Lögfræðingur gagnrýnir aldursgreiningarnar á umsækjendum um alþjóðlega vernd Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. janúar 2018 23:00 Undanfarin tvö ár hafa rúmlega tuttugu aldursgreiningar á tönnum verið gerðar á umsækjendum um alþjóðlega vernd hér á landi. Lögfræðingur hjá Rauða krossinum gagnrýnir aldursgreiningarnar og vill að horfið verði frá slíkum líkamsrannsóknum enda gefi þær oft ónákvæmar niðurstöður. Hér á landi býðst umsækjendum um vernd, sem segjast vera yngri en 18 ára en geta ekki framvísað löglegu skilríki því til staðfestingar, að fara í aldursgreiningu. Þá eru jafnan teknar röntgenmyndir af tönnum og er aldur viðkomandi ákvarðaður í kjölfarið. Að sögn talsmanns umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum tekur Útlendingastofnun oftast ákvörðun um mál viðkomandi í samræmi við niðurstöður tannrannsóknar. „Við teljum í rauninni að hver einasta rannsókn sem fer fram hún geti ekki sagt okkur með vissu hvort að viðkomandi er 17 eða 18 ára gamall. Þegar við erum með unglinga sem eru rúmlega 17 ára þá teljum við að það sé í rauninni ekkert að marka það sem kemur út úr þessu,“ segir Guðríður Lára Þrastardóttir talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum. Hverfa eigi frá líkamsrannsóknum en þær séu í senn ónákvæmar og standist ekki siðferðisleg sjónarmið. Þess í stað ætti að fara fram heildstæðari rannsókn að mati Guðríðar þar sem meðal annars er lagt mat á andlegan þroska viðkomandi. „Þessar tannrannsóknir, þeim er oftast beitt á krakka sem eru að koma frá ríkjum á borð við Írak, Afganistan og Sómalíu en þeir viðmiðunarhópar sem eru lagðir til grundvallar í þessum rannsóknum það eru vestrænir krakkar og unglingar en ekki krakkar frá þessum svæðum.“ Hún segist þekkja dæmi um pilt sem kvaðst vera sautján ára og fjögurra mánaða en samkvæmt niðurstöðu aldursgreiningar hafi hann verið metinn eldri en átján ára. Sú niðurstaða reyndist ekki vera rétt. Samkvæmt gömlu vegabréfi sem lögreglan á Íslandi mat gilt, var pilturinn sannarlega sautján ára og fjögurra mánaða. „En þarna vorum við bara með dæmi svart á hvítu, rannsóknin stóðst ekki.“ Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Undanfarin tvö ár hafa rúmlega tuttugu aldursgreiningar á tönnum verið gerðar á umsækjendum um alþjóðlega vernd hér á landi. Lögfræðingur hjá Rauða krossinum gagnrýnir aldursgreiningarnar og vill að horfið verði frá slíkum líkamsrannsóknum enda gefi þær oft ónákvæmar niðurstöður. Hér á landi býðst umsækjendum um vernd, sem segjast vera yngri en 18 ára en geta ekki framvísað löglegu skilríki því til staðfestingar, að fara í aldursgreiningu. Þá eru jafnan teknar röntgenmyndir af tönnum og er aldur viðkomandi ákvarðaður í kjölfarið. Að sögn talsmanns umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum tekur Útlendingastofnun oftast ákvörðun um mál viðkomandi í samræmi við niðurstöður tannrannsóknar. „Við teljum í rauninni að hver einasta rannsókn sem fer fram hún geti ekki sagt okkur með vissu hvort að viðkomandi er 17 eða 18 ára gamall. Þegar við erum með unglinga sem eru rúmlega 17 ára þá teljum við að það sé í rauninni ekkert að marka það sem kemur út úr þessu,“ segir Guðríður Lára Þrastardóttir talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum. Hverfa eigi frá líkamsrannsóknum en þær séu í senn ónákvæmar og standist ekki siðferðisleg sjónarmið. Þess í stað ætti að fara fram heildstæðari rannsókn að mati Guðríðar þar sem meðal annars er lagt mat á andlegan þroska viðkomandi. „Þessar tannrannsóknir, þeim er oftast beitt á krakka sem eru að koma frá ríkjum á borð við Írak, Afganistan og Sómalíu en þeir viðmiðunarhópar sem eru lagðir til grundvallar í þessum rannsóknum það eru vestrænir krakkar og unglingar en ekki krakkar frá þessum svæðum.“ Hún segist þekkja dæmi um pilt sem kvaðst vera sautján ára og fjögurra mánaða en samkvæmt niðurstöðu aldursgreiningar hafi hann verið metinn eldri en átján ára. Sú niðurstaða reyndist ekki vera rétt. Samkvæmt gömlu vegabréfi sem lögreglan á Íslandi mat gilt, var pilturinn sannarlega sautján ára og fjögurra mánaða. „En þarna vorum við bara með dæmi svart á hvítu, rannsóknin stóðst ekki.“
Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira