Moon segir Trump eiga miklar þakkir skildar 11. janúar 2018 07:00 Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, er sagður feta þröngan stíg. Nordicphotos/AFP Vísir/afp Donald Trump á miklar þakkir skildar fyrir sitt hlutverk í að koma á viðræðum á milli Norður- og Suður-Kóreu. Þetta sagði Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, í gær en viðræðurnar sjálfar fóru fram á þriðjudag og var komist að þeirri niðurstöðu að Norður-Kórea myndi senda keppendur á vetrarólympíuleikana sem fara fram í suðurkóresku borginni Pyeongchang síðar á þessu ári. „Ég tel að Trump forseti eigi miklar þakkir skildar fyrir að hjálpa til við að koma þessum viðræðum á. Forysta Bandaríkjanna í því að beita þvingunum og þrýsta á Norður-Kóreu var á meðal þess sem gerði þetta mögulegt,“ sagði Moon en viðræðurnar voru þær fyrstu á milli ríkjanna í rúm tvö ár. Sjálfur tísti Trump því í síðustu viku að viðræðurnar væru honum að þakka. Hann hafi komið þeim á með að sýna „styrk og staðfestu og skuldbindingu við að beita sameiginlegum mætti gegn Norður-Kóreu“. Til þess að ljúka gerð samkomulagsins mætti stakur fulltrúi einræðisríkisins í höfuðstöðvar Alþjóðaólympíusambandsins í Sviss í gær. Er því ljóst að ríkin tvö á Kóreuskaga munu bæði eiga fulltrúa á þessum vetrarólympíuleikum. Samkvæmt greinanda BBC fetar Moon nú þröngan stíg. Er hann sagður hvorki vilja styggja Bandaríkjaforseta eða grafa undan viðskiptaþvingunum né styggja nágrannanna í norðri, svo að hægt verði að eiga fleiri viðræður. Og í fleiri viðræður stefnir. Komist var að því samkomulagi á þriðjudag að hefja viðræður um hernaðarmál á skaganum. Í gær sagði Moon að hann stæði við þá sýn sína að Kóreuskaga væri best borgið kjarnorkuvopnalausum en að einræðisríkið hafi ekki viljað ræða þau mál frekar. Rússar fögnuðu í gær komandi viðræðum um hernaðarmál. „Við vonum að þær viðræður dragi úr togstreitunni á Kóreuskaga og leiði til aukins stöðugleika á svæðinu,“ sagði í tilkynningu frá rússneska utanríkisráðuneytinu en Rússland á landamæri að Norður-Kóreu. Athyglisverð frétt birtist jafnframt í gær í Korea Times, elsta kóreska dagblaðinu sem gefið er út á ensku, þar sem Cho Dong-uk, prófessor við Chungnam-háskóla í Suður-Kóreu, sagði frá því mati sínu að rödd Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í nýársávarpi hans bæri þess merki að hann væri að stríða við nýrnasjúkdóm. Cho hafi safnað dæmum af hljóðum sem bærust frá mismunandi stöðum í munni einræðisherrann og að titringur og tónhæð bæru þess merki að lungu og hjarta einræðisherrans væru í lagi en nýrun ekki. „Að minnsta kosti sýna þessi dæmi að nýru hans eru ekki í jafngóðu ástandi og önnur líffæri,“ var vitnað í Cho. Miðillinn benti jafnframt á að Kim væri of þungur, drykki áfengi og reykti sígarettur.Vísir/Getty Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Sjá meira
Donald Trump á miklar þakkir skildar fyrir sitt hlutverk í að koma á viðræðum á milli Norður- og Suður-Kóreu. Þetta sagði Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, í gær en viðræðurnar sjálfar fóru fram á þriðjudag og var komist að þeirri niðurstöðu að Norður-Kórea myndi senda keppendur á vetrarólympíuleikana sem fara fram í suðurkóresku borginni Pyeongchang síðar á þessu ári. „Ég tel að Trump forseti eigi miklar þakkir skildar fyrir að hjálpa til við að koma þessum viðræðum á. Forysta Bandaríkjanna í því að beita þvingunum og þrýsta á Norður-Kóreu var á meðal þess sem gerði þetta mögulegt,“ sagði Moon en viðræðurnar voru þær fyrstu á milli ríkjanna í rúm tvö ár. Sjálfur tísti Trump því í síðustu viku að viðræðurnar væru honum að þakka. Hann hafi komið þeim á með að sýna „styrk og staðfestu og skuldbindingu við að beita sameiginlegum mætti gegn Norður-Kóreu“. Til þess að ljúka gerð samkomulagsins mætti stakur fulltrúi einræðisríkisins í höfuðstöðvar Alþjóðaólympíusambandsins í Sviss í gær. Er því ljóst að ríkin tvö á Kóreuskaga munu bæði eiga fulltrúa á þessum vetrarólympíuleikum. Samkvæmt greinanda BBC fetar Moon nú þröngan stíg. Er hann sagður hvorki vilja styggja Bandaríkjaforseta eða grafa undan viðskiptaþvingunum né styggja nágrannanna í norðri, svo að hægt verði að eiga fleiri viðræður. Og í fleiri viðræður stefnir. Komist var að því samkomulagi á þriðjudag að hefja viðræður um hernaðarmál á skaganum. Í gær sagði Moon að hann stæði við þá sýn sína að Kóreuskaga væri best borgið kjarnorkuvopnalausum en að einræðisríkið hafi ekki viljað ræða þau mál frekar. Rússar fögnuðu í gær komandi viðræðum um hernaðarmál. „Við vonum að þær viðræður dragi úr togstreitunni á Kóreuskaga og leiði til aukins stöðugleika á svæðinu,“ sagði í tilkynningu frá rússneska utanríkisráðuneytinu en Rússland á landamæri að Norður-Kóreu. Athyglisverð frétt birtist jafnframt í gær í Korea Times, elsta kóreska dagblaðinu sem gefið er út á ensku, þar sem Cho Dong-uk, prófessor við Chungnam-háskóla í Suður-Kóreu, sagði frá því mati sínu að rödd Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í nýársávarpi hans bæri þess merki að hann væri að stríða við nýrnasjúkdóm. Cho hafi safnað dæmum af hljóðum sem bærust frá mismunandi stöðum í munni einræðisherrann og að titringur og tónhæð bæru þess merki að lungu og hjarta einræðisherrans væru í lagi en nýrun ekki. „Að minnsta kosti sýna þessi dæmi að nýru hans eru ekki í jafngóðu ástandi og önnur líffæri,“ var vitnað í Cho. Miðillinn benti jafnframt á að Kim væri of þungur, drykki áfengi og reykti sígarettur.Vísir/Getty
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Sjá meira