Enginn þorði að gefa Rakel Sous vide í jólagjöf Jakob Bjarnar skrifar 29. desember 2017 10:56 Rakel Garðarsdóttir segir mikið bakslag komið í umhverfisvakninguna. Allir að tala um skaðsemi plasts en vilja samt elda uppúr því. Mjög spes. „Nei, það myndi enginn þora að gefa mér Sous vide í jólagjöf. Sem betur fer. Enda finnst mér fáránlegt að elda í plasti,“ segir Rakel Garðarsdóttir umhverfisverndarsinni með meiru. Jólagjöfin í ár var líkast til Sous vide-eldunartæki en þau seldust í þúsundatali fyrir jólin. Eldunaraðferðin gengur út á að pakka því sem elda skal í plast, lofttæma og setja síðan í plastbala hvar í er vatn. Tækið sér svo um að hita vatnið í fyrirfram ákveðið hitastig og yfir langan tíma. Þannig má elda matinn af talsvert mikilli nákvæmni. Rakel líst ekki á blikuna. Henni sýnist verulegt bakslag komið í vakningu sem verið hefur undanfarin ár er varðar umhverfismál og matarsóun. „Nú, þegar umræðan hefur verið á þá leið að draga úr plastframleiðslu.Mér finnst við í mikilli umhverfislegri afturför. Með þessu að allir vilja nú elda í plasti, nespressó og öllum þessum neyslusjoppum sem er verið að opna hér. H&M, Costco og fleiri verslunum.“ Rakel segist hafa tekið eftir mikilli vakningu um skaðsemi plasts í umhverfinu. „Samt vilja allir elda í því. Mjög spes. Ég veit ekki hvað er til ráða. Ég hélt að það væru allir að hugsa um þetta og neysluhegðun væri að breytast. En, svo er ekki. Það erum bara við sem getum breytt þessu. Og það er mikil nauðsyn á því. Og það þarf að gerast núna,“ segir Rakel. Henni finnst sérkennilegt að fólk skuli ekki vera vakandi og betur á verði. „Hver vill klúðra jörðinni fyrir komandi kynslóðum? Við erum á góðri leið með þessari biluðu neyslu. Það er ekkert mál að draga úr henni. En, við verðum að gera það sjálf. Ekki bara treysta á að nágranninn geri það.“ Neytendur Tengdar fréttir Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30 Hefðbundinn jólamatur með sous-vide Sous vide er það nýjasta í íslenskri matargerð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. 23. desember 2017 07:00 Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
„Nei, það myndi enginn þora að gefa mér Sous vide í jólagjöf. Sem betur fer. Enda finnst mér fáránlegt að elda í plasti,“ segir Rakel Garðarsdóttir umhverfisverndarsinni með meiru. Jólagjöfin í ár var líkast til Sous vide-eldunartæki en þau seldust í þúsundatali fyrir jólin. Eldunaraðferðin gengur út á að pakka því sem elda skal í plast, lofttæma og setja síðan í plastbala hvar í er vatn. Tækið sér svo um að hita vatnið í fyrirfram ákveðið hitastig og yfir langan tíma. Þannig má elda matinn af talsvert mikilli nákvæmni. Rakel líst ekki á blikuna. Henni sýnist verulegt bakslag komið í vakningu sem verið hefur undanfarin ár er varðar umhverfismál og matarsóun. „Nú, þegar umræðan hefur verið á þá leið að draga úr plastframleiðslu.Mér finnst við í mikilli umhverfislegri afturför. Með þessu að allir vilja nú elda í plasti, nespressó og öllum þessum neyslusjoppum sem er verið að opna hér. H&M, Costco og fleiri verslunum.“ Rakel segist hafa tekið eftir mikilli vakningu um skaðsemi plasts í umhverfinu. „Samt vilja allir elda í því. Mjög spes. Ég veit ekki hvað er til ráða. Ég hélt að það væru allir að hugsa um þetta og neysluhegðun væri að breytast. En, svo er ekki. Það erum bara við sem getum breytt þessu. Og það er mikil nauðsyn á því. Og það þarf að gerast núna,“ segir Rakel. Henni finnst sérkennilegt að fólk skuli ekki vera vakandi og betur á verði. „Hver vill klúðra jörðinni fyrir komandi kynslóðum? Við erum á góðri leið með þessari biluðu neyslu. Það er ekkert mál að draga úr henni. En, við verðum að gera það sjálf. Ekki bara treysta á að nágranninn geri það.“
Neytendur Tengdar fréttir Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30 Hefðbundinn jólamatur með sous-vide Sous vide er það nýjasta í íslenskri matargerð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. 23. desember 2017 07:00 Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30
Hefðbundinn jólamatur með sous-vide Sous vide er það nýjasta í íslenskri matargerð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. 23. desember 2017 07:00
Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00