Vilja reisa 110 metra útsýnisvita í einkaframkvæmd á Sæbraut Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. janúar 2018 10:15 "Til þess að fólk geti öðlast skilning á loftslaginu þurfum við að endurvekja tengslin milli veðurs og loftslags, loftslags og fólks.“ Mynd/Tvíhorf/Gagarín Reykjavíkurborg hefur nú til skoðunar tilboð frá Reitum fasteignafélagi ehf. um að reistur verði gríðarhár útsýnisturn við Sæbraut. Samkvæmt kynningarefni sem fylgir erindinu og unnið er af margmiðlunarfyrirtækinu Gagarín og Tvíhorfi arkitektum á útsýnisturninn að ná 110 metra yfir sjávarmál. Þar með myndi hann ná jafn hátt og hin 75 metra háa Hallgrímskirkja á Skólavörðuholti. Turn Hallgrímskirkju hefur á undanförnum árum skapað sókninni hundraða milljóna króna tekjur í aðgangseyri, þær námu 238 milljónum á árinu 2016. Það virðist þannig vera eftir talsverðu að slægjast fjárhagslega.„Útsýnismannvirki eru vel þekkt í borgum víða um heim og draga jafnan til sín fjölda fólks sem eftirsóknarverð upplifun,“ segir í erindi Reita. Borgin og Faxaflóahafnir myndu síðan eignast turninn endurgjaldslaust eftir 25 til 30 ár. Sagt er að tekið yrði hóflegt gjald fyrir að fara upp í turninn sem standa eigi undir kostnaði á meðan mannvirkið sé í eigu Reita. „Að því tímabili loknu gera Reitir ráð fyrir að vitinn gæti orðið góð tekjulind fyrir borgina. Sú hugmynd hefur jafnframt komið upp að hluti af aðgangseyri í vitann myndi renna í sjóð sem ætlað væri að mæta kostnaði við hreinsun strandlengjunnar meðfram Reykjavík.“ Í bréfi Reita er vitnað til þess að þegar liggi fyrir tillaga Faxaflóahafna að innsiglingarvita norðan Höfða á upphækkuðum grjótgarði meðfram Sæbraut. Reitir segjast vilja vinna með Reykjavíkurborg og Faxaflóahöfnum að „útvíkkun á hugtaki“ vitans og færa hann ofar. Búin yrði til ný upplifun þar sem sýning og upplýsingaveita sameinist í útsýnis- og fræðsluvita – Veðurvitanum. „Útsýnisvitinn inniheldur og er í raun sýning um eitt helsta hugðarefni Íslendinga – veðrið.“ Þess má geta að í gær skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, undir viljayfirlýsingu um umfangsmestu uppbyggingu á Kringlusvæðinu frá því Kringlan var opnuð 1987. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur nú til skoðunar tilboð frá Reitum fasteignafélagi ehf. um að reistur verði gríðarhár útsýnisturn við Sæbraut. Samkvæmt kynningarefni sem fylgir erindinu og unnið er af margmiðlunarfyrirtækinu Gagarín og Tvíhorfi arkitektum á útsýnisturninn að ná 110 metra yfir sjávarmál. Þar með myndi hann ná jafn hátt og hin 75 metra háa Hallgrímskirkja á Skólavörðuholti. Turn Hallgrímskirkju hefur á undanförnum árum skapað sókninni hundraða milljóna króna tekjur í aðgangseyri, þær námu 238 milljónum á árinu 2016. Það virðist þannig vera eftir talsverðu að slægjast fjárhagslega.„Útsýnismannvirki eru vel þekkt í borgum víða um heim og draga jafnan til sín fjölda fólks sem eftirsóknarverð upplifun,“ segir í erindi Reita. Borgin og Faxaflóahafnir myndu síðan eignast turninn endurgjaldslaust eftir 25 til 30 ár. Sagt er að tekið yrði hóflegt gjald fyrir að fara upp í turninn sem standa eigi undir kostnaði á meðan mannvirkið sé í eigu Reita. „Að því tímabili loknu gera Reitir ráð fyrir að vitinn gæti orðið góð tekjulind fyrir borgina. Sú hugmynd hefur jafnframt komið upp að hluti af aðgangseyri í vitann myndi renna í sjóð sem ætlað væri að mæta kostnaði við hreinsun strandlengjunnar meðfram Reykjavík.“ Í bréfi Reita er vitnað til þess að þegar liggi fyrir tillaga Faxaflóahafna að innsiglingarvita norðan Höfða á upphækkuðum grjótgarði meðfram Sæbraut. Reitir segjast vilja vinna með Reykjavíkurborg og Faxaflóahöfnum að „útvíkkun á hugtaki“ vitans og færa hann ofar. Búin yrði til ný upplifun þar sem sýning og upplýsingaveita sameinist í útsýnis- og fræðsluvita – Veðurvitanum. „Útsýnisvitinn inniheldur og er í raun sýning um eitt helsta hugðarefni Íslendinga – veðrið.“ Þess má geta að í gær skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, undir viljayfirlýsingu um umfangsmestu uppbyggingu á Kringlusvæðinu frá því Kringlan var opnuð 1987.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira