Neyðarástand hjá foreldrum ungra barna Baldur Guðmundsson skrifar 12. janúar 2018 06:00 Rebekka Júlía Magnúsdóttir ásamt dóttur sinni. vísir/stefán „Þetta veldur mér miklum áhyggjum. Ég hugsa um þetta á hverjum degi,“ segir Rebekka Júlía Magnúsdóttir, íbúi í Laugarnesi, sem ekki kemur dóttur sinni að hjá dagforeldri. Hún hefur frá því á meðgöngunni leitað að dagforeldri en fæðingarorlofi hennar lýkur eftir næsta mánuð. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar er staðan „erfið“. Þangað hringja foreldrar í miklum mæli í þeirri viðleitni sinni að finna dagforeldri. Fram kemur í svari við fyrirspurn til sviðsins að dagforeldrum í Reykjavík hafi fækkað úr 170 í 140 á tveimur árum. Erfiðleikar við mönnun á leikskólum borgarinnar hefur tafið fyrir inntöku barna á leikskóla og það ýfi upp vandann. Því eru afar fá, ef einhver, pláss laus. Til að freista þess að leggja mat á umfang vandans stofnaði Rebekka á miðvikudag Facebook-hópinn Foreldrar sem fá ekki pláss hjá dagforeldrum fyrir börnin sín. Eftir einn dag voru meðlimirnir orðnir ríflega þrjú hundruð talsins og að hennar sögn eru allir í sömu sporum. „Hvað á allt þetta fólk að gera?“ spyr hún. Óhætt er að segja að um neyðarástand sé að ræða. Rebekka segir að ómögulegt sé að komast að nema þekkja til einhvers. Það sé dagforeldrum í sjálfsvald sett hvaða börn þau taki inn. „Ég er búin að hringja út um allt og taldi mig vera á biðlistum út um allt. En það eru engir biðlistar. Það er ekkert kerfi,“ segir hún og heldur áfram. „Þegar ég hringdi aftur í desember kannaðist enginn við mig.“„Þeir eru að bíða eftir mér“ Rebekka segist mögulega getað brúað bilið í mánuð með því að klára sumarfríið sitt og það geti eiginmaður hennar líka gert. En það leysi ekki vandann. „Ég veit ekki hvað ég ætti þá að gera við eldri stelpuna í júlí,“ segir hún en fjögur ár eru á milli barnanna þeirra tveggja. Hún tekur fram að húsnæðið hennar bjóði ekki upp á að hún geti ráðið sér au-pair. Hún segir að það hafi meðal annars hvarflað að sér að segja upp vinnunni en að hún eigi ekki bótarétt. Það gangi því heldur ekki upp. Hún segir að vinnuveitendur hennar séu meðvitaðir um stöðu mála en vænti hennar í mars. „Þau eru að bíða eftir mér,“ segir hún. Halldóra Björk Þórarinsdóttir er dagmóðir og stjórnarformaður Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík. Hún segir að ellefu börn séu á biðlista hjá sér. Þar sé um að ræða börn sem þurfi að komast að núna. Ekki sé útlit fyrir að hún geti tekið neitt þeirra barna inn. Hún segir að þessi mikli vandi sé nýtilkominn, hún hafi til að mynda ekki verið með fullt hjá sér fyrr en í nóvember. Manneklu á leikskólum borgarinnar sé um að kenna en hún nefnir einnig að margir foreldrar sæki um með engum fyrirvara. „En þetta stoppar hjá leikskólunum,“ segir hún. Rebekka viðurkennir að örvænting hafi gert vart við sig. Hún viti ekki hvað sé til ráða. Hún sé búin að hringja út um allt höfuðborgarsvæði, allt frá Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar, til að freista þess að komast að, jafnvel þó það kosti mikil ferðalög. Alls staðar sé staðan sú sama. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
„Þetta veldur mér miklum áhyggjum. Ég hugsa um þetta á hverjum degi,“ segir Rebekka Júlía Magnúsdóttir, íbúi í Laugarnesi, sem ekki kemur dóttur sinni að hjá dagforeldri. Hún hefur frá því á meðgöngunni leitað að dagforeldri en fæðingarorlofi hennar lýkur eftir næsta mánuð. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar er staðan „erfið“. Þangað hringja foreldrar í miklum mæli í þeirri viðleitni sinni að finna dagforeldri. Fram kemur í svari við fyrirspurn til sviðsins að dagforeldrum í Reykjavík hafi fækkað úr 170 í 140 á tveimur árum. Erfiðleikar við mönnun á leikskólum borgarinnar hefur tafið fyrir inntöku barna á leikskóla og það ýfi upp vandann. Því eru afar fá, ef einhver, pláss laus. Til að freista þess að leggja mat á umfang vandans stofnaði Rebekka á miðvikudag Facebook-hópinn Foreldrar sem fá ekki pláss hjá dagforeldrum fyrir börnin sín. Eftir einn dag voru meðlimirnir orðnir ríflega þrjú hundruð talsins og að hennar sögn eru allir í sömu sporum. „Hvað á allt þetta fólk að gera?“ spyr hún. Óhætt er að segja að um neyðarástand sé að ræða. Rebekka segir að ómögulegt sé að komast að nema þekkja til einhvers. Það sé dagforeldrum í sjálfsvald sett hvaða börn þau taki inn. „Ég er búin að hringja út um allt og taldi mig vera á biðlistum út um allt. En það eru engir biðlistar. Það er ekkert kerfi,“ segir hún og heldur áfram. „Þegar ég hringdi aftur í desember kannaðist enginn við mig.“„Þeir eru að bíða eftir mér“ Rebekka segist mögulega getað brúað bilið í mánuð með því að klára sumarfríið sitt og það geti eiginmaður hennar líka gert. En það leysi ekki vandann. „Ég veit ekki hvað ég ætti þá að gera við eldri stelpuna í júlí,“ segir hún en fjögur ár eru á milli barnanna þeirra tveggja. Hún tekur fram að húsnæðið hennar bjóði ekki upp á að hún geti ráðið sér au-pair. Hún segir að það hafi meðal annars hvarflað að sér að segja upp vinnunni en að hún eigi ekki bótarétt. Það gangi því heldur ekki upp. Hún segir að vinnuveitendur hennar séu meðvitaðir um stöðu mála en vænti hennar í mars. „Þau eru að bíða eftir mér,“ segir hún. Halldóra Björk Þórarinsdóttir er dagmóðir og stjórnarformaður Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík. Hún segir að ellefu börn séu á biðlista hjá sér. Þar sé um að ræða börn sem þurfi að komast að núna. Ekki sé útlit fyrir að hún geti tekið neitt þeirra barna inn. Hún segir að þessi mikli vandi sé nýtilkominn, hún hafi til að mynda ekki verið með fullt hjá sér fyrr en í nóvember. Manneklu á leikskólum borgarinnar sé um að kenna en hún nefnir einnig að margir foreldrar sæki um með engum fyrirvara. „En þetta stoppar hjá leikskólunum,“ segir hún. Rebekka viðurkennir að örvænting hafi gert vart við sig. Hún viti ekki hvað sé til ráða. Hún sé búin að hringja út um allt höfuðborgarsvæði, allt frá Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar, til að freista þess að komast að, jafnvel þó það kosti mikil ferðalög. Alls staðar sé staðan sú sama.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira