Rodman biður Trump að skipa sig friðarerindreka Daníel Freyr Birkisson skrifar 11. desember 2017 13:48 Kim og Rodman horfa saman á körfubolta í Norður-Kóreu. Rodman sagði þá vera vini fyrir lífstíð. vísir/afp Fyrrverandi körfuboltastjarnan Dennis Rodman hefur beðið Donald Trump, Bandaríkjaforseta, að skipa sig friðarerindreka gagnvart Norður-Kóreu. Rodman er góður vinur Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, og telur hann sig geta miðlað málum eftir að Norður-Kórea ákvað að koma á ferðabanni sem meinar Bandaríkjamönnum aðgangi inn í landið. Fréttaveita The Guardian greinir frá þessu. Rodman, sem var hluti af NBA-meistaraliðum Chicago Bulls og Detroit Pistons, telur að hann gæti róað ástandið sem hefur myndast. „Ef ég fer þangað yfir [til Norður-Kóreu] mun ég setjast niður með honum [Kim Jong-un] yfir kvöldverði og vínglasi [...] við munum hlæja og spjalla og ástandið mun róast.“ Rodman heimsótti Kim Jong-un í höfuðborg landsins, Pyongyang, árið 2013 og sagði hann eftir á að hann hefði eignast „vin fyrir lífstíð“. Hann segist hafa þrábeðið Trump um að hitta sig til þess að ræða tengsl Bandaríkjanna og Norður-Kóreu, án árangurs. Auk þess segist hann búa yfir vitneskju um það hverjar helstu óskir Norður-Kóreumanna séu og að vel sé hægt að verða við þeim án vandræða. Það hefur þó ekki myndast mikill vinskapur á milli Trump og Kim Jong-un. Þeir hafa skipst á skotum í garð hvors annars og hefur spennan á milli ríkjanna magnast óðum. Trump kallaði Kim „eldflaugamanninn“ (e. rocket man) fyrir skömmu en Kim sagði Trump vera elliæran. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Dennis Rodman á leiðinni til Norður-Kóreu Körfuboltastjarnan Dennis Rodman er á leiðinni til Norður-Kóreu og er búist við því að hann lendi þar á morgun, þriðjudag. Greint er frá þessu á vef CNN en þar segir að fréttamenn miðilsins hafi rekist á Rodman á flugvellinum í Beijing. Rodman vildi hins vegar ekki svara neinum spurningum blaðamanna. 12. júní 2017 23:15 Rodman kominn með lið til Norður-Kóreu Fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Dennis Rodman er kominn til Norður-Kóreu með lið fyrrverandi leikmanna NBA deildarinnar. 6. janúar 2014 10:09 Rodman lentur í Norður-Kóreu Það er ekki daglegt brauð að þekktir einstaklingar ferðist til hins einangraða lands, Norður-Kóreu. Það vekur því eðlilega athygli að skrautfuglinn Dennis Rodman sé farinn þangað. 26. febrúar 2013 22:30 Rodman aftur til Norður-Kóreu „Mig langar bara að hitta vin minn, Kim, marskálkinn,” segir körfuboltakappinn skrautlegi, sem kominn er til Norður-Kóreu aftur. 3. september 2013 09:10 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Fyrrverandi körfuboltastjarnan Dennis Rodman hefur beðið Donald Trump, Bandaríkjaforseta, að skipa sig friðarerindreka gagnvart Norður-Kóreu. Rodman er góður vinur Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, og telur hann sig geta miðlað málum eftir að Norður-Kórea ákvað að koma á ferðabanni sem meinar Bandaríkjamönnum aðgangi inn í landið. Fréttaveita The Guardian greinir frá þessu. Rodman, sem var hluti af NBA-meistaraliðum Chicago Bulls og Detroit Pistons, telur að hann gæti róað ástandið sem hefur myndast. „Ef ég fer þangað yfir [til Norður-Kóreu] mun ég setjast niður með honum [Kim Jong-un] yfir kvöldverði og vínglasi [...] við munum hlæja og spjalla og ástandið mun róast.“ Rodman heimsótti Kim Jong-un í höfuðborg landsins, Pyongyang, árið 2013 og sagði hann eftir á að hann hefði eignast „vin fyrir lífstíð“. Hann segist hafa þrábeðið Trump um að hitta sig til þess að ræða tengsl Bandaríkjanna og Norður-Kóreu, án árangurs. Auk þess segist hann búa yfir vitneskju um það hverjar helstu óskir Norður-Kóreumanna séu og að vel sé hægt að verða við þeim án vandræða. Það hefur þó ekki myndast mikill vinskapur á milli Trump og Kim Jong-un. Þeir hafa skipst á skotum í garð hvors annars og hefur spennan á milli ríkjanna magnast óðum. Trump kallaði Kim „eldflaugamanninn“ (e. rocket man) fyrir skömmu en Kim sagði Trump vera elliæran.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Dennis Rodman á leiðinni til Norður-Kóreu Körfuboltastjarnan Dennis Rodman er á leiðinni til Norður-Kóreu og er búist við því að hann lendi þar á morgun, þriðjudag. Greint er frá þessu á vef CNN en þar segir að fréttamenn miðilsins hafi rekist á Rodman á flugvellinum í Beijing. Rodman vildi hins vegar ekki svara neinum spurningum blaðamanna. 12. júní 2017 23:15 Rodman kominn með lið til Norður-Kóreu Fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Dennis Rodman er kominn til Norður-Kóreu með lið fyrrverandi leikmanna NBA deildarinnar. 6. janúar 2014 10:09 Rodman lentur í Norður-Kóreu Það er ekki daglegt brauð að þekktir einstaklingar ferðist til hins einangraða lands, Norður-Kóreu. Það vekur því eðlilega athygli að skrautfuglinn Dennis Rodman sé farinn þangað. 26. febrúar 2013 22:30 Rodman aftur til Norður-Kóreu „Mig langar bara að hitta vin minn, Kim, marskálkinn,” segir körfuboltakappinn skrautlegi, sem kominn er til Norður-Kóreu aftur. 3. september 2013 09:10 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Dennis Rodman á leiðinni til Norður-Kóreu Körfuboltastjarnan Dennis Rodman er á leiðinni til Norður-Kóreu og er búist við því að hann lendi þar á morgun, þriðjudag. Greint er frá þessu á vef CNN en þar segir að fréttamenn miðilsins hafi rekist á Rodman á flugvellinum í Beijing. Rodman vildi hins vegar ekki svara neinum spurningum blaðamanna. 12. júní 2017 23:15
Rodman kominn með lið til Norður-Kóreu Fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Dennis Rodman er kominn til Norður-Kóreu með lið fyrrverandi leikmanna NBA deildarinnar. 6. janúar 2014 10:09
Rodman lentur í Norður-Kóreu Það er ekki daglegt brauð að þekktir einstaklingar ferðist til hins einangraða lands, Norður-Kóreu. Það vekur því eðlilega athygli að skrautfuglinn Dennis Rodman sé farinn þangað. 26. febrúar 2013 22:30
Rodman aftur til Norður-Kóreu „Mig langar bara að hitta vin minn, Kim, marskálkinn,” segir körfuboltakappinn skrautlegi, sem kominn er til Norður-Kóreu aftur. 3. september 2013 09:10