Wahlberg gefur launin umdeildu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2018 08:21 Mark Wahlberg og Michelle Williams saman á frumsýningu myndarinnar. vísir/getty Bandaríski leikarinn Mark Wahlberg hefur ákveðið að gefa baráttuhreyfingunni Time's Up þau laun sem hann þáði fyrir þau atriði sem þurfti að taka upp aftur fyrir myndina All the Money in the World. Vakti það mikla athygli í vikunni þegar greint var frá því að Michelle Williams, mótleikkona Wahlberg í myndinni, hafi aðeins þegið þúsund dollara fyrir atriðin sem þurfti að taka upp aftur, á sama tíma og Wahlberg þáði 1,5 milljónir dollara. Taka þurfti upp atriði í myndinni aftur þar sem leikstjórinn, Ridley Scott, rak Kevin Spacey frá verkinu eftir að ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni komu fram fyrir nokkrum mánuðum. Réð Scott Christopher Plummer til þess að taka við hlutverki J. Paul Getty, sem Spacey hafði túlkað, og þurfti því að taka upp allar senur þar sem Getty kom við sögu aftur. Að því er fram kemur á Vox á Williams að hafa verið svo ánægð með þessa ákvörðun að hún hafi lýst sig reiðubúna til þess að taka upp atriðin aftur án endurgjalds en þó þegið þúsund dollara eða lágmarkstaxta. Var launamunurinn fordæmdur af ýmsum Hollywood-stjörnum. Hefur Wahlberg því ákveðið að gefa Time's Up hreyfingunni launin fyrir atriðin og framlagið eyrnarmerkt lögfræðikostnaði sem fellur til vegna baráttu hreyfingarinnar. Williams er ein af stofnendum herferðarinnar Time‘s Up, sem leidd er af 300 konum í skemmtanabransanum í Hollywood, og er ætlað að leiðrétta það valdaójafnvægi sem hefur ríkt þar sem og á almennum vinnumarkaði í Bandaríkjunum. pic.twitter.com/jvGDGVZqPQ— Mark Wahlberg (@mark_wahlberg) January 13, 2018 Bíó og sjónvarp MeToo Mál Kevin Spacey Hollywood Tengdar fréttir Laun Mark Wahlberg 1,5 milljónir dollara en laun Michelle Williams þúsund dollarar USA Today sem greindi frá málinu og hafði eftir þremur mismunandi heimildarmönnum sem þekktu til málsins. 10. janúar 2018 11:30 Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Bandaríski leikarinn Mark Wahlberg hefur ákveðið að gefa baráttuhreyfingunni Time's Up þau laun sem hann þáði fyrir þau atriði sem þurfti að taka upp aftur fyrir myndina All the Money in the World. Vakti það mikla athygli í vikunni þegar greint var frá því að Michelle Williams, mótleikkona Wahlberg í myndinni, hafi aðeins þegið þúsund dollara fyrir atriðin sem þurfti að taka upp aftur, á sama tíma og Wahlberg þáði 1,5 milljónir dollara. Taka þurfti upp atriði í myndinni aftur þar sem leikstjórinn, Ridley Scott, rak Kevin Spacey frá verkinu eftir að ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni komu fram fyrir nokkrum mánuðum. Réð Scott Christopher Plummer til þess að taka við hlutverki J. Paul Getty, sem Spacey hafði túlkað, og þurfti því að taka upp allar senur þar sem Getty kom við sögu aftur. Að því er fram kemur á Vox á Williams að hafa verið svo ánægð með þessa ákvörðun að hún hafi lýst sig reiðubúna til þess að taka upp atriðin aftur án endurgjalds en þó þegið þúsund dollara eða lágmarkstaxta. Var launamunurinn fordæmdur af ýmsum Hollywood-stjörnum. Hefur Wahlberg því ákveðið að gefa Time's Up hreyfingunni launin fyrir atriðin og framlagið eyrnarmerkt lögfræðikostnaði sem fellur til vegna baráttu hreyfingarinnar. Williams er ein af stofnendum herferðarinnar Time‘s Up, sem leidd er af 300 konum í skemmtanabransanum í Hollywood, og er ætlað að leiðrétta það valdaójafnvægi sem hefur ríkt þar sem og á almennum vinnumarkaði í Bandaríkjunum. pic.twitter.com/jvGDGVZqPQ— Mark Wahlberg (@mark_wahlberg) January 13, 2018
Bíó og sjónvarp MeToo Mál Kevin Spacey Hollywood Tengdar fréttir Laun Mark Wahlberg 1,5 milljónir dollara en laun Michelle Williams þúsund dollarar USA Today sem greindi frá málinu og hafði eftir þremur mismunandi heimildarmönnum sem þekktu til málsins. 10. janúar 2018 11:30 Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Laun Mark Wahlberg 1,5 milljónir dollara en laun Michelle Williams þúsund dollarar USA Today sem greindi frá málinu og hafði eftir þremur mismunandi heimildarmönnum sem þekktu til málsins. 10. janúar 2018 11:30