Höfuðhögg frekar en heilahristingur sem valda heilakvilla Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2018 11:33 Ítrekuð höfuðhögg geta leitt til heilahrörnunarsjúkdómsins CTE. Hann hefur dregið ruðningsmenn í Bandaríkjunum til dauða. Vísir/Getty Bandarískir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að það séu höfuðhögg frekar en heilahristingur sem orsaka svonefndan heilakvilla sem hrjáir suma ruðningsleikmenn, knattspyrnumenn og aðrir íþróttamenn sem verða fyrir ítrekuðum höggum á ferlinum. Mikið hefur verið rætt um svonefndan CTE-heilakvilla í tengslum við bandarísku ruðningsíþróttina. Ruðningsmenn hafa látist fyrir aldur fram vegna taugahrörnunar sem tengd hefur verið við höfuðhögg. Í fyrstu var talið líklegt að heilahristingur ylli kvillanum. Einkenni CTE geta verið minnistap, kvíði, þunglyndi, aukin árásarhneigð og erfiðleikar með að stjórna hvötum, sjálfsvígshugsanir og vitglöp. NFL-ruðningsdeildin í Bandaríkjunum hefur verið sökuð um að fela áhrif höfuðhögga á leikmenn og neyddist til að greiða þúsundum þeirra milljarða dollara. Ný rannsókn vísindamanna læknaskóla Boston-háskóla leiðir hins vegar annað í ljós. Höfuðhöggin séu orsakavaldurinn. „Heilahristingurinn skiptir í raun engu til að kveikja CTE. Það er raunverulega höggið sem telur,“ segir Lee Goldstein, aðstoðarprófessor við skólann og einn höfunda rannsóknarinnar, við Washington Post.Halda áfram eftir vægari höfuðhöggGoldstein telur niðurstöðurnar skýra hvers vegna fimmtungur íþróttamanna sem þjást af CTE hefur aldrei verið greindur með heilahristing. Áherslan á heilahristing verði til þess að litið sé fram hjá skaðanum sem þeir sem fá ítrekuð vægari höfuðhögg verði fyrir. „Það eru margir leikmenn sem verða fyrir höggi, slasast og fá ekki hjálp vegna þess að það er ljóst að höggin hafi ekki náð alvarleika heilahristings. Heilinn á þeim er ekki í góðu ástandi og þeir halda áfram og fá annað högg og enn annað,“ segir Goldstein. Það eru ekki aðeins íþróttamenn og hermenn sem eru í hættu af þessum sökum að mati Goldstein heldur fólk almennt, ekki síst fórnarlömb heimilisofbeldis, fangar og heimilislausir. NFL Tengdar fréttir UEFA rannsakar tengsl á milli fótbolta og heilabilunar Eins og Vísir greindi frá í gær þá hafa fundist vísbendingar um að knattspyrnumenn sem skalla boltann mikið geti glímt við heilabilun síðar um ævina. 16. febrúar 2017 15:45 Heilaskaði algengur meðal NFL-leikmanna Ný rannsókn gefur til kynna að fjölmargir NFL-leikmenn verði fyrir heilaskaða. 26. júlí 2017 23:30 Yfirvöld staðfesta sjálfsvíg | Heili Hernandez gefinn til rannsóknar Yfirvöld í Massachusettes-fylki hafa staðfest að ekki sé vafi á því að Aaron Hernandez hafi svipt sig lífi. Lögfræðingar hans höfðu lýst yfir efasemdum um að það væri satt. 21. apríl 2017 15:45 NFL-leikmaður glímir við minnistap Leikmenn í NFL-deildinni eiga það á hættu að glíma við margskonar vandamál er ferli þeirra lýkur þar sem íþróttin er það hörð og fáir labba óskaddaðir út um dyrnar hjá deildinni. 27. apríl 2017 16:30 Ætlar að gefa heilann til rannsókna Fyrrum NFL-leikmaðurinn Warren Sapp tilkynnti í gær að hann myndi gefa heilann sinn til rannsókna er hann deyr. Hann óttast að vera með CTE. 21. júní 2017 20:15 Heili Hernandez var illa skaddaður Rannsóknir á heila morðingjans Aaron Hernandez, fyrrum leikmanni New England Patriots, hafa leitt í ljós miklar skemmdir á heilanum. Hann var með CTE eins og svo margir aðrir leikmenn deildarinnar. 21. september 2017 21:30 Knattspyrnumenn geta orðið fyrir sama heilaskaða og leikmenn í NFL Í fyrsta sinn er búið að gera rannsókn á því hvort að knattspyrnumenn geti orðið fyrir heilaskaða af því að skalla boltann í áratugi. 15. febrúar 2017 10:45 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Bandarískir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að það séu höfuðhögg frekar en heilahristingur sem orsaka svonefndan heilakvilla sem hrjáir suma ruðningsleikmenn, knattspyrnumenn og aðrir íþróttamenn sem verða fyrir ítrekuðum höggum á ferlinum. Mikið hefur verið rætt um svonefndan CTE-heilakvilla í tengslum við bandarísku ruðningsíþróttina. Ruðningsmenn hafa látist fyrir aldur fram vegna taugahrörnunar sem tengd hefur verið við höfuðhögg. Í fyrstu var talið líklegt að heilahristingur ylli kvillanum. Einkenni CTE geta verið minnistap, kvíði, þunglyndi, aukin árásarhneigð og erfiðleikar með að stjórna hvötum, sjálfsvígshugsanir og vitglöp. NFL-ruðningsdeildin í Bandaríkjunum hefur verið sökuð um að fela áhrif höfuðhögga á leikmenn og neyddist til að greiða þúsundum þeirra milljarða dollara. Ný rannsókn vísindamanna læknaskóla Boston-háskóla leiðir hins vegar annað í ljós. Höfuðhöggin séu orsakavaldurinn. „Heilahristingurinn skiptir í raun engu til að kveikja CTE. Það er raunverulega höggið sem telur,“ segir Lee Goldstein, aðstoðarprófessor við skólann og einn höfunda rannsóknarinnar, við Washington Post.Halda áfram eftir vægari höfuðhöggGoldstein telur niðurstöðurnar skýra hvers vegna fimmtungur íþróttamanna sem þjást af CTE hefur aldrei verið greindur með heilahristing. Áherslan á heilahristing verði til þess að litið sé fram hjá skaðanum sem þeir sem fá ítrekuð vægari höfuðhögg verði fyrir. „Það eru margir leikmenn sem verða fyrir höggi, slasast og fá ekki hjálp vegna þess að það er ljóst að höggin hafi ekki náð alvarleika heilahristings. Heilinn á þeim er ekki í góðu ástandi og þeir halda áfram og fá annað högg og enn annað,“ segir Goldstein. Það eru ekki aðeins íþróttamenn og hermenn sem eru í hættu af þessum sökum að mati Goldstein heldur fólk almennt, ekki síst fórnarlömb heimilisofbeldis, fangar og heimilislausir.
NFL Tengdar fréttir UEFA rannsakar tengsl á milli fótbolta og heilabilunar Eins og Vísir greindi frá í gær þá hafa fundist vísbendingar um að knattspyrnumenn sem skalla boltann mikið geti glímt við heilabilun síðar um ævina. 16. febrúar 2017 15:45 Heilaskaði algengur meðal NFL-leikmanna Ný rannsókn gefur til kynna að fjölmargir NFL-leikmenn verði fyrir heilaskaða. 26. júlí 2017 23:30 Yfirvöld staðfesta sjálfsvíg | Heili Hernandez gefinn til rannsóknar Yfirvöld í Massachusettes-fylki hafa staðfest að ekki sé vafi á því að Aaron Hernandez hafi svipt sig lífi. Lögfræðingar hans höfðu lýst yfir efasemdum um að það væri satt. 21. apríl 2017 15:45 NFL-leikmaður glímir við minnistap Leikmenn í NFL-deildinni eiga það á hættu að glíma við margskonar vandamál er ferli þeirra lýkur þar sem íþróttin er það hörð og fáir labba óskaddaðir út um dyrnar hjá deildinni. 27. apríl 2017 16:30 Ætlar að gefa heilann til rannsókna Fyrrum NFL-leikmaðurinn Warren Sapp tilkynnti í gær að hann myndi gefa heilann sinn til rannsókna er hann deyr. Hann óttast að vera með CTE. 21. júní 2017 20:15 Heili Hernandez var illa skaddaður Rannsóknir á heila morðingjans Aaron Hernandez, fyrrum leikmanni New England Patriots, hafa leitt í ljós miklar skemmdir á heilanum. Hann var með CTE eins og svo margir aðrir leikmenn deildarinnar. 21. september 2017 21:30 Knattspyrnumenn geta orðið fyrir sama heilaskaða og leikmenn í NFL Í fyrsta sinn er búið að gera rannsókn á því hvort að knattspyrnumenn geti orðið fyrir heilaskaða af því að skalla boltann í áratugi. 15. febrúar 2017 10:45 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
UEFA rannsakar tengsl á milli fótbolta og heilabilunar Eins og Vísir greindi frá í gær þá hafa fundist vísbendingar um að knattspyrnumenn sem skalla boltann mikið geti glímt við heilabilun síðar um ævina. 16. febrúar 2017 15:45
Heilaskaði algengur meðal NFL-leikmanna Ný rannsókn gefur til kynna að fjölmargir NFL-leikmenn verði fyrir heilaskaða. 26. júlí 2017 23:30
Yfirvöld staðfesta sjálfsvíg | Heili Hernandez gefinn til rannsóknar Yfirvöld í Massachusettes-fylki hafa staðfest að ekki sé vafi á því að Aaron Hernandez hafi svipt sig lífi. Lögfræðingar hans höfðu lýst yfir efasemdum um að það væri satt. 21. apríl 2017 15:45
NFL-leikmaður glímir við minnistap Leikmenn í NFL-deildinni eiga það á hættu að glíma við margskonar vandamál er ferli þeirra lýkur þar sem íþróttin er það hörð og fáir labba óskaddaðir út um dyrnar hjá deildinni. 27. apríl 2017 16:30
Ætlar að gefa heilann til rannsókna Fyrrum NFL-leikmaðurinn Warren Sapp tilkynnti í gær að hann myndi gefa heilann sinn til rannsókna er hann deyr. Hann óttast að vera með CTE. 21. júní 2017 20:15
Heili Hernandez var illa skaddaður Rannsóknir á heila morðingjans Aaron Hernandez, fyrrum leikmanni New England Patriots, hafa leitt í ljós miklar skemmdir á heilanum. Hann var með CTE eins og svo margir aðrir leikmenn deildarinnar. 21. september 2017 21:30
Knattspyrnumenn geta orðið fyrir sama heilaskaða og leikmenn í NFL Í fyrsta sinn er búið að gera rannsókn á því hvort að knattspyrnumenn geti orðið fyrir heilaskaða af því að skalla boltann í áratugi. 15. febrúar 2017 10:45