Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur 22. desember 2017 12:00 Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur er ný bók sem gaman er að lesa saman og ræða til að útvíkka sjóndeildarhringinn. Hún hentar öllum aldurshópum. „Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur er eftir tvær ítalskar konur sem heita Elena Favilli og Francesca Cavallo. Þeim þótti vanta bók með sögum af alvöru konum og stelpum sem væru góðar fyrirmyndar fyrir stelpur á öllum aldri. Sögurnar byrja oftast á „Einu sinni var ...“, eins og ævintýrin, og hver opna er sett upp sem frásögn af lífshlaupi sögupersónunnar og mynd af henni. Þetta kemur afar fallega út. Sögurnar segja frá mótandi atviki í lífi þessara kvenna og stúlkna og á hverri opnu er líka tilvitnun í viðkomandi persónu,“ segir Stella Soffía Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri útgáfu hjá Forlaginu.Falleg og eiguleg bókHöfundarnir söfnuðu fyrir útgáfu bókarinnar á hópsöfnunarsíðu en áttu ekki von á þeim gífurlegu undirtektum sem söfnunin hlaut, að sögn Stellu. „Það var greinilegt að fleiri töldu þörf á bók á borð við þessa því viðbrögðin fóru fram úr þeirra björtustu vonum. Mikið er lagt í þessa bók, hún er mjög eiguleg, fallega innbundin og höfundarnir fengu listamenn í lið með sér sem myndskreyttu hana á glæsilegan hátt,“ upplýsir Stella.Hetjur frá ýmsum tímabilumSöguhetjurnar í Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur eru frá ýmsum tímabilum. „Hér eru á ferðinni sögur af konum frá Egyptalandi til forna og allt til nútímans. Sögurnar eru m.a. um stjórnmálakonur, vísindakonur, prinsessur, drottningar, sjóræningja, listakonur og íþróttakonur frá öllum heimsins hornum. Margar þessara kvenna hafa ekki hlotið mikla athygli þrátt fyrir ýmsar merkilegar uppgötvanir og fífldjörf ævintýri en þær eru allar góðar góðar fyrirmyndir fyrir stelpur sem vilja breyta heiminum. Þarna má sem dæmi lesa um mjög ungar og áhugaverðar konur sem hafa, þrátt fyrir ungan aldur, afrekað ýmislegt stórkostlegt,“ segir Stella. Þótt bókin heiti Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur er hún að sjálfsögðu fyrir alla, stelpur og stráka og mömmur og pabba. „Þetta er frábær bók til að lesa saman og ræða, og líka til að víkka út sjóndeildarhringinn. Hún er flokkuð sem barnabók en hentar fyrir alla aldurshópa,“ bendir Stella á. Magnea Matthíasdóttir þýddi Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Sjá meira
Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur er ný bók sem gaman er að lesa saman og ræða til að útvíkka sjóndeildarhringinn. Hún hentar öllum aldurshópum. „Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur er eftir tvær ítalskar konur sem heita Elena Favilli og Francesca Cavallo. Þeim þótti vanta bók með sögum af alvöru konum og stelpum sem væru góðar fyrirmyndar fyrir stelpur á öllum aldri. Sögurnar byrja oftast á „Einu sinni var ...“, eins og ævintýrin, og hver opna er sett upp sem frásögn af lífshlaupi sögupersónunnar og mynd af henni. Þetta kemur afar fallega út. Sögurnar segja frá mótandi atviki í lífi þessara kvenna og stúlkna og á hverri opnu er líka tilvitnun í viðkomandi persónu,“ segir Stella Soffía Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri útgáfu hjá Forlaginu.Falleg og eiguleg bókHöfundarnir söfnuðu fyrir útgáfu bókarinnar á hópsöfnunarsíðu en áttu ekki von á þeim gífurlegu undirtektum sem söfnunin hlaut, að sögn Stellu. „Það var greinilegt að fleiri töldu þörf á bók á borð við þessa því viðbrögðin fóru fram úr þeirra björtustu vonum. Mikið er lagt í þessa bók, hún er mjög eiguleg, fallega innbundin og höfundarnir fengu listamenn í lið með sér sem myndskreyttu hana á glæsilegan hátt,“ upplýsir Stella.Hetjur frá ýmsum tímabilumSöguhetjurnar í Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur eru frá ýmsum tímabilum. „Hér eru á ferðinni sögur af konum frá Egyptalandi til forna og allt til nútímans. Sögurnar eru m.a. um stjórnmálakonur, vísindakonur, prinsessur, drottningar, sjóræningja, listakonur og íþróttakonur frá öllum heimsins hornum. Margar þessara kvenna hafa ekki hlotið mikla athygli þrátt fyrir ýmsar merkilegar uppgötvanir og fífldjörf ævintýri en þær eru allar góðar góðar fyrirmyndir fyrir stelpur sem vilja breyta heiminum. Þarna má sem dæmi lesa um mjög ungar og áhugaverðar konur sem hafa, þrátt fyrir ungan aldur, afrekað ýmislegt stórkostlegt,“ segir Stella. Þótt bókin heiti Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur er hún að sjálfsögðu fyrir alla, stelpur og stráka og mömmur og pabba. „Þetta er frábær bók til að lesa saman og ræða, og líka til að víkka út sjóndeildarhringinn. Hún er flokkuð sem barnabók en hentar fyrir alla aldurshópa,“ bendir Stella á. Magnea Matthíasdóttir þýddi Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Sjá meira