Gaf vondu Mackintosh-molana á Facebook: „Þeir eru alls ekki kaloríanna virði“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. desember 2017 19:30 Þórhildur auglýsti vondu molana á Facebook. Innan nokkurra klukkustunda var nýr eigandi fundinn. Vísir / Samsett mynd Því hefur lengi verið haldið fram á Íslandi að appelsínuguli og rauði molinn í Mackintosh-namminu, fylltir appelsínu- og jarðarberjakremi, séu þeir verstu. Í daglegu tali ganga þeir einfaldlega undir nafninu vondu molarnir. Þórhildur Löve er ein af þeim sem getur alls ekki borðað þessa mola og ákvað því að taka til sinna ráða. „Mér leiddist, sorteraði góðu molana frá þeim gjörsamlega óætu og þá fékk ég þessa hugmynd,“ segir Þórhildur sem brá á það ráð að auglýsa vondu molana gefins á Facebook. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og voru hundruðir sem annað hvort líkuðu við færsluna eða skrifuðu athugasemd við hana. Innan nokkurra klukkustunda var nýr eigandi molanna fundinn. „Það voru strax mikil viðbrögð og fólk sagði sitt álit á molunum. Sumir með fullan skilning á þessu á meðan aðrir voru á móti. Auðvitað fléttaðist inn smá Nestlé pólitík. Það getur allt gerst í athugasemdakerfinu,“ segir Þórhildur og vísar þá í framleiðanda Mackintosh, Nestlé. Hefur fyrirtækið til dæmis verið bendlað við barnaþrælkun, en það hefur framleitt Mackintosh, sem í raun er kallað Quality Street á ensku, síðan 1988.Sjá einnig: Skelfilegar aðstæður hjá birgjum Nestlé í Taílandi Viðbrögðin við auglýsingunni voru kostuleg.Vísir / Skjáskot af Facebook Skipti á karamellum? Það var maður að nafni Kristján sem datt í lukkupottinn og hreppti þetta umdeilda góss. Hvernig voru hans viðbrögð þegar hann fékk molana í hendurnar?„Þegar hann kom að sækja sagði hann að þessir molar væru jólin fyrir honum.“Þá voru athugasemdir við færsluna margar hverjar ansi spaugilegar. Var Þórhildur til dæmis spurð að því hvort hún væri til í að skoða skipti á karamellum og enn annar stakk upp á að stofna síðu á Facebook þar sem skipst væri á Mackintosh-molum. Greinilegt er að þetta er mikið hitamál meðal Íslendinga.En af hverju finnst Þórhildi, og svo mörgum öðrum, þessir molar svona vondir?„Skel af dökku súkkulaði fyllt með hundrað sinnum of sætri gervi appelsínu- og jarðaberjaleðju, nei takk. Þeir eru alls ekki kaloríanna virði,“ segir Þórhildur, sem heldur mest upp á brúnu karamelluna í Mackintosh-dollunni. Henni fyndist sniðugt ef Mackintosh myndi framleiða sérdós, eingöngu með vondu molunum svokölluðu.„Það leynast masókistar allstaðar. Kannski þeir myndu kaupa slíkar dollur,“ segir Þórhildur og útilokar ekki að þetta uppátæki hennar verði að nýrri jólahefð. „Já ég held það barasta. Þetta var mjög skemmtilegt.“Þórhildi finnst appelsínuguli og rauði molinn í Mackintosh óætir.Vísir / Úr safni Jól Tengdar fréttir Þetta eru bestu Mackintosh-molarnir Álitsgjafar Vísis hafa kveðið upp sinn dóm. Sá bleiki er bestur. 12. desember 2014 10:45 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira
Því hefur lengi verið haldið fram á Íslandi að appelsínuguli og rauði molinn í Mackintosh-namminu, fylltir appelsínu- og jarðarberjakremi, séu þeir verstu. Í daglegu tali ganga þeir einfaldlega undir nafninu vondu molarnir. Þórhildur Löve er ein af þeim sem getur alls ekki borðað þessa mola og ákvað því að taka til sinna ráða. „Mér leiddist, sorteraði góðu molana frá þeim gjörsamlega óætu og þá fékk ég þessa hugmynd,“ segir Þórhildur sem brá á það ráð að auglýsa vondu molana gefins á Facebook. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og voru hundruðir sem annað hvort líkuðu við færsluna eða skrifuðu athugasemd við hana. Innan nokkurra klukkustunda var nýr eigandi molanna fundinn. „Það voru strax mikil viðbrögð og fólk sagði sitt álit á molunum. Sumir með fullan skilning á þessu á meðan aðrir voru á móti. Auðvitað fléttaðist inn smá Nestlé pólitík. Það getur allt gerst í athugasemdakerfinu,“ segir Þórhildur og vísar þá í framleiðanda Mackintosh, Nestlé. Hefur fyrirtækið til dæmis verið bendlað við barnaþrælkun, en það hefur framleitt Mackintosh, sem í raun er kallað Quality Street á ensku, síðan 1988.Sjá einnig: Skelfilegar aðstæður hjá birgjum Nestlé í Taílandi Viðbrögðin við auglýsingunni voru kostuleg.Vísir / Skjáskot af Facebook Skipti á karamellum? Það var maður að nafni Kristján sem datt í lukkupottinn og hreppti þetta umdeilda góss. Hvernig voru hans viðbrögð þegar hann fékk molana í hendurnar?„Þegar hann kom að sækja sagði hann að þessir molar væru jólin fyrir honum.“Þá voru athugasemdir við færsluna margar hverjar ansi spaugilegar. Var Þórhildur til dæmis spurð að því hvort hún væri til í að skoða skipti á karamellum og enn annar stakk upp á að stofna síðu á Facebook þar sem skipst væri á Mackintosh-molum. Greinilegt er að þetta er mikið hitamál meðal Íslendinga.En af hverju finnst Þórhildi, og svo mörgum öðrum, þessir molar svona vondir?„Skel af dökku súkkulaði fyllt með hundrað sinnum of sætri gervi appelsínu- og jarðaberjaleðju, nei takk. Þeir eru alls ekki kaloríanna virði,“ segir Þórhildur, sem heldur mest upp á brúnu karamelluna í Mackintosh-dollunni. Henni fyndist sniðugt ef Mackintosh myndi framleiða sérdós, eingöngu með vondu molunum svokölluðu.„Það leynast masókistar allstaðar. Kannski þeir myndu kaupa slíkar dollur,“ segir Þórhildur og útilokar ekki að þetta uppátæki hennar verði að nýrri jólahefð. „Já ég held það barasta. Þetta var mjög skemmtilegt.“Þórhildi finnst appelsínuguli og rauði molinn í Mackintosh óætir.Vísir / Úr safni
Jól Tengdar fréttir Þetta eru bestu Mackintosh-molarnir Álitsgjafar Vísis hafa kveðið upp sinn dóm. Sá bleiki er bestur. 12. desember 2014 10:45 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira
Þetta eru bestu Mackintosh-molarnir Álitsgjafar Vísis hafa kveðið upp sinn dóm. Sá bleiki er bestur. 12. desember 2014 10:45