Stjörnurnar vísa veginn Lilja Alfreðsdóttir skrifar 28. desember 2017 07:00 Kjör á íþróttamanni ársins fer fram í dag. Þetta er mikilvæg hefð í íslensku íþróttalífi landans þar sem árið er gert upp. Íþróttafólk ársins í öllum greinum kemur saman og tekur við viðurkenningum fyrir góðan árangur á árinu sem er að líða. Þessi viðburður á sér sögu frá árinu 1956 þegar nokkrir starfandi íþróttafréttamenn stofnuðu Samtök íþróttafréttamanna 14. febrúar til þess að vinna að betri aðstöðu við störf sín á vettvangi. Viðburðurinn skipar mikilvægan sess í hugum manna og ávallt sýnist sitt hverjum um valið hverju sinni, sem er til merkis um ástríðu Íslendinga á íþróttum. Á undanförnum árum hefur afreksfólk okkar náð einstökum árangri. Afreksfólkið sjálft hefur lagt á sig miklar og þrotlausar æfingar til þess að ná því markmiði að geta keppt á við besta íþróttafólk veraldar. Þetta er mikilvægasti þátturinn í árangri þeirra. En það skiptir ekki síður máli að sköpuð séu góð skilyrði fyrir afreksfólkið til þess að hægt sé að ná svona langt. Stjórnvöld hafa með nýlegum samningum við íþróttahreyfinguna lagt aukinn stuðning til afreksstarfs til þess að styðja betur við þessa þróun og efla árangur afreksíþróttafólks enn frekar. Afrek íþróttafólksins okkar eru ósjaldan uppspretta samræðna og gleði. Reglulega sameinar það okkur fyrir framan sjónvarpsskjái vítt og breitt um landið og veitir ungu fólki innblástur til að stunda íþróttir, leggja sig fram og ná langt. Þetta er ómetanlegt á svo margan hátt. Forvarnargildi skipulagðs íþróttastarfs hefur til að mynda sannað gildi sitt. Rannsóknir hafa sýnt að skipulagt íþróttastarf, þar sem aðstaðan er góð og undir handleiðslu ábyrgra og vel menntaðra þjálfara og leiðbeinenda, hefur forvarnargildi þegar kemur að ýmiskonar áhættuhegðun. Einnig eru sterkar vísbendingar og fleiri rannsóknir[1] sem sýna fram á sterkt samband á milli aukinnar hreyfingar og frammistöðu í námi. Á sínum tíma var Benedikt Waage, þáverandi forseti ÍSÍ, spurður hvort réttlætanlegt væri að velja einn úr hópi íþróttafólks sem íþróttamann ársins og svaraði hann því til að stjörnurnar vísa veginn, sem fyrirmyndir unga fólksins. Hægt er að taka undir þau góðu orð. [1] Trudeau og Shepard, 2008.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Kjör á íþróttamanni ársins fer fram í dag. Þetta er mikilvæg hefð í íslensku íþróttalífi landans þar sem árið er gert upp. Íþróttafólk ársins í öllum greinum kemur saman og tekur við viðurkenningum fyrir góðan árangur á árinu sem er að líða. Þessi viðburður á sér sögu frá árinu 1956 þegar nokkrir starfandi íþróttafréttamenn stofnuðu Samtök íþróttafréttamanna 14. febrúar til þess að vinna að betri aðstöðu við störf sín á vettvangi. Viðburðurinn skipar mikilvægan sess í hugum manna og ávallt sýnist sitt hverjum um valið hverju sinni, sem er til merkis um ástríðu Íslendinga á íþróttum. Á undanförnum árum hefur afreksfólk okkar náð einstökum árangri. Afreksfólkið sjálft hefur lagt á sig miklar og þrotlausar æfingar til þess að ná því markmiði að geta keppt á við besta íþróttafólk veraldar. Þetta er mikilvægasti þátturinn í árangri þeirra. En það skiptir ekki síður máli að sköpuð séu góð skilyrði fyrir afreksfólkið til þess að hægt sé að ná svona langt. Stjórnvöld hafa með nýlegum samningum við íþróttahreyfinguna lagt aukinn stuðning til afreksstarfs til þess að styðja betur við þessa þróun og efla árangur afreksíþróttafólks enn frekar. Afrek íþróttafólksins okkar eru ósjaldan uppspretta samræðna og gleði. Reglulega sameinar það okkur fyrir framan sjónvarpsskjái vítt og breitt um landið og veitir ungu fólki innblástur til að stunda íþróttir, leggja sig fram og ná langt. Þetta er ómetanlegt á svo margan hátt. Forvarnargildi skipulagðs íþróttastarfs hefur til að mynda sannað gildi sitt. Rannsóknir hafa sýnt að skipulagt íþróttastarf, þar sem aðstaðan er góð og undir handleiðslu ábyrgra og vel menntaðra þjálfara og leiðbeinenda, hefur forvarnargildi þegar kemur að ýmiskonar áhættuhegðun. Einnig eru sterkar vísbendingar og fleiri rannsóknir[1] sem sýna fram á sterkt samband á milli aukinnar hreyfingar og frammistöðu í námi. Á sínum tíma var Benedikt Waage, þáverandi forseti ÍSÍ, spurður hvort réttlætanlegt væri að velja einn úr hópi íþróttafólks sem íþróttamann ársins og svaraði hann því til að stjörnurnar vísa veginn, sem fyrirmyndir unga fólksins. Hægt er að taka undir þau góðu orð. [1] Trudeau og Shepard, 2008.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun