Formaður FÍL um brottrekstur í leikhúsinu: „Ekki besta leiðin til framtíðar að að málin séu leyst innanhúss“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. janúar 2018 20:00 Sagt hefur verið frá því að tveimur mönnum, Jóni Páli Eyjólfssyni og Atla Rafni Sigurðarsyni, hafi verið sagt upp störfum vegna frásagna sem tengist #metoo. Jón Páll var leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og Atli Rafn var leikari í Borgarleikhúsinu. Jón Páll var í raun sjálfur búinn að segja upp störfum vegna fjárhagserfiðleika leikfélagsins en hafði gert samkomulag um að klára leikárið fram á vor. Nokkrar umræður hafa farið af stað í kjölfar frétta um málin þar sem velt er fyrir sér hvort uppsagnirnar séu réttlætanlegar og jafnvel löglegar á þessum grundvelli. Lára V. Júlíusdóttir, sérfræðingur í vinnurétti, bendir á að ef um ríkisstofnun sé að ræða þurfi að fara fram áminningarferli.Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttalögmaður, segir ekki þurfa að liggja fyrir dómur um refsiverða háttsemi svo hægt sé að reka menn.Í öðrum tilfellum er aftur á móti hægt að segja upp starfsmanni með þriggja mánaða uppsagnarfresti eða reka hann án fyrirvara, til dæmis ef um brot í starfi eða trúnaðarbrest er að ræða. „Það þarf ekkert að liggja fyrir dómur um refisverða háttsemi svo hægt er að víkja manni úr starfi svo gilt sé,“ segir Lára en játar því að málin fari oft fyrir dómsstóla. „Oft er látið á það reyna fyrir dómi hvort hafi verið tilefni til brottreksturs - og mál ganga á báða vegu að sjálfsögðu. Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara, sem hefur með mál allra sviðslistamanna að gera, segir mikilvægt að félagið gæti hagsmuna allra aðila, gerenda og þolenda. „En það verður að segjast eins og er að það er kannski ekki besta leiðin til framtíðar að þessi mál séu leyst innanhúss, að mál séu leyst í stofnunum þar sem málin koma upp," segir hún og bendir á að fjallað sé um málin í fjölmiðlum án þess að allar upplýsingar komi fram og þá fái ímyndunaraflið lausan tauminn. „Nú þarf að veita öllum hjálp, því það þurfa allir hjálp við þessar aðstæður - annars vegar gerendur og þolendur og svo hins vegar fjölskyldur þeirra. Það þarf að styðja við alla í þessu.“ Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Leikhús MeToo Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Sagt hefur verið frá því að tveimur mönnum, Jóni Páli Eyjólfssyni og Atla Rafni Sigurðarsyni, hafi verið sagt upp störfum vegna frásagna sem tengist #metoo. Jón Páll var leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og Atli Rafn var leikari í Borgarleikhúsinu. Jón Páll var í raun sjálfur búinn að segja upp störfum vegna fjárhagserfiðleika leikfélagsins en hafði gert samkomulag um að klára leikárið fram á vor. Nokkrar umræður hafa farið af stað í kjölfar frétta um málin þar sem velt er fyrir sér hvort uppsagnirnar séu réttlætanlegar og jafnvel löglegar á þessum grundvelli. Lára V. Júlíusdóttir, sérfræðingur í vinnurétti, bendir á að ef um ríkisstofnun sé að ræða þurfi að fara fram áminningarferli.Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttalögmaður, segir ekki þurfa að liggja fyrir dómur um refsiverða háttsemi svo hægt sé að reka menn.Í öðrum tilfellum er aftur á móti hægt að segja upp starfsmanni með þriggja mánaða uppsagnarfresti eða reka hann án fyrirvara, til dæmis ef um brot í starfi eða trúnaðarbrest er að ræða. „Það þarf ekkert að liggja fyrir dómur um refisverða háttsemi svo hægt er að víkja manni úr starfi svo gilt sé,“ segir Lára en játar því að málin fari oft fyrir dómsstóla. „Oft er látið á það reyna fyrir dómi hvort hafi verið tilefni til brottreksturs - og mál ganga á báða vegu að sjálfsögðu. Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara, sem hefur með mál allra sviðslistamanna að gera, segir mikilvægt að félagið gæti hagsmuna allra aðila, gerenda og þolenda. „En það verður að segjast eins og er að það er kannski ekki besta leiðin til framtíðar að þessi mál séu leyst innanhúss, að mál séu leyst í stofnunum þar sem málin koma upp," segir hún og bendir á að fjallað sé um málin í fjölmiðlum án þess að allar upplýsingar komi fram og þá fái ímyndunaraflið lausan tauminn. „Nú þarf að veita öllum hjálp, því það þurfa allir hjálp við þessar aðstæður - annars vegar gerendur og þolendur og svo hins vegar fjölskyldur þeirra. Það þarf að styðja við alla í þessu.“
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Leikhús MeToo Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira