Tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti aldrei hærri Kristinn Ingi Jónsson skrifar 28. desember 2017 06:00 Tekjur ríkisins af tekjuskatti fyrirtækja hafa aldrei verið hærri en á síðasta ári. 80,5 milljarðar króna voru lagðir á fyrirtæki í tekjuskatt á árinu sem er rúmum átta prósentum meira en árið 2007 þegar tekjuskatturinn nam 74,4 milljörðum. Þá voru launagreiðslur fyrirtækja og stofnana á síðasta ári í fyrsta sinn hærri en þær voru árið 2007 og hafa þær aldrei verið eins háar. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í grein Páls Kolbeins rekstrarhagfræðings í nýjasta tölublaði Tíundar, fréttablaðs Ríkisskattstjóra. Segir hann niðurstöður álagningar opinberra gjalda vegna síðasta árs vera „órækan vitnisburð þeirrar grósku“ sem landsmenn nutu á árinu. „Það er engum blöðum um það að fletta að nú ríkir góðæri á Íslandi,“ segir hann.Páll Kolbeins, rekstrarhagfræðingurPáll tekur fram að tekjur ríkisins af tekjuskatti, sem lagður er á hagnað fyrirtækja, hafi hækkað mikið frá árinu 2009 eftir að hafa lækkað verulega í kjölfar falls fjármálakerfisins haustið 2008. Nemur hækkunin alls um 44 milljörðum króna, eða 120,5 prósentum. Annars vegar hafi skatthlutfall hlutafélaga hækkað úr 15 prósentum árið 2010 í 20 prósent árið 2012, eða um þriðjung á tveimur árum, og hins vegar hafi tekjur og hagnaður fyrirtækja stóraukist á síðustu árum og því hafi tekjur af skattinum hækkað. Á sama tíma, frá 2009 til 2016, hefur tekjuskattsstofninn vaxið, að sögn Páls, um tæplega 151 milljarð, eða 64 prósent. Hann nefnir að ef tekjuskattur hefði verið 15,4 prósent í álagningunni nú, eins og hann var að jafnaði af tekjum ársins 2009, þá hefði hann skilað ríkinu tæpum 20,7 milljörðum á þessu ári umfram það sem hefði verið ef skatturinn hefði verið óbreyttur frá árinu 2009. Fram kemur í grein Páls að fá fyrirtæki greiði bróðurpart alls tekjuskatts. Til marks um það greiddu aðeins 80 fyrirtæki meira en hundrað milljónir hvert í tekjuskatt af hagnaði síðasta árs, en tæpir 44,9 milljarðar voru lagðir á umrædd fyrirtæki, eða um 56 prósent heildarálagningarinnar. Þá greiddu sjö fyrirtæki meira en milljarð í tekjuskatt. Þó svo að tiltölulega fá fyrirtæki greiði stærstan hluta tekjuskatts hefur lögaðilum á skattskrá fjölgað verulega frá hruni. Alls fjölgaði tekjuskattsskyldum lögaðilum um 2.081 í fyrra og hefur þeim ekki fjölgað jafn mikið á einu ári frá árinu 2007. Í grein Páls er tekið fram að fyrirtæki og stofnanir hafi greitt 1.231 milljarð króna í laun á síðasta ári. Hafa launagreiðslurnar aldrei verið hærri. Raunvirði launagreiðslna í landinu var tæpum 64,5 milljörðum hærra í fyrra en árið 2007 þegar greiðslurnar námu um 1.160 milljörðum. Raunvirði launa rýrnaði umtalsvert í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008 þegar atvinna þvarr og krónan féll í virði, að sögn Páls, en frá árinu 2010 hafa launagreiðslurnar hækkað um hátt í 330 milljarða króna. Páll vekur athygli á því að launagreiðslur í atvinnugreinum sem tengjast ferðaþjónustu hafi hækkað umtalsvert, eða allt að 97 prósent, á síðasta ári. Eftir sem áður greiddu ríki og sveitarfélög, í atvinnugreininni, hvað hæstu fjárhæðina í laun eða ríflega 301 milljarð sem er um 24,5 prósent launa í landinu. Þar á eftir komu fyrirtæki í atvinnugreininni sem greiddu um 39,5 milljarða í laun. Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Sjá meira
Tekjur ríkisins af tekjuskatti fyrirtækja hafa aldrei verið hærri en á síðasta ári. 80,5 milljarðar króna voru lagðir á fyrirtæki í tekjuskatt á árinu sem er rúmum átta prósentum meira en árið 2007 þegar tekjuskatturinn nam 74,4 milljörðum. Þá voru launagreiðslur fyrirtækja og stofnana á síðasta ári í fyrsta sinn hærri en þær voru árið 2007 og hafa þær aldrei verið eins háar. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í grein Páls Kolbeins rekstrarhagfræðings í nýjasta tölublaði Tíundar, fréttablaðs Ríkisskattstjóra. Segir hann niðurstöður álagningar opinberra gjalda vegna síðasta árs vera „órækan vitnisburð þeirrar grósku“ sem landsmenn nutu á árinu. „Það er engum blöðum um það að fletta að nú ríkir góðæri á Íslandi,“ segir hann.Páll Kolbeins, rekstrarhagfræðingurPáll tekur fram að tekjur ríkisins af tekjuskatti, sem lagður er á hagnað fyrirtækja, hafi hækkað mikið frá árinu 2009 eftir að hafa lækkað verulega í kjölfar falls fjármálakerfisins haustið 2008. Nemur hækkunin alls um 44 milljörðum króna, eða 120,5 prósentum. Annars vegar hafi skatthlutfall hlutafélaga hækkað úr 15 prósentum árið 2010 í 20 prósent árið 2012, eða um þriðjung á tveimur árum, og hins vegar hafi tekjur og hagnaður fyrirtækja stóraukist á síðustu árum og því hafi tekjur af skattinum hækkað. Á sama tíma, frá 2009 til 2016, hefur tekjuskattsstofninn vaxið, að sögn Páls, um tæplega 151 milljarð, eða 64 prósent. Hann nefnir að ef tekjuskattur hefði verið 15,4 prósent í álagningunni nú, eins og hann var að jafnaði af tekjum ársins 2009, þá hefði hann skilað ríkinu tæpum 20,7 milljörðum á þessu ári umfram það sem hefði verið ef skatturinn hefði verið óbreyttur frá árinu 2009. Fram kemur í grein Páls að fá fyrirtæki greiði bróðurpart alls tekjuskatts. Til marks um það greiddu aðeins 80 fyrirtæki meira en hundrað milljónir hvert í tekjuskatt af hagnaði síðasta árs, en tæpir 44,9 milljarðar voru lagðir á umrædd fyrirtæki, eða um 56 prósent heildarálagningarinnar. Þá greiddu sjö fyrirtæki meira en milljarð í tekjuskatt. Þó svo að tiltölulega fá fyrirtæki greiði stærstan hluta tekjuskatts hefur lögaðilum á skattskrá fjölgað verulega frá hruni. Alls fjölgaði tekjuskattsskyldum lögaðilum um 2.081 í fyrra og hefur þeim ekki fjölgað jafn mikið á einu ári frá árinu 2007. Í grein Páls er tekið fram að fyrirtæki og stofnanir hafi greitt 1.231 milljarð króna í laun á síðasta ári. Hafa launagreiðslurnar aldrei verið hærri. Raunvirði launagreiðslna í landinu var tæpum 64,5 milljörðum hærra í fyrra en árið 2007 þegar greiðslurnar námu um 1.160 milljörðum. Raunvirði launa rýrnaði umtalsvert í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008 þegar atvinna þvarr og krónan féll í virði, að sögn Páls, en frá árinu 2010 hafa launagreiðslurnar hækkað um hátt í 330 milljarða króna. Páll vekur athygli á því að launagreiðslur í atvinnugreinum sem tengjast ferðaþjónustu hafi hækkað umtalsvert, eða allt að 97 prósent, á síðasta ári. Eftir sem áður greiddu ríki og sveitarfélög, í atvinnugreininni, hvað hæstu fjárhæðina í laun eða ríflega 301 milljarð sem er um 24,5 prósent launa í landinu. Þar á eftir komu fyrirtæki í atvinnugreininni sem greiddu um 39,5 milljarða í laun.
Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Sjá meira