Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Þórarinn Þórarinsson skrifar 28. desember 2017 06:00 Guðmundur Brynjólfsson, djákni og rithöfundur, líkir "sous vide“-æðinu við tískubólur á borð við fótanuddtækin og SodaStream. Mynd/Egill Bjarnason „Þetta endar bara eins og fótanuddtækin og SodaStream og annað kjaftæði sem hefur komið og farið í gegnum tíðina,“ segir Guðmundur Brynjólfsson, rithöfundur og djákni, sem hefur miklar efasemdir um plastsuðuaðferðina sem kennd er við „sous vide“. „Fólk hefur eldað fullkominn mat í gegnum árþúsundin. Af hverju þarf allt í einu að fara að koma með einhvern poka til þess? Fólk hefur étið dýrindismat frá alda öðli og þá voru engir plastpokar komnir.“Sigurveig Káradóttirvísir/stefánLitinn hornauga með plastpoka Guðmundur segir hræsnina ráða för þegar plastið er annars vegar. „Þetta er nú meiri sýndarmennskan. Þúsundir manna börðu sér á brjóst á haustdögum og fram á jólaföstu og afsögðu plastpoka. Maður hefur verið litinn hornauga í Bónus og Krónunni fyrir að veiða sér plastpoka. Nú hafa vandlætararnir tekið sig til og ákveðið að það sé best að sjóða ofan í sig, það sem sótt var í strigapokum út í búð, í plastpokum.“ Guðmundur viðraði þessa skoðun sína á Facebook og fjörugar umræður spunnust í kjölfarið og sitt sýndist hverjum. Honum er meðal annars bent á að maturinn er soðinn í „hágæða bpa-lausum plastpokum“ og að tilgangurinn er að „ná hinni fullkomnu eldun fyrir hráefni sem auðvelt er að eyðileggja með ofeldun“.Þórarinn Eldjárn stingur upp á orðinu plastsuða fyrir sous vide.Vísir/ValliMeira fyrir aðrar aðferðir Guðmundur gefur lítið fyrir slíkt tal: „Kerlingar stóðu við hlóðir til forna og elduðu eins og snillingar en nú getur enginn eldað sér kjötlæri lengur án þess að vera með hitamæli í kjötinu.“ Þórarinn Eldjárn rithöfundur lagði orð í belg á Facebook-síðu Guðmundar með tillögu að íslensku heiti yfir hið óþjála „sous vide“: „Ég hef undrast það hví ekki hefur þótt taka því að gefa þessari bólu íslenskt nafn. Plastsuða eða plesting, væri það ekki tilvalið?“ Sigurveig Káradóttir, eigandi Matarkistunnar, hefur heldur ekki mikið álit á plastsuðunni: „Ég hef svosem litla skoðun á þessu en hef prófað mat sem er eldaður svona og fannst hann ekki góður. Áferðin á matnum var eins og á dósamat. Ég myndi aldrei nota svona græju.“ Matgæðingurinn Nanna Rögnvaldardóttir, höfundur fjölda vinsælla matreiðslubóka, tekur í svipaðan streng: „Ég hef oft borðað mat sem er eldaður svona. Stundum hefur hann verið góður, stundum ekki og ég er nú meira fyrir aðrar aðferðir.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Umhverfismál Tengdar fréttir Skata að sous-vide hætti Hjalti G. Hjartarson eldar skötu fyrir hver jól en á annan hátt en gerist og gengur. Hann notar sous-vide aðferðina við eldunina og segir skötuna ekki síðri en þá sem er elduð upp á gamla mátann. 23. desember 2017 09:00 Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00 Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
„Þetta endar bara eins og fótanuddtækin og SodaStream og annað kjaftæði sem hefur komið og farið í gegnum tíðina,“ segir Guðmundur Brynjólfsson, rithöfundur og djákni, sem hefur miklar efasemdir um plastsuðuaðferðina sem kennd er við „sous vide“. „Fólk hefur eldað fullkominn mat í gegnum árþúsundin. Af hverju þarf allt í einu að fara að koma með einhvern poka til þess? Fólk hefur étið dýrindismat frá alda öðli og þá voru engir plastpokar komnir.“Sigurveig Káradóttirvísir/stefánLitinn hornauga með plastpoka Guðmundur segir hræsnina ráða för þegar plastið er annars vegar. „Þetta er nú meiri sýndarmennskan. Þúsundir manna börðu sér á brjóst á haustdögum og fram á jólaföstu og afsögðu plastpoka. Maður hefur verið litinn hornauga í Bónus og Krónunni fyrir að veiða sér plastpoka. Nú hafa vandlætararnir tekið sig til og ákveðið að það sé best að sjóða ofan í sig, það sem sótt var í strigapokum út í búð, í plastpokum.“ Guðmundur viðraði þessa skoðun sína á Facebook og fjörugar umræður spunnust í kjölfarið og sitt sýndist hverjum. Honum er meðal annars bent á að maturinn er soðinn í „hágæða bpa-lausum plastpokum“ og að tilgangurinn er að „ná hinni fullkomnu eldun fyrir hráefni sem auðvelt er að eyðileggja með ofeldun“.Þórarinn Eldjárn stingur upp á orðinu plastsuða fyrir sous vide.Vísir/ValliMeira fyrir aðrar aðferðir Guðmundur gefur lítið fyrir slíkt tal: „Kerlingar stóðu við hlóðir til forna og elduðu eins og snillingar en nú getur enginn eldað sér kjötlæri lengur án þess að vera með hitamæli í kjötinu.“ Þórarinn Eldjárn rithöfundur lagði orð í belg á Facebook-síðu Guðmundar með tillögu að íslensku heiti yfir hið óþjála „sous vide“: „Ég hef undrast það hví ekki hefur þótt taka því að gefa þessari bólu íslenskt nafn. Plastsuða eða plesting, væri það ekki tilvalið?“ Sigurveig Káradóttir, eigandi Matarkistunnar, hefur heldur ekki mikið álit á plastsuðunni: „Ég hef svosem litla skoðun á þessu en hef prófað mat sem er eldaður svona og fannst hann ekki góður. Áferðin á matnum var eins og á dósamat. Ég myndi aldrei nota svona græju.“ Matgæðingurinn Nanna Rögnvaldardóttir, höfundur fjölda vinsælla matreiðslubóka, tekur í svipaðan streng: „Ég hef oft borðað mat sem er eldaður svona. Stundum hefur hann verið góður, stundum ekki og ég er nú meira fyrir aðrar aðferðir.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Umhverfismál Tengdar fréttir Skata að sous-vide hætti Hjalti G. Hjartarson eldar skötu fyrir hver jól en á annan hátt en gerist og gengur. Hann notar sous-vide aðferðina við eldunina og segir skötuna ekki síðri en þá sem er elduð upp á gamla mátann. 23. desember 2017 09:00 Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00 Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Skata að sous-vide hætti Hjalti G. Hjartarson eldar skötu fyrir hver jól en á annan hátt en gerist og gengur. Hann notar sous-vide aðferðina við eldunina og segir skötuna ekki síðri en þá sem er elduð upp á gamla mátann. 23. desember 2017 09:00
Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00
Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30