Dæmi um sex þúsund króna verðmun á borðspilum Daníel Freyr Birkisson skrifar 21. desember 2017 17:00 Heimkaup lækkaði verð sitt töluvert til þess að mæta samkeppni. vísir Vefverslunin Heimkaup hefur lækkað verð sitt á spilinu Teninga Alias eftir að bent var á verðmun þeirra í samanburði við Elko. Munurinn var um það bil sjöfaldur, en hjá Heimkaup kostaði spilið 6.990 kr. samanborið við 995 kr. hjá Elko. Markaðsstjóri Heimkaupa segir lækkunina til þess fallna að viðskiptavinir geti notið góðs af samkeppni. Upphaflega vakti árvökull neytandi athygli á verðmuninum á Facebook. Spilið kostar nú 990 kr. hjá Heimkaup en Jóhann Þórsson, markaðsstjóri fyrirtækisins, segir að í raun sé verið að greiða spilið niður fyrir fólk. „Spilið kostar í innkaupum nálægt 3.500 kr. Í þessu tilviki er ELKO held ég að fá spilið á rosalegum afslætti frá birgja,“ segir Jóhann og bætir við að nú tapi fyrirtækið á því að selja spilið. „Við töpum á því að selja þessa vöru.“ Hann segir það vissulega koma fyrir að önnur fyrirtæki selji vörur á ódýrara verði en Heimkaup. Sé munurinn mikill er lítið annað í stöðunni en að lækka verðið og mæta samkeppninni. Teninga Alias er allavega tveggja ára gamalt. Losa sig við þriggja ára gamlan lagerÍ samtali við Vísi segir Örn Ægir Barkarson, vörustjóri afþreyfingardeildar Elko, að ástæðan fyrir lágu verði sé sú að verið sé að reyna að losa sig við gamlan lager af spilinu. „Þetta er þriggja ára gamalt spil og það kostar okkur að geyma vörur,“ segir hann og bendir á að fyrirtækið sé yfirleitt með eldri borðspil til sölu á lágu verði. Segir hann að fá eintök séu eftir af umræddu teningaspili. Það verði að öllum líkindum uppselt fyrir helgi. Ekki bara Heimkaup með hærra verðHalldór S. Guðjónsson, sölustjóri hjá Myndform, umboðsaðila Alias hér á landi, staðfestir í samtali við Vísi að spilið sé annaðhvort tveggja eða þriggja ára gamalt. Það virðist þó vera algengara en ekki að verslanir selji spilið töluvert hærra en í tilviki Elko. Til að mynda kostar það 6.999 kr. hjá Pennanum Eymundsson og 6.480 kr. hjá Spilavinum samkvæmt upplýsingum sem fram koma á heimasíðum verslananna. Jól Neytendur Borðspil Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Helgi ráðinn sölustjóri Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Sjá meira
Vefverslunin Heimkaup hefur lækkað verð sitt á spilinu Teninga Alias eftir að bent var á verðmun þeirra í samanburði við Elko. Munurinn var um það bil sjöfaldur, en hjá Heimkaup kostaði spilið 6.990 kr. samanborið við 995 kr. hjá Elko. Markaðsstjóri Heimkaupa segir lækkunina til þess fallna að viðskiptavinir geti notið góðs af samkeppni. Upphaflega vakti árvökull neytandi athygli á verðmuninum á Facebook. Spilið kostar nú 990 kr. hjá Heimkaup en Jóhann Þórsson, markaðsstjóri fyrirtækisins, segir að í raun sé verið að greiða spilið niður fyrir fólk. „Spilið kostar í innkaupum nálægt 3.500 kr. Í þessu tilviki er ELKO held ég að fá spilið á rosalegum afslætti frá birgja,“ segir Jóhann og bætir við að nú tapi fyrirtækið á því að selja spilið. „Við töpum á því að selja þessa vöru.“ Hann segir það vissulega koma fyrir að önnur fyrirtæki selji vörur á ódýrara verði en Heimkaup. Sé munurinn mikill er lítið annað í stöðunni en að lækka verðið og mæta samkeppninni. Teninga Alias er allavega tveggja ára gamalt. Losa sig við þriggja ára gamlan lagerÍ samtali við Vísi segir Örn Ægir Barkarson, vörustjóri afþreyfingardeildar Elko, að ástæðan fyrir lágu verði sé sú að verið sé að reyna að losa sig við gamlan lager af spilinu. „Þetta er þriggja ára gamalt spil og það kostar okkur að geyma vörur,“ segir hann og bendir á að fyrirtækið sé yfirleitt með eldri borðspil til sölu á lágu verði. Segir hann að fá eintök séu eftir af umræddu teningaspili. Það verði að öllum líkindum uppselt fyrir helgi. Ekki bara Heimkaup með hærra verðHalldór S. Guðjónsson, sölustjóri hjá Myndform, umboðsaðila Alias hér á landi, staðfestir í samtali við Vísi að spilið sé annaðhvort tveggja eða þriggja ára gamalt. Það virðist þó vera algengara en ekki að verslanir selji spilið töluvert hærra en í tilviki Elko. Til að mynda kostar það 6.999 kr. hjá Pennanum Eymundsson og 6.480 kr. hjá Spilavinum samkvæmt upplýsingum sem fram koma á heimasíðum verslananna.
Jól Neytendur Borðspil Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Helgi ráðinn sölustjóri Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Sjá meira