað mun meira miðað við fyrra metið. Leikstjóri myndarinnar er sagður nú vinna að því að gera fimm þátta sjónvarpsseríu úr myndinni þar sem hver þáttur verður fimmtíu mínútur að lengd. Myndin hefur sterka Íslandstengingu en meðframleiðendur hennar eru Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp hjá framleiðslufyrirtækinu Kisa.
Finnland James Bond Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp