„Það er gaman að sjá þau upp í stúku og svo eftir leikinn. Þau voru mjög ánægð með þetta og núna höldum við bara áfram,“ segir Arnór Þór en talað er um að foreldrar hans færi liðinu gæfu. „Vonandi. Við sjáum til.“
Arnór Þór spilar nú með nýtt númer á bakinu. Hann er kominn í treyju númer 17 sem er sama númer og bróðir hans, Aron Einar, notar í fótboltalandsliðinu.
„Ég var alltaf númer 17 hjá Þór og svo hjá Vali. Ég fékk ekki 17 í landsliðinu því Sverre var í þeirri treyju og ég var ekkert að fara að taka hana af honum.