Töfrandi augu og fölar varir Kynning skrifar 22. desember 2017 10:00 Glamour í samstarfi við Gosh sýnir hér fullkomna hátíðarförðun í einföldum skrefum þar sem stílnum er stolið frá söngkonunni Selenu Gomez. Falleg og ljúf förðun sem allir geta leikið eftir. Í förðuninni er aðalfókusinn á augun en þar er kaldur sanseraður litur borinn á augnlokið og möttum brúnum tónum blandað saman í skyggingu, augun síðan mótuð í hálfgert möndlulag.Dökkur augnblýantur er borinn í vatnslínu og maskari sem lengir og þykkir settur á augnhárin. Augabrúnir eru mótaðar með púðurskugga og þær greiddar með þunnu vaxi.Léttur farði er borinn á húð, kinnar og enni fá bronsaðan lit og ljómapúður er borið ofan á kinnbein fyrir aukinn ljóma.Varir eru mótaðar með brúnbleikum varablýanti og fölbleikur varalitur er borinn á varir. Hér má sjá Glamour með Hörpu Kára í fararbroddi leika förðunina eftir í myndbandi sem fylgjendur okkar á Instagram fengu beint í æði í vikunni. Einfalt og þægilegt - njótið!Myndbandið var tekið upp á Samsung Galaxy S8+. Mest lesið Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Dior bauð í lestarferð og kastalaheimsókn Glamour Fetar í fótspor stóru systur Glamour Eina förðunarmyndbandið sem þú þarft að horfa á Glamour Jennifer Berg: Risarækjur, heimagerðir kjúklinganaggar og guðdómlegur marens Glamour Kardashian klanið í stíl á fremsta bekk Glamour „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Raf Simons endurhannar Calvin Klein merkið Glamour Danssýning á tískupallinum Glamour Óskiljanleg tískustefna Kim Kardashian Glamour
Glamour í samstarfi við Gosh sýnir hér fullkomna hátíðarförðun í einföldum skrefum þar sem stílnum er stolið frá söngkonunni Selenu Gomez. Falleg og ljúf förðun sem allir geta leikið eftir. Í förðuninni er aðalfókusinn á augun en þar er kaldur sanseraður litur borinn á augnlokið og möttum brúnum tónum blandað saman í skyggingu, augun síðan mótuð í hálfgert möndlulag.Dökkur augnblýantur er borinn í vatnslínu og maskari sem lengir og þykkir settur á augnhárin. Augabrúnir eru mótaðar með púðurskugga og þær greiddar með þunnu vaxi.Léttur farði er borinn á húð, kinnar og enni fá bronsaðan lit og ljómapúður er borið ofan á kinnbein fyrir aukinn ljóma.Varir eru mótaðar með brúnbleikum varablýanti og fölbleikur varalitur er borinn á varir. Hér má sjá Glamour með Hörpu Kára í fararbroddi leika förðunina eftir í myndbandi sem fylgjendur okkar á Instagram fengu beint í æði í vikunni. Einfalt og þægilegt - njótið!Myndbandið var tekið upp á Samsung Galaxy S8+.
Mest lesið Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Dior bauð í lestarferð og kastalaheimsókn Glamour Fetar í fótspor stóru systur Glamour Eina förðunarmyndbandið sem þú þarft að horfa á Glamour Jennifer Berg: Risarækjur, heimagerðir kjúklinganaggar og guðdómlegur marens Glamour Kardashian klanið í stíl á fremsta bekk Glamour „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Raf Simons endurhannar Calvin Klein merkið Glamour Danssýning á tískupallinum Glamour Óskiljanleg tískustefna Kim Kardashian Glamour