Subway greiði þrotabúi fimmtán milljónir Daníel Freyr Birkisson skrifar 2. janúar 2018 14:18 Félagið Stjarnan rekur Subway-matsölustaðina hér á landi. Vísir/GVA Stjarnan, félag sem á og rekur matsölustaði Subway hér á landi, hefur verið dæmt til þess að greiða þrotabúi EK1923, áður Eggert Kristjánsson hf., tæpar fimmtán milljónir kr. en dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. Um leið rifti héraðsdómur framsali á kröfu á hendur íslenska ríkinu vegna ofgreiðslu gjalda til ríkissjóðs í tengslum við úthlutun á tollkvótum með útboði árin 2014-2015 til Stjörnunnar. Meginstarfsemi EK1923, sem áður hét Eggert Kristjánsson hf., fólst í innflutningi matar- og hreinlætisvara. Árið 2014 keypti fyrirtækið lager Sólstjörnunnar sem sá um innkaup, lagerhald og dreifingu fyrir Stjörnuna, rekstrarfélag Subway, sem er í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar. Með því komst á viðvarandi viðskiptasamband milli EK1923 og Stjörnunnar og voru í framhaldi þess gerð drög að þjónustusamningi haustið 2015. Samkvæmt drögunum átti Stjarnan að greiða EK1923 10 prósent álag á þær vörur sem keyptar voru inn og síðar 12,5 prósent. Innflutningskvótarnir sem Eggert Kristjánsson fór eftir reyndust ólöglegir og var íslenska ríkinu því send rukkun af hálfu fyrirtækisins en beðið var að upphæðin yrði lögð á reikning Stjörnunnar. Segir í dómnum að það hafi verið gert samkvæmt samkomulagi sem komist var að nokkrum mánuðum áður en Eggert Kristjánsson var tekið til gjaldþrotaskipta.Dæmi um óvenjulegan greiðslueyriVar fyrir dómi farið fram á riftun þessa framsals á endurkröfu búsins til Stjörnunnar vegna ofgreiðslu gjalda til ríkissjóðs sem námu tæpum 25 milljónum króna. Fól aðalkrafa þrotabúsins í sér að Stjörnunni yrði gert að greiða þessar tæplega 25 milljónir auk fimmtán milljóna til vara. Krafðist Stjarnan sýknu af öllum kröfum og að þrotabúið greiddi málskostnað félagsins. Þrotabú EK1923 byggði riftunarkröfu sína á því að framsal kröfunnar á hendur Stjörnunnar hafi verið gjafagerningur til hagsbóta fyrir Stjörnuna í skilningi laga um gjaldþrotaskipti. Á þetta var ekki fallist fyrir dómi. Dómurinn féllst hins vegar á kröfu búsins um að það að láta þriðja aðila greiða einu félagi fyrir hönd annars væri dæmi um óvenjulegan greiðslueyri og að greiðslan hafi ekki virst venjuleg eftir atvikum. Því var fallist á riftunarkröfu stefnanda. Héraðsdómur féllst á varakröfu stefnanda og er Stjörnunni því gert að greiða 14.670.838 kr. í þeirra hendur auk einnar milljónar í málskostnað. Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Stjarnan, félag sem á og rekur matsölustaði Subway hér á landi, hefur verið dæmt til þess að greiða þrotabúi EK1923, áður Eggert Kristjánsson hf., tæpar fimmtán milljónir kr. en dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. Um leið rifti héraðsdómur framsali á kröfu á hendur íslenska ríkinu vegna ofgreiðslu gjalda til ríkissjóðs í tengslum við úthlutun á tollkvótum með útboði árin 2014-2015 til Stjörnunnar. Meginstarfsemi EK1923, sem áður hét Eggert Kristjánsson hf., fólst í innflutningi matar- og hreinlætisvara. Árið 2014 keypti fyrirtækið lager Sólstjörnunnar sem sá um innkaup, lagerhald og dreifingu fyrir Stjörnuna, rekstrarfélag Subway, sem er í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar. Með því komst á viðvarandi viðskiptasamband milli EK1923 og Stjörnunnar og voru í framhaldi þess gerð drög að þjónustusamningi haustið 2015. Samkvæmt drögunum átti Stjarnan að greiða EK1923 10 prósent álag á þær vörur sem keyptar voru inn og síðar 12,5 prósent. Innflutningskvótarnir sem Eggert Kristjánsson fór eftir reyndust ólöglegir og var íslenska ríkinu því send rukkun af hálfu fyrirtækisins en beðið var að upphæðin yrði lögð á reikning Stjörnunnar. Segir í dómnum að það hafi verið gert samkvæmt samkomulagi sem komist var að nokkrum mánuðum áður en Eggert Kristjánsson var tekið til gjaldþrotaskipta.Dæmi um óvenjulegan greiðslueyriVar fyrir dómi farið fram á riftun þessa framsals á endurkröfu búsins til Stjörnunnar vegna ofgreiðslu gjalda til ríkissjóðs sem námu tæpum 25 milljónum króna. Fól aðalkrafa þrotabúsins í sér að Stjörnunni yrði gert að greiða þessar tæplega 25 milljónir auk fimmtán milljóna til vara. Krafðist Stjarnan sýknu af öllum kröfum og að þrotabúið greiddi málskostnað félagsins. Þrotabú EK1923 byggði riftunarkröfu sína á því að framsal kröfunnar á hendur Stjörnunnar hafi verið gjafagerningur til hagsbóta fyrir Stjörnuna í skilningi laga um gjaldþrotaskipti. Á þetta var ekki fallist fyrir dómi. Dómurinn féllst hins vegar á kröfu búsins um að það að láta þriðja aðila greiða einu félagi fyrir hönd annars væri dæmi um óvenjulegan greiðslueyri og að greiðslan hafi ekki virst venjuleg eftir atvikum. Því var fallist á riftunarkröfu stefnanda. Héraðsdómur féllst á varakröfu stefnanda og er Stjörnunni því gert að greiða 14.670.838 kr. í þeirra hendur auk einnar milljónar í málskostnað.
Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira