Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir skrifar 9. janúar 2018 07:00 Það er ástæða til að bera nokkrar væntingar til næsta kjörtímabils þegar kemur að menntamálum ef marka má stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar. Þar segir að öflugt menntakerfi sé forsenda framfara og boðar núverandi ríkisstjórn stórsókn í menntamálum á öllum skólastigum. Þar er sérstaklega tekið fram að stuðla skuli að viðurkenningu á störfum kennara. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar felst sú ánægjulega staðreynd að núverandi ríkisstjórn telur störf kennara mikilvæg fyrir samfélagið allt. Og auðvitað er það svo. Kennarar hafa í höndum sér fjöregg þjóðarinnar. Um okkar hendur fara þegnar þessa samfélags og það eru kennarar á öllum skólastigum sem eiga stóran þátt í að móta þá einstaklinga sem landið skulu erfa. Nú eru kjarasamningar framhaldsskólakennara lausir. Stéttin hefur ekki farið með himinskautum í launakröfum sínum, en við höfum gert þá eðlilegu kröfu að laun okkar séu metin með tilliti til þess að nýútskrifaðir framhaldsskólakennarar hafa að lágmarki fimm ára háskólanám að baki og í mörgum tilfellum sex ár. Laun framhaldsskólakennara þurfa að vera samkeppnishæf og eiga auðvitað ekki að vera lakari en kjör annarra stétta opinberra starfsmanna með sömu menntun. Slík krafa hlýtur að vera sanngjörn og eðlileg. Launastaða framhaldsskólakennara var arfaslök haustið 2013. Í kjölfar verkfalls og verulegra kerfisbreytinga fékk stéttin launaleiðréttingu vorið 2014 og hækkanir fram á árið 2017 sem einhverjir hafa séð ofsjónum yfir og hafa talið falla utan þess ramma sem „Salek-samkomulagið“ leyfir (rammasamkomulag um launaþróun). En ef við fylgjum fordæmi kjararáðs og metum launaþróun aftur til ársins 2006 liggur fyrir að enn þarf að leiðrétta laun framhaldsskólakennara, svo mjög höfðu þau dregist aftur úr viðmiðunarhópum stéttarinnar. Ríkisstjórn Íslands hlýtur núna að standa við bakið á okkur, því eigi athafnir að fylgja orðum væri eðlilegt framhald fagurra fyrirheita um viðurkenningu kennarastarfsins að leiðrétta laun framhaldsskólakennara og gera samkeppnishæf. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðríður Arnardóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ástæða til að bera nokkrar væntingar til næsta kjörtímabils þegar kemur að menntamálum ef marka má stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar. Þar segir að öflugt menntakerfi sé forsenda framfara og boðar núverandi ríkisstjórn stórsókn í menntamálum á öllum skólastigum. Þar er sérstaklega tekið fram að stuðla skuli að viðurkenningu á störfum kennara. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar felst sú ánægjulega staðreynd að núverandi ríkisstjórn telur störf kennara mikilvæg fyrir samfélagið allt. Og auðvitað er það svo. Kennarar hafa í höndum sér fjöregg þjóðarinnar. Um okkar hendur fara þegnar þessa samfélags og það eru kennarar á öllum skólastigum sem eiga stóran þátt í að móta þá einstaklinga sem landið skulu erfa. Nú eru kjarasamningar framhaldsskólakennara lausir. Stéttin hefur ekki farið með himinskautum í launakröfum sínum, en við höfum gert þá eðlilegu kröfu að laun okkar séu metin með tilliti til þess að nýútskrifaðir framhaldsskólakennarar hafa að lágmarki fimm ára háskólanám að baki og í mörgum tilfellum sex ár. Laun framhaldsskólakennara þurfa að vera samkeppnishæf og eiga auðvitað ekki að vera lakari en kjör annarra stétta opinberra starfsmanna með sömu menntun. Slík krafa hlýtur að vera sanngjörn og eðlileg. Launastaða framhaldsskólakennara var arfaslök haustið 2013. Í kjölfar verkfalls og verulegra kerfisbreytinga fékk stéttin launaleiðréttingu vorið 2014 og hækkanir fram á árið 2017 sem einhverjir hafa séð ofsjónum yfir og hafa talið falla utan þess ramma sem „Salek-samkomulagið“ leyfir (rammasamkomulag um launaþróun). En ef við fylgjum fordæmi kjararáðs og metum launaþróun aftur til ársins 2006 liggur fyrir að enn þarf að leiðrétta laun framhaldsskólakennara, svo mjög höfðu þau dregist aftur úr viðmiðunarhópum stéttarinnar. Ríkisstjórn Íslands hlýtur núna að standa við bakið á okkur, því eigi athafnir að fylgja orðum væri eðlilegt framhald fagurra fyrirheita um viðurkenningu kennarastarfsins að leiðrétta laun framhaldsskólakennara og gera samkeppnishæf. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun