Samfélagið greinilega að læra af MeToo-byltingunni Kjartan Kjartansson skrifar 27. janúar 2018 14:12 Kolbrún telur að samfélagsmiðlar hafi átt stóran þátt í að sögur kvenna úr ýmsum sviðum þjóðfélagsins hafi komið fram. Vísir Allir eru tilbúnir að takast á við vanda við menningu kynferðislegrar áreitni og valdaójafnvægis á milli kynjanna eftir MeToo-byltinguna. Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra og formaður Bandalags íslenskra listamanna, segir viðhorf samfélagsins hafa breyst verulega frá því að hún reyndi að vekja athygli á kynferðislegu ofbeldi fyrir nokkrum áratugum. Kolbrún var gestur Höskuldar Kára Schram í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu. Hún stýrði sameiginlegum fundi tíu stjórnmálaflokka um MeToo-byltinguna svonefndu og hefur verið framalega í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna á Íslandi undanfarna áratugi. Taldi hún samstaða flokkanna vísbendingu um að þeir væru færir um að taka á þessum máli í eigin ranni. Þrátt fyrir að flokkarnir séu ekki fyrirtæki með mannauðssvið verði þeir að hlusta á og taka mark á umræðu um áreitni í garð kvenna.Erfitt að mæta karlmönnum í umræðunni á árum áður Kolbrún sagði að breyting væri að eiga sér stað í samfélaginu með MeToo-byltingunni. Nú væru allir i samfélaginu tilbúnir að viðurkenna og takast á við vandann. Rifjaði hún uppreynslu sína af því að gera heimildarmyndir um sifjaspell á Íslandi undir lok 9. áratugsins. „Þá var samfélagið bara ekki tilbúið til að hlusta og alls ekki karlmenn til dæmis,“ sagði Kolbrún. Lengi framan af hafi henni fundist erfitt að mæta karlmönnum í þessari umræðu því þeim hafi fundist að verið væri að alhæfa um alla karlmenn. „Þetta finnst mér vera liðin tíð,“ sagði hún. Viðhorf og viðmót karlmanna til þess sem nú er að gerast segir hún vera mestu breytinguna frá því sem áður var. Þannig nefndi hún að karlmenn séu nú mun fjölmennari á fundum þar sem fjallað er um mál af þessu tagi en áður. Tók Kolbrún undir að greinilegt væri að samfélagið væri að læra af MeToo-byltingunni og að breytingin væri hröð.Tilfinningar og upplifanir kvenna þurfa að vera rök Átakanlegast þótti Kolbrúnu að lesa sögur kvenna af erlendum uppruna sem birtar voru í vikunni. Valdaójafnvægi kynjanna væri á öllum sviðum samfélagsins en ekki væri hægt að taka á því öllu á sama tíma. Umræðan nú væri fyrst og fremst að kristallast í opinberu lífi kvenna. Allir séu nú orðnir meðvitaðir um hvaða hegðun það er sem eigi ekki að halda áfram. „Mér finnst við vera að átta okkur á því að bæði ungir og gamlir þurfa að skoða sitt hegðunarmynstur,“ segir Kolbrún. Þá segir hún merkilegt að nú séu tilfinningar komnar upp á borðið sem rök í umræðu sem áður var gert lítið úr. Tilfinningar og upplifanir kvenna þurfi að vera rök í málum af þessu tagi. Lög og reglugerðir gegn einelti og kynbundnu ofbeldi hafi ekki dugað til að uppræta það. „Í mínum huga þarf til dæmis að viðurkenna það að upplifanir kvenna af ofbeldinu og áreitninni þurfa bara að vera rök í málunum og við þurfum bara að taka mark á þeim tilfinningum og upplifun og það er að gerast,“ segir hún. MeToo Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Allir eru tilbúnir að takast á við vanda við menningu kynferðislegrar áreitni og valdaójafnvægis á milli kynjanna eftir MeToo-byltinguna. Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra og formaður Bandalags íslenskra listamanna, segir viðhorf samfélagsins hafa breyst verulega frá því að hún reyndi að vekja athygli á kynferðislegu ofbeldi fyrir nokkrum áratugum. Kolbrún var gestur Höskuldar Kára Schram í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu. Hún stýrði sameiginlegum fundi tíu stjórnmálaflokka um MeToo-byltinguna svonefndu og hefur verið framalega í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna á Íslandi undanfarna áratugi. Taldi hún samstaða flokkanna vísbendingu um að þeir væru færir um að taka á þessum máli í eigin ranni. Þrátt fyrir að flokkarnir séu ekki fyrirtæki með mannauðssvið verði þeir að hlusta á og taka mark á umræðu um áreitni í garð kvenna.Erfitt að mæta karlmönnum í umræðunni á árum áður Kolbrún sagði að breyting væri að eiga sér stað í samfélaginu með MeToo-byltingunni. Nú væru allir i samfélaginu tilbúnir að viðurkenna og takast á við vandann. Rifjaði hún uppreynslu sína af því að gera heimildarmyndir um sifjaspell á Íslandi undir lok 9. áratugsins. „Þá var samfélagið bara ekki tilbúið til að hlusta og alls ekki karlmenn til dæmis,“ sagði Kolbrún. Lengi framan af hafi henni fundist erfitt að mæta karlmönnum í þessari umræðu því þeim hafi fundist að verið væri að alhæfa um alla karlmenn. „Þetta finnst mér vera liðin tíð,“ sagði hún. Viðhorf og viðmót karlmanna til þess sem nú er að gerast segir hún vera mestu breytinguna frá því sem áður var. Þannig nefndi hún að karlmenn séu nú mun fjölmennari á fundum þar sem fjallað er um mál af þessu tagi en áður. Tók Kolbrún undir að greinilegt væri að samfélagið væri að læra af MeToo-byltingunni og að breytingin væri hröð.Tilfinningar og upplifanir kvenna þurfa að vera rök Átakanlegast þótti Kolbrúnu að lesa sögur kvenna af erlendum uppruna sem birtar voru í vikunni. Valdaójafnvægi kynjanna væri á öllum sviðum samfélagsins en ekki væri hægt að taka á því öllu á sama tíma. Umræðan nú væri fyrst og fremst að kristallast í opinberu lífi kvenna. Allir séu nú orðnir meðvitaðir um hvaða hegðun það er sem eigi ekki að halda áfram. „Mér finnst við vera að átta okkur á því að bæði ungir og gamlir þurfa að skoða sitt hegðunarmynstur,“ segir Kolbrún. Þá segir hún merkilegt að nú séu tilfinningar komnar upp á borðið sem rök í umræðu sem áður var gert lítið úr. Tilfinningar og upplifanir kvenna þurfi að vera rök í málum af þessu tagi. Lög og reglugerðir gegn einelti og kynbundnu ofbeldi hafi ekki dugað til að uppræta það. „Í mínum huga þarf til dæmis að viðurkenna það að upplifanir kvenna af ofbeldinu og áreitninni þurfa bara að vera rök í málunum og við þurfum bara að taka mark á þeim tilfinningum og upplifun og það er að gerast,“ segir hún.
MeToo Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira