Gummi Steinars: Var Albert Guð sem sagt að kveikja í öllum íslensku framherjunum með þrennunni? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2018 11:00 Albert Guðmundsson. Vísir/Getty Albert Guðmundsson sýndi það í landsleikjunum á móti Indónesíu að hann ætlar sér að komast í heimsmeistaramótshóp íslenska landsliðsins í Rússlandi í sumar. Albert lagði upp fjögur mörk í fyrri leiknum á móti Indónesíu og skoraði síðan þrennu í síðari leiknum. Þetta voru landsleikir númer tvo og þrjú hjá stráknum en hann varð þarna yngsti leikmaðurinn til að skora þrennu fyrir íslenska A-landsliðið. Guðmundur Steinarsson er einn af markahæstu og stoðsendingahæstu leikmönnuum í efstu deildar karla frá upphafi og hann kom með góðan punkt á Twitter í gærkvöldi. Jón Daði Böðvarsson hafði þá skorað þrennu fyrir Reading í enska bikarnum en kvöldið áður hafði Viðar Örn Kjartansson skorað tvö mörk fyrir Maccabi Tel Aviv í ísraelsku deildinni.Var Albert Guð sem sagt að kveikja í öllum íslensku strikerum með þrennunni? Viðar skoraði eftir 10 sek og Jón Daði hendir í þrennu. Loksins barátta um þessa stöðu. Lúxus. — Gummi Steinars (@gummisteinars) January 16, 2018 Viðar Örn skoraði mörkin sín í 3-1 sigri Maccabi Tel Aviv á Maccabi Haifa en fyrra markið hans kom eftir aðeins nokkurra sekúndna leik. Það er ekki hægt að sjá annað en að íslensku framherjarnir hafi svarað frábærri frammistöðu Alberts úti í Indónesíu með frábærri frammistöðu með sínum félagsliðum. Alfreð Finnbogason hefur líka verið að gera frábæra hluti með Augsburg í í Þýskalandi og þá ætlar Kolbeinn Sigþórsson sér að komast aftur á stað eftir langvinn meiðsli. Jón Daði, Viðar og Alfreð máttu ekki taka þátt í landsleikjunum í Indónesíu þar sem landsleikirnir fóru ekki fram á viðurkenndum landsleikjadögum. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig kapphlaup íslensku framherjanna þróast á næstu mánuðum og hverja landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson ákveður síðan að taka með til Rússlands. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Albert sló metið sem Ríkharður var búinn að eiga í 66 ár 66 ár, 6 mánuðir og 16 dagar. Það var tíminn sem Ríkharður Jónsson átti metið yfir að vera yngsti íslenski fótboltamaðurinn til að skora þrennu í A-landsleik. 15. janúar 2018 11:30 Umfjöllun: Indónesía - Ísland 1-4 | Albert lét vita af sér með þrennu Albert Guðmundsson skoraði þrennu fyrir Ísland þegar liðið bar sigurorð af Indónesíu í seinni vináttulandsleik liðanna. 14. janúar 2018 14:15 Sjáðu þrennu Alberts │ Myndbönd Albert Guðmundsson skoraði þrennu fyrir Ísland sem vann 4-1 sigur á Indónesíu í seinni vináttuleik þjóðanna ytra í dag. 14. janúar 2018 14:05 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira
Albert Guðmundsson sýndi það í landsleikjunum á móti Indónesíu að hann ætlar sér að komast í heimsmeistaramótshóp íslenska landsliðsins í Rússlandi í sumar. Albert lagði upp fjögur mörk í fyrri leiknum á móti Indónesíu og skoraði síðan þrennu í síðari leiknum. Þetta voru landsleikir númer tvo og þrjú hjá stráknum en hann varð þarna yngsti leikmaðurinn til að skora þrennu fyrir íslenska A-landsliðið. Guðmundur Steinarsson er einn af markahæstu og stoðsendingahæstu leikmönnuum í efstu deildar karla frá upphafi og hann kom með góðan punkt á Twitter í gærkvöldi. Jón Daði Böðvarsson hafði þá skorað þrennu fyrir Reading í enska bikarnum en kvöldið áður hafði Viðar Örn Kjartansson skorað tvö mörk fyrir Maccabi Tel Aviv í ísraelsku deildinni.Var Albert Guð sem sagt að kveikja í öllum íslensku strikerum með þrennunni? Viðar skoraði eftir 10 sek og Jón Daði hendir í þrennu. Loksins barátta um þessa stöðu. Lúxus. — Gummi Steinars (@gummisteinars) January 16, 2018 Viðar Örn skoraði mörkin sín í 3-1 sigri Maccabi Tel Aviv á Maccabi Haifa en fyrra markið hans kom eftir aðeins nokkurra sekúndna leik. Það er ekki hægt að sjá annað en að íslensku framherjarnir hafi svarað frábærri frammistöðu Alberts úti í Indónesíu með frábærri frammistöðu með sínum félagsliðum. Alfreð Finnbogason hefur líka verið að gera frábæra hluti með Augsburg í í Þýskalandi og þá ætlar Kolbeinn Sigþórsson sér að komast aftur á stað eftir langvinn meiðsli. Jón Daði, Viðar og Alfreð máttu ekki taka þátt í landsleikjunum í Indónesíu þar sem landsleikirnir fóru ekki fram á viðurkenndum landsleikjadögum. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig kapphlaup íslensku framherjanna þróast á næstu mánuðum og hverja landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson ákveður síðan að taka með til Rússlands.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Albert sló metið sem Ríkharður var búinn að eiga í 66 ár 66 ár, 6 mánuðir og 16 dagar. Það var tíminn sem Ríkharður Jónsson átti metið yfir að vera yngsti íslenski fótboltamaðurinn til að skora þrennu í A-landsleik. 15. janúar 2018 11:30 Umfjöllun: Indónesía - Ísland 1-4 | Albert lét vita af sér með þrennu Albert Guðmundsson skoraði þrennu fyrir Ísland þegar liðið bar sigurorð af Indónesíu í seinni vináttulandsleik liðanna. 14. janúar 2018 14:15 Sjáðu þrennu Alberts │ Myndbönd Albert Guðmundsson skoraði þrennu fyrir Ísland sem vann 4-1 sigur á Indónesíu í seinni vináttuleik þjóðanna ytra í dag. 14. janúar 2018 14:05 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira
Albert sló metið sem Ríkharður var búinn að eiga í 66 ár 66 ár, 6 mánuðir og 16 dagar. Það var tíminn sem Ríkharður Jónsson átti metið yfir að vera yngsti íslenski fótboltamaðurinn til að skora þrennu í A-landsleik. 15. janúar 2018 11:30
Umfjöllun: Indónesía - Ísland 1-4 | Albert lét vita af sér með þrennu Albert Guðmundsson skoraði þrennu fyrir Ísland þegar liðið bar sigurorð af Indónesíu í seinni vináttulandsleik liðanna. 14. janúar 2018 14:15
Sjáðu þrennu Alberts │ Myndbönd Albert Guðmundsson skoraði þrennu fyrir Ísland sem vann 4-1 sigur á Indónesíu í seinni vináttuleik þjóðanna ytra í dag. 14. janúar 2018 14:05