Ásmundur hyggst ganga Suðurkjördæmi enda á milli Ingvar Þór Björnsson skrifar 2. janúar 2018 14:44 Ásmundur Friðriksson gekk fyrsta áfangann í gær. Vísir/Pjetur Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur strengt það áramótaheit að ganga Suðurkjördæmi enda á milli. Segir hann að hann hafi markvisst undirbúið sig til þess að geta látið drauminn rætast og telur sig nú tilbúinn í verkefnið.„Ef maður ætlar að borða fíl þá getur maður ekki gleypt hann“Í samtali við Vísi segir Ásmundur að hann ætli að ganga leiðina í áföngum en leiðin er um sjö hundruð kílómetra löng. „Ég byrjaði í gær og gekk tuttugu kílómetra. Ég ætla ekkert að taka þetta í einum rykk. Ég hef ekki tíma í það,“ segir hann. „Ef maður ætlar að borða fíl þá getur maður ekki gleypt hann. Það þarf að borða hann í nokkrum bitum og ég ætla að borða hann í svona þrjátíu til þrjátíu og fimm bitum.“ Gekk hann fyrsta áfangann, frá Hvolsvelli að Vegamótum við Landsveg, í gær. Markmið göngunnar er fyrst og fremst að hafa gaman af henni og njóta útiverunnar. „Ég ætla að gefa mér ár í þetta en reikna með að vera búinn að þessu snemma í sumar. Ég vonast til að fá gleði og ánægju út úr þessu. Það er eina hugsunin,“ segir hann. Þeir sem vilja ganga með hafi sambandÁsmundur segir að allir séu velkomnir að taka gönguna eða áfanga hennar með honum. Þeir sem vilja taka þátt hafi samband við hann. „Já það eru allir velkomnir. Það eru strax tíu manns búnir að sækjast eftir því að fara með mér,“ segir hann. Hann gerir ráð fyrir að ganga óhefðbundnar leiðir, ganga ekki þjóðveginn og vera helst á stígum sem eru utan alfaraleiðar. Aðspurður hvort ekki hafi staðið til að ganga Suðurkjördæmi fyrir síðustu kosningar og nýta gönguna til að heilsa upp á kjósendur segir hann að ef til vill hefði það verið sniðugt. Þessi ganga sé þó fyrst og fremst með ánægju og gleði fyrir augum.„Þrátt fyrir að ég sé þéttur á velli þá er ég bara feitur í formi.“Ásmundur segist hafa gengið mjög stíft síðustu ár. „Ég setti upp prógramm í lok sumars og hef verið að ganga mjög stíft. Ég geng snemma en ég legg yfirleitt af stað korter yfir fimm á morgnanna,“ segir hann. „Þrátt fyrir að ég sé þéttur á velli þá er ég bara feitur í formi,“ segir þingmaðurinn. „Ég er búinn að vera með tvö gervihné í fótunum síðan árið 2000 svo ég þurfti að byrja að ganga upp á nýtt eftir það. Þá fékk ég bakteríuna fyrir göngunni,“ segir hann en hann bendir á að það verði bras að láta skutla sér og sækja sig í göngurnar. „Ég ætla ekki að fara að liggja úti í pokum og eitthvað svoleiðis.“ Þá vonast hann til að árið í ár verði ár árangurs og að hann verði betri maður með hverjum degi. Alþingi Stj.mál Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur strengt það áramótaheit að ganga Suðurkjördæmi enda á milli. Segir hann að hann hafi markvisst undirbúið sig til þess að geta látið drauminn rætast og telur sig nú tilbúinn í verkefnið.„Ef maður ætlar að borða fíl þá getur maður ekki gleypt hann“Í samtali við Vísi segir Ásmundur að hann ætli að ganga leiðina í áföngum en leiðin er um sjö hundruð kílómetra löng. „Ég byrjaði í gær og gekk tuttugu kílómetra. Ég ætla ekkert að taka þetta í einum rykk. Ég hef ekki tíma í það,“ segir hann. „Ef maður ætlar að borða fíl þá getur maður ekki gleypt hann. Það þarf að borða hann í nokkrum bitum og ég ætla að borða hann í svona þrjátíu til þrjátíu og fimm bitum.“ Gekk hann fyrsta áfangann, frá Hvolsvelli að Vegamótum við Landsveg, í gær. Markmið göngunnar er fyrst og fremst að hafa gaman af henni og njóta útiverunnar. „Ég ætla að gefa mér ár í þetta en reikna með að vera búinn að þessu snemma í sumar. Ég vonast til að fá gleði og ánægju út úr þessu. Það er eina hugsunin,“ segir hann. Þeir sem vilja ganga með hafi sambandÁsmundur segir að allir séu velkomnir að taka gönguna eða áfanga hennar með honum. Þeir sem vilja taka þátt hafi samband við hann. „Já það eru allir velkomnir. Það eru strax tíu manns búnir að sækjast eftir því að fara með mér,“ segir hann. Hann gerir ráð fyrir að ganga óhefðbundnar leiðir, ganga ekki þjóðveginn og vera helst á stígum sem eru utan alfaraleiðar. Aðspurður hvort ekki hafi staðið til að ganga Suðurkjördæmi fyrir síðustu kosningar og nýta gönguna til að heilsa upp á kjósendur segir hann að ef til vill hefði það verið sniðugt. Þessi ganga sé þó fyrst og fremst með ánægju og gleði fyrir augum.„Þrátt fyrir að ég sé þéttur á velli þá er ég bara feitur í formi.“Ásmundur segist hafa gengið mjög stíft síðustu ár. „Ég setti upp prógramm í lok sumars og hef verið að ganga mjög stíft. Ég geng snemma en ég legg yfirleitt af stað korter yfir fimm á morgnanna,“ segir hann. „Þrátt fyrir að ég sé þéttur á velli þá er ég bara feitur í formi,“ segir þingmaðurinn. „Ég er búinn að vera með tvö gervihné í fótunum síðan árið 2000 svo ég þurfti að byrja að ganga upp á nýtt eftir það. Þá fékk ég bakteríuna fyrir göngunni,“ segir hann en hann bendir á að það verði bras að láta skutla sér og sækja sig í göngurnar. „Ég ætla ekki að fara að liggja úti í pokum og eitthvað svoleiðis.“ Þá vonast hann til að árið í ár verði ár árangurs og að hann verði betri maður með hverjum degi.
Alþingi Stj.mál Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent