Skjátími, kvíði og hættur á Netinu Kolbrún Baldursdóttir skrifar 19. janúar 2018 10:02 Langflestir unglingar verja umtalsverðum tíma á samfélagsmiðlum í gegnum farsíma sína. Flestir foreldrar fylgjast vel með tölvu- og netnotkun barna sinna, að skjátími sé við hæfi og efnið í samræmi við aldur og þroska. Einhverjir foreldrar láta hvort tveggja afskipt, að hluta til eða öllu leyti. Færst hefur í aukana að börn niður í átta ára gömul hafi óheftan og stundum eftirlitslausan aðgang að Neti. Undanfarin misseri hafa kvartanir unglinga yfir kvíða aukist. Þegar leitað er orsaka kemur oft í ljós að tölvu/síma- og netnotkun þessara barna er mikil og jafnvel fram á nótt. Börn sem fá ekki nægan svefn eru verr í stakk búin til að mæta verkefnum og kröfum daglegs lífs. Þreyta og of lítill svefn eru áhættuþættir. Margt af því sem börn gera í tölvu getur auðveldlega valdið spennu, streitu og pirringi. Má þar fyrst nefna tölvuleiki. Í verstu tilfellum stjórnar gengi barnsins í tölvuleiknum líðan þess. Gangi illa í leiknum verður barnið reitt og pirrað en gangi vel er barnið glatt og kátt. Tölvuleikir og skjánotkun hafa oft mikið aðdráttarafl og þegar barnið er ekki við tölvuna myndast stundum óþreyja og pirringur. Aðrir hlutir daglegs lífs verða grámyglulegir í augum barns sem upplifir mestu skemmtunina vera í tölvunni. Óhófleg og stundum stjórnlaus tölvunotkun getur auðveldlega dregið úr áhuga barns á námi og skólaástundun, jafnvel tómstundum og samvera með fjölskyldu og vinum minnkar. Hætta er á að barnið einangrist frá vinum og félögum sínum. Sýnt hefur verið fram á að auknar líkur eru á kvíða, streitu og pirringi og jafnvel þunglyndi hjá börnum í tengslum við tölvunotkun þeirra og er þá átt við tölvuleiki, samfélagsmiðla og myndbönd. Hóflegur tími í tölvu, sem dæmi einn tími á dag, hefur lítil sem engin áhrif á líðan barns samkvæmt rannsóknarniðurstöðum. Um leið og tíminn lengist aukast líkur á vanlíðan. Barn sem eyðir fimm tímum á dag í tölvu er í mikilli áhættu með að þróa með sér kvíðatengd vandamál. Í þeim tilfellum sem foreldrar sjálfir nefna of mikla tölvunotkun og ónógan svefn sem hluta af kvíðavandanum eru börnin ekki endilega sammála og því ekki alltaf fús til að draga úr notkuninni. Mótvægisaðgerðir til verndar Það er reynsla mín að þegar foreldrum er veitt ráðgjöf taka þeir henni vel og þiggja gjarnan leiðbeiningar. Stundum má skynja vanmátt þeirra sérstaklega ef barnið hefur lengi haft óheftan og jafnvel eftirlitslausan aðgang að tölvu/neti. Í þeim tilfellum treysta foreldrar sér stundum ekki til að setja reglur af ótta við að barnið bregðist illa við því. Sumir foreldrar óttast jafnvel að unglingar þeirra munu bregðast við með ofsa, eigi að fara að setja þeim mörk hvað varðar skjá- og netnotkun. Það gæti því verið mjög hjálplegt ef skólinn hefði fræðslu sem þessa á sinni könnu. Foreldrum yrði þá veittar leiðbeiningar og ráðgjöf um reglur og stuðning til að viðhalda reglunum. Börnunum er kennt að umgangast Netið af varúð, vanda tjáskipti sín á samfélagsmiðlum og varast allar myndsendingar sem geta valdið misskilningi eða sárindum. Foreldrar eru hvattir til að setja viðeigandi mörk og setja reglur um tölvunotkun um leið og barnið kemst á þann aldur að fara að nota tölvu/síma. Reglurnar þurfa að vera í samræmi við aldur og þroska barnsins og taka mið af gengi þess í skólanum og félagsþroska. Einnig eru foreldrar ávallt hvattir til að ræða við börnin sín um hvernig umgangast skal Netið og samfélagsmiðla. Klám og barnaníðingar á Netinu Á netinu leynist hættulegt efni. Þar er einnig að finna hættulegt fólk sem hefur þann ásetning að misnota börn. Hægt er að fara ýmsar leiðir til að vernda börn gegn óæskilegu efni á Netinu. Netvarar eru tæki sem útiloka slíkt efni og koma þannig í veg fyrir að börn villist þangað sem þau eiga ekki erindi. Hvað sem því líður eru foreldrar í bestu stöðunni til að fræða börn sín um Netið og þeir einu sem eiga þess kost að fylgjast með netnotkun barna sinna frá degi til dags. Upplýst barn á aukna möguleika á að greina atferli og framkomu, hvað sé innan eðlilegra marka og hvað ekki. Barn sem fengið hefur tilheyrandi fræðslu þekkir frekar birtingarmyndir þess sem er óviðeigandi og skaðlegt og að það skuli leita til foreldra sinna fái það óviðeigandi tilboð eða athugasemdir á Netinu. Netið er orðið hluti af lífi okkar flestra og fæstir geta hugsað sér tilveruna án þess. Á Netinu er mikill fjölbreytileiki; fegurð, ljótleiki, gleði, sorg og allt þar á milli. Gott er að líkja Neti við stórborg. Um þessa stórborg, eins og aðra, þarf leiðsögn og eftirlit. Við myndum ekki sleppa hendinni af barni í stórborg og sama gildir um Netið. Með fræðslu og eftirliti geta börnin glöð nýtt Netið til góðs og umfram allt umgengist það án þess að skaðast.Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Langflestir unglingar verja umtalsverðum tíma á samfélagsmiðlum í gegnum farsíma sína. Flestir foreldrar fylgjast vel með tölvu- og netnotkun barna sinna, að skjátími sé við hæfi og efnið í samræmi við aldur og þroska. Einhverjir foreldrar láta hvort tveggja afskipt, að hluta til eða öllu leyti. Færst hefur í aukana að börn niður í átta ára gömul hafi óheftan og stundum eftirlitslausan aðgang að Neti. Undanfarin misseri hafa kvartanir unglinga yfir kvíða aukist. Þegar leitað er orsaka kemur oft í ljós að tölvu/síma- og netnotkun þessara barna er mikil og jafnvel fram á nótt. Börn sem fá ekki nægan svefn eru verr í stakk búin til að mæta verkefnum og kröfum daglegs lífs. Þreyta og of lítill svefn eru áhættuþættir. Margt af því sem börn gera í tölvu getur auðveldlega valdið spennu, streitu og pirringi. Má þar fyrst nefna tölvuleiki. Í verstu tilfellum stjórnar gengi barnsins í tölvuleiknum líðan þess. Gangi illa í leiknum verður barnið reitt og pirrað en gangi vel er barnið glatt og kátt. Tölvuleikir og skjánotkun hafa oft mikið aðdráttarafl og þegar barnið er ekki við tölvuna myndast stundum óþreyja og pirringur. Aðrir hlutir daglegs lífs verða grámyglulegir í augum barns sem upplifir mestu skemmtunina vera í tölvunni. Óhófleg og stundum stjórnlaus tölvunotkun getur auðveldlega dregið úr áhuga barns á námi og skólaástundun, jafnvel tómstundum og samvera með fjölskyldu og vinum minnkar. Hætta er á að barnið einangrist frá vinum og félögum sínum. Sýnt hefur verið fram á að auknar líkur eru á kvíða, streitu og pirringi og jafnvel þunglyndi hjá börnum í tengslum við tölvunotkun þeirra og er þá átt við tölvuleiki, samfélagsmiðla og myndbönd. Hóflegur tími í tölvu, sem dæmi einn tími á dag, hefur lítil sem engin áhrif á líðan barns samkvæmt rannsóknarniðurstöðum. Um leið og tíminn lengist aukast líkur á vanlíðan. Barn sem eyðir fimm tímum á dag í tölvu er í mikilli áhættu með að þróa með sér kvíðatengd vandamál. Í þeim tilfellum sem foreldrar sjálfir nefna of mikla tölvunotkun og ónógan svefn sem hluta af kvíðavandanum eru börnin ekki endilega sammála og því ekki alltaf fús til að draga úr notkuninni. Mótvægisaðgerðir til verndar Það er reynsla mín að þegar foreldrum er veitt ráðgjöf taka þeir henni vel og þiggja gjarnan leiðbeiningar. Stundum má skynja vanmátt þeirra sérstaklega ef barnið hefur lengi haft óheftan og jafnvel eftirlitslausan aðgang að tölvu/neti. Í þeim tilfellum treysta foreldrar sér stundum ekki til að setja reglur af ótta við að barnið bregðist illa við því. Sumir foreldrar óttast jafnvel að unglingar þeirra munu bregðast við með ofsa, eigi að fara að setja þeim mörk hvað varðar skjá- og netnotkun. Það gæti því verið mjög hjálplegt ef skólinn hefði fræðslu sem þessa á sinni könnu. Foreldrum yrði þá veittar leiðbeiningar og ráðgjöf um reglur og stuðning til að viðhalda reglunum. Börnunum er kennt að umgangast Netið af varúð, vanda tjáskipti sín á samfélagsmiðlum og varast allar myndsendingar sem geta valdið misskilningi eða sárindum. Foreldrar eru hvattir til að setja viðeigandi mörk og setja reglur um tölvunotkun um leið og barnið kemst á þann aldur að fara að nota tölvu/síma. Reglurnar þurfa að vera í samræmi við aldur og þroska barnsins og taka mið af gengi þess í skólanum og félagsþroska. Einnig eru foreldrar ávallt hvattir til að ræða við börnin sín um hvernig umgangast skal Netið og samfélagsmiðla. Klám og barnaníðingar á Netinu Á netinu leynist hættulegt efni. Þar er einnig að finna hættulegt fólk sem hefur þann ásetning að misnota börn. Hægt er að fara ýmsar leiðir til að vernda börn gegn óæskilegu efni á Netinu. Netvarar eru tæki sem útiloka slíkt efni og koma þannig í veg fyrir að börn villist þangað sem þau eiga ekki erindi. Hvað sem því líður eru foreldrar í bestu stöðunni til að fræða börn sín um Netið og þeir einu sem eiga þess kost að fylgjast með netnotkun barna sinna frá degi til dags. Upplýst barn á aukna möguleika á að greina atferli og framkomu, hvað sé innan eðlilegra marka og hvað ekki. Barn sem fengið hefur tilheyrandi fræðslu þekkir frekar birtingarmyndir þess sem er óviðeigandi og skaðlegt og að það skuli leita til foreldra sinna fái það óviðeigandi tilboð eða athugasemdir á Netinu. Netið er orðið hluti af lífi okkar flestra og fæstir geta hugsað sér tilveruna án þess. Á Netinu er mikill fjölbreytileiki; fegurð, ljótleiki, gleði, sorg og allt þar á milli. Gott er að líkja Neti við stórborg. Um þessa stórborg, eins og aðra, þarf leiðsögn og eftirlit. Við myndum ekki sleppa hendinni af barni í stórborg og sama gildir um Netið. Með fræðslu og eftirliti geta börnin glöð nýtt Netið til góðs og umfram allt umgengist það án þess að skaðast.Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun