Haukar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Maltbikars karla í körfubolta með sigri á Keflavík suður með sjó.
Heimamenn byrjuðu betur og voru með yfirhöndina framan af. Þeir komust mest í 10 stiga forystu í fyrsta leikhluta, en Haukar klóruðu í bakkann og var staðan 23-20 eftir fyrstu tíu mínúturunar.
Hægt og rólega tóku gestirnir yfir í öðrum leikhluta og fóru með fimm stiga forystu inn í leikhlé, 41-46.
Keflavíkurliðið var þó ekki tilbúið að gefa árar í bát og mættu af hörku inn í þriðja leikhlutann. Eftir mikla baráttu voru heimamenn yfir með einu stigi að honum loknum.
Haukar tóku aftur yfir leikinn í síðasta leikhlutanum og kláruðu leikinn með níu stiga sigri 74-83.
Keflavík: Guðmundur Jónsson 22 stig/7 fráköst, Stanley Robinson 17 stig/10 fráköst, Ágúst Orrason 13 stig, Reggie Dupree 8 stig/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 7 stig, Magnús Már Traustason 3 stig/5 fráköst/4 stoðsendingar, Daði Lár Jónsson 2 stig/5 fráköst/3 stoðsendingar, Hilmar Pétursson 2 stig.
Haukar: Finnur Atli Magnússon 25 stig/10 fráköst/2 stoðsendingar, Kári Jónsson 16 stig/6 fráköst/9 stoðsendingar, Emil Barja 16 stig/8 fráköst, Paul Jones 13 stig/12 fráköst, Hjálmar Stefánsson 6 stig/4 fráköst, Haukur Óskarsson 3 stig, Kristján Leifur Sverrisson 2 stig/4 fráköst/2 stoðsendingar, Breki Gylfason 2 stig.
Haukar í undanúrslit
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn

„Ég tek þetta bara á mig“
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
