Þorsteinn frá Hamri er látinn Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2018 19:41 Þorsteinn (Jónsson) frá Hamri rithöfundur er látinn, 79 ára að aldri. Þorsteinn (Jónsson) frá Hamri rithöfundur er látinn, 79 ára að aldri. Hann lést að heimili sínu í Reykjavík að morgni sunnudagsins 28. janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum Þorsteins. Þorsteinn fæddist 15. mars 1938 að Hamri í Þverárhlíð í Borgarfirði. Hann lauk gagnfræðaprófi og landsprófi við Héraðsskólann í Reykholti 1954 og stundaði nám við Kennaraskóla Íslands 1955 til 1957. Þorsteinn vann sem aðstoðarbókavörður á Bókasafni Kópavogs frá 1961 til ársins 1967 en eftir það fékkst hann við ritstörf, samhliða prófarkalestri, þýðingum og gerð útvarpsþátta. Hann var í stjórn Rithöfundafélags Íslands 1966 til 1968, varamaður í stjórn Rithöfundasambands Íslands 1984 til 1986 og meðstjórnandi þess 1986 til 1988. Þorsteinn var gerður að heiðursfélaga sambandsins árið 2006. Tvítugur að aldri gaf Þorsteinn út sína fyrstu ljóðabók, Í svörtum kufli en alls urðu ljóðabækur hans 26 talsins. Þorsteinn skrifaði einnig skáldsögur og sagnaþætti og eftir hann liggja fjölmargar þýðingar. Þorsteinn hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir skáldskap sinn, meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1992 fyrir ljóðabókina Sæfarinn sofandi. Hann var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fimm sinnum: Árið 1972 fyrir Himinbjargarsögu eða Skógardraum, 1979 fyrir Fiðrið úr sæng Daladrottningar, 1984 fyrir Spjótalög á spegil, 1992 fyrir Vatns götur og blóðs og árið 2015 fyrir Skessukatla. Þá var hann tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 1995 fyrir Það talar í trjánum og 1999 fyrir Meðan þú vaktir. Þorsteinn hlaut Menningarverðlaun DV í bókmenntum árið 1981 fyrir skáldsöguna Haust í Skírisskógi, Stílverðlaun Þórbergs Þórðarsonar árið 1991, Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar árið 2004 og Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu árið 2009. Árið 1996 var honum veittur riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir ritstörf og Heiðurslaun Alþingis frá 2001. Verk Þorsteins hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál, meðal annars þýsku, ensku, frönsku, ítölsku, dönsku, sænsku og kínversku, auk esperantó og annarra tungumála. Eftirlifandi sambýliskona Þorsteins er Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari. Dóttir Þorsteins og Laufeyjar er Guðrún. Börn Þorsteins og Ástu Sigurðardóttur eru Dagný, Þórir Jökull, Böðvar Bjarki, Kolbeinn og Guðný Ása. Sonur Þorsteins og Guðrúnar Svövu Svavarsdóttur er Egill. Andlát Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Þorsteinn (Jónsson) frá Hamri rithöfundur er látinn, 79 ára að aldri. Hann lést að heimili sínu í Reykjavík að morgni sunnudagsins 28. janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum Þorsteins. Þorsteinn fæddist 15. mars 1938 að Hamri í Þverárhlíð í Borgarfirði. Hann lauk gagnfræðaprófi og landsprófi við Héraðsskólann í Reykholti 1954 og stundaði nám við Kennaraskóla Íslands 1955 til 1957. Þorsteinn vann sem aðstoðarbókavörður á Bókasafni Kópavogs frá 1961 til ársins 1967 en eftir það fékkst hann við ritstörf, samhliða prófarkalestri, þýðingum og gerð útvarpsþátta. Hann var í stjórn Rithöfundafélags Íslands 1966 til 1968, varamaður í stjórn Rithöfundasambands Íslands 1984 til 1986 og meðstjórnandi þess 1986 til 1988. Þorsteinn var gerður að heiðursfélaga sambandsins árið 2006. Tvítugur að aldri gaf Þorsteinn út sína fyrstu ljóðabók, Í svörtum kufli en alls urðu ljóðabækur hans 26 talsins. Þorsteinn skrifaði einnig skáldsögur og sagnaþætti og eftir hann liggja fjölmargar þýðingar. Þorsteinn hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir skáldskap sinn, meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1992 fyrir ljóðabókina Sæfarinn sofandi. Hann var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fimm sinnum: Árið 1972 fyrir Himinbjargarsögu eða Skógardraum, 1979 fyrir Fiðrið úr sæng Daladrottningar, 1984 fyrir Spjótalög á spegil, 1992 fyrir Vatns götur og blóðs og árið 2015 fyrir Skessukatla. Þá var hann tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 1995 fyrir Það talar í trjánum og 1999 fyrir Meðan þú vaktir. Þorsteinn hlaut Menningarverðlaun DV í bókmenntum árið 1981 fyrir skáldsöguna Haust í Skírisskógi, Stílverðlaun Þórbergs Þórðarsonar árið 1991, Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar árið 2004 og Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu árið 2009. Árið 1996 var honum veittur riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir ritstörf og Heiðurslaun Alþingis frá 2001. Verk Þorsteins hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál, meðal annars þýsku, ensku, frönsku, ítölsku, dönsku, sænsku og kínversku, auk esperantó og annarra tungumála. Eftirlifandi sambýliskona Þorsteins er Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari. Dóttir Þorsteins og Laufeyjar er Guðrún. Börn Þorsteins og Ástu Sigurðardóttur eru Dagný, Þórir Jökull, Böðvar Bjarki, Kolbeinn og Guðný Ása. Sonur Þorsteins og Guðrúnar Svövu Svavarsdóttur er Egill.
Andlát Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira