Hætt við flugelda á þrettándagleði eftir trylling á nýársnótt Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. janúar 2018 09:15 Stjörnuljós verða að duga á þrettándabrennu Kjósarhrepps. vísir/anton brink „Það varð allt vitlaust hér eftir gamlárskvöld,“ segir Sigríður Klara Árnadóttir, hitaveitustjóri í Kjós, þar sem hreppurinn hefur ákveðið að breyta út af venjunni og vera ekki með flugeldasýningu á þrettándafagnaði á laugardaginn. Sigríður segir fjölmenni hafa verið í sumarhúsum við Meðalfellsvatn þegar nýja árið gekk í garð, bæði Íslendingar og ferðamenn í Airbnb-gistingu. Ekki gerðu sér allir grein fyrir áhrifum háværra sprenginga á dýrin á svæðinu. „Það voru hross hér í haga sem urðu tryllt og fólk var á nýársdag að leita að hestum úti um allt og hundarnir voru alveg skjálfandi,“ segir Sigríður. Hrossin hafi hlaupið undan mestu skothríðinni austur í átt að Þingvöllum. „Það er ferlegt þegar þau eru komin á veginn. Það bjargaði reyndar að það var tunglsljós svo það var enginn sem keyrði á hross þótt það hafi næstum því gerst.“ Þrettándagleði Kjósverja fer þannig fram að fólk er hvatt til að koma með afganginn af jólamatnum að Félagsgarði og leggja með sér á sameiginlegt veisluborð. Kveikt verður í stórri brennu. „Svo eru stjörnuljós líka velkomin,“ tekur Sigríður fram. Þá eru veislugestir hvattir til að lífga upp á gleðina með því að koma klæddir sem álfakóngar og -drottningar eða púkar og vættir. Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Funda aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
„Það varð allt vitlaust hér eftir gamlárskvöld,“ segir Sigríður Klara Árnadóttir, hitaveitustjóri í Kjós, þar sem hreppurinn hefur ákveðið að breyta út af venjunni og vera ekki með flugeldasýningu á þrettándafagnaði á laugardaginn. Sigríður segir fjölmenni hafa verið í sumarhúsum við Meðalfellsvatn þegar nýja árið gekk í garð, bæði Íslendingar og ferðamenn í Airbnb-gistingu. Ekki gerðu sér allir grein fyrir áhrifum háværra sprenginga á dýrin á svæðinu. „Það voru hross hér í haga sem urðu tryllt og fólk var á nýársdag að leita að hestum úti um allt og hundarnir voru alveg skjálfandi,“ segir Sigríður. Hrossin hafi hlaupið undan mestu skothríðinni austur í átt að Þingvöllum. „Það er ferlegt þegar þau eru komin á veginn. Það bjargaði reyndar að það var tunglsljós svo það var enginn sem keyrði á hross þótt það hafi næstum því gerst.“ Þrettándagleði Kjósverja fer þannig fram að fólk er hvatt til að koma með afganginn af jólamatnum að Félagsgarði og leggja með sér á sameiginlegt veisluborð. Kveikt verður í stórri brennu. „Svo eru stjörnuljós líka velkomin,“ tekur Sigríður fram. Þá eru veislugestir hvattir til að lífga upp á gleðina með því að koma klæddir sem álfakóngar og -drottningar eða púkar og vættir.
Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Funda aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira