Ferðaþjónustan halar inn 535 milljarða Haraldur Guðmundsson skrifar 27. desember 2017 06:00 Gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar aukast um 15,5 prósent milli ára samkvæmt spá heildarsamtaka hennar. Útgjöld erlendra ferðamanna hér á landi nema um 350 milljörðum króna. vísir/anton brink Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) áætla að gjaldeyristekjur atvinnugreinarinnar muni nema 535 milljörðum króna á þessu ári eða ríflega 40 prósentum af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Um er að ræða 15,5 prósenta aukningu milli ára og útlit fyrir að útgjöld erlendra ferðamanna muni aukast um 60 milljarða og nema um 350 milljörðum króna. „Þetta er í takt við það sem við höfum gert ráð fyrir og sýnir hvað ferðaþjónustan er orðin mikilvæg þjóðarbúinu. Fyrir eyland eins og Ísland skipta utanríkisviðskipti öllu máli og ánægjulegt að það sé búið núna á nokkrum árum að fjölga eggjunum í körfunni svo um munar,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAFSamkvæmt tölum sem SAF hafa tekið saman er um 72 milljarða króna aukningu í gjaldeyristekjum að ræða milli ára. Heildartalan inniheldur útgjöld ferðamanna innanlands og tekjur af fargjöldum til og frá landinu en einnig af öðrum ferðum íslenskra flugfélaga. Helga bendir að auki á að á þriðja fjórðungi þessa árs hafi 54 prósent útflutningstekna komið frá ferðaþjónustunni. „Þessi rúmlega 15 prósenta aukning í gjaldeyristekjum er minni vöxtur en í fjölda ferðamanna milli ára. Út af erfiðum ytri skilyrðum og versnandi samkeppnishæfni, meðal annars vegna sterks gengis krónunnar, mikilla launahækkana og fjárfestingar greinarinnar sem nam tæpum 200 milljörðum árin 2015 til 2016, þá höfum við séð breytingu á neyslumynstri ferðamannsins. Bæði að hann dvelur skemur og er ekki að nýta sér þjónustu í jafn miklum mæli og áður. Fyrirtækin finna fyrir þessu og það er ekki línulegt samband milli fjölgunar ferðamanna og afkomu í greininni,“ segir Helga. „Hröðum vexti eins og við erum búin að upplifa síðustu misseri fylgja auðvitað áskoranir en á sama tíma mikil tækifæri. Það er undir okkur öllum komið, stjórnvöldum, greininni sjálfri og landsmönnum að vel takist til.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) áætla að gjaldeyristekjur atvinnugreinarinnar muni nema 535 milljörðum króna á þessu ári eða ríflega 40 prósentum af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Um er að ræða 15,5 prósenta aukningu milli ára og útlit fyrir að útgjöld erlendra ferðamanna muni aukast um 60 milljarða og nema um 350 milljörðum króna. „Þetta er í takt við það sem við höfum gert ráð fyrir og sýnir hvað ferðaþjónustan er orðin mikilvæg þjóðarbúinu. Fyrir eyland eins og Ísland skipta utanríkisviðskipti öllu máli og ánægjulegt að það sé búið núna á nokkrum árum að fjölga eggjunum í körfunni svo um munar,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAFSamkvæmt tölum sem SAF hafa tekið saman er um 72 milljarða króna aukningu í gjaldeyristekjum að ræða milli ára. Heildartalan inniheldur útgjöld ferðamanna innanlands og tekjur af fargjöldum til og frá landinu en einnig af öðrum ferðum íslenskra flugfélaga. Helga bendir að auki á að á þriðja fjórðungi þessa árs hafi 54 prósent útflutningstekna komið frá ferðaþjónustunni. „Þessi rúmlega 15 prósenta aukning í gjaldeyristekjum er minni vöxtur en í fjölda ferðamanna milli ára. Út af erfiðum ytri skilyrðum og versnandi samkeppnishæfni, meðal annars vegna sterks gengis krónunnar, mikilla launahækkana og fjárfestingar greinarinnar sem nam tæpum 200 milljörðum árin 2015 til 2016, þá höfum við séð breytingu á neyslumynstri ferðamannsins. Bæði að hann dvelur skemur og er ekki að nýta sér þjónustu í jafn miklum mæli og áður. Fyrirtækin finna fyrir þessu og það er ekki línulegt samband milli fjölgunar ferðamanna og afkomu í greininni,“ segir Helga. „Hröðum vexti eins og við erum búin að upplifa síðustu misseri fylgja auðvitað áskoranir en á sama tíma mikil tækifæri. Það er undir okkur öllum komið, stjórnvöldum, greininni sjálfri og landsmönnum að vel takist til.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira