Lögmaður Hvíta hússins var kominn með nóg af Trump Kjartan Kjartansson skrifar 26. janúar 2018 23:09 Mikið hefur mætt á Donald McGahn, lögmanni Hvíta hússins, síðasta árið enda hefur opinber rannsókn staðið yfir á hvort að forsetinn hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar staðið yfir frá því síðasta vor. Vísir/AFP Þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti bað lögmann Hvíta hússins um að láta reka sérstakan ransakanda dómsmálaráðuneytisins í fyrra hótaði lögmaðurinn að segja af sér vegna þess að hann var „kominn með nóg“ af Trump. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir heimildarmanni sínum. New York Times greindi frá því í gær að Trump hefði viljað reka Robert Mueller, sem rannsakar hvort að forsetaframboðs hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld og hvort Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang rannsóknarinnar, í júní. Forsetinn hafi ekki fylgt þeirri ósk eftir þegar Donald McGahn, lögmaður Hvíta hússins, hótaði því að segja af sér. Trump þrætti fyrir fréttirnar í dag og lýsti þeim sem „falsfréttum“. Heimildarmaður Reuters staðfestir þessa atburðarás. Trump hafi viljað reka Mueller vegna þess sem forsetinn taldi hagsmunaárekstra. Þar á meðal vitnaði hann til þess að Mueller hefði hætt sem félagi í golfklúbbi í eigu Trump árið 2011.Hótaði forsetanum ekki beintTrump vildi að McGahn krefðist þess af Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrannum sem skipaði Mueller í fyrra, að hann ræki Mueller. McGahn hafi hins vegar ekki orðið við þeirri skipun forsetans og hótað að hætta þegar Trump hélt áfram að bera hana upp. Reuters segir að McGahn hafi ekki hótað uppsögn beint við forsetann. Hann hafi sagt Reince Priebus, þáverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Steve Bannon, þáverandi aðalráðgjafa Trump, að hann vildi hætta vegna þess að hann væri „kominn með nóg af forsetanum“. Heimildarmaðurinn segir að ekki sé útilokað að Priebus og Bannon hafi ekki verið kunnugt um allt það sem hafði farið á milli forsetans og lögmannsins. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti bað lögmann Hvíta hússins um að láta reka sérstakan ransakanda dómsmálaráðuneytisins í fyrra hótaði lögmaðurinn að segja af sér vegna þess að hann var „kominn með nóg“ af Trump. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir heimildarmanni sínum. New York Times greindi frá því í gær að Trump hefði viljað reka Robert Mueller, sem rannsakar hvort að forsetaframboðs hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld og hvort Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang rannsóknarinnar, í júní. Forsetinn hafi ekki fylgt þeirri ósk eftir þegar Donald McGahn, lögmaður Hvíta hússins, hótaði því að segja af sér. Trump þrætti fyrir fréttirnar í dag og lýsti þeim sem „falsfréttum“. Heimildarmaður Reuters staðfestir þessa atburðarás. Trump hafi viljað reka Mueller vegna þess sem forsetinn taldi hagsmunaárekstra. Þar á meðal vitnaði hann til þess að Mueller hefði hætt sem félagi í golfklúbbi í eigu Trump árið 2011.Hótaði forsetanum ekki beintTrump vildi að McGahn krefðist þess af Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrannum sem skipaði Mueller í fyrra, að hann ræki Mueller. McGahn hafi hins vegar ekki orðið við þeirri skipun forsetans og hótað að hætta þegar Trump hélt áfram að bera hana upp. Reuters segir að McGahn hafi ekki hótað uppsögn beint við forsetann. Hann hafi sagt Reince Priebus, þáverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Steve Bannon, þáverandi aðalráðgjafa Trump, að hann vildi hætta vegna þess að hann væri „kominn með nóg af forsetanum“. Heimildarmaðurinn segir að ekki sé útilokað að Priebus og Bannon hafi ekki verið kunnugt um allt það sem hafði farið á milli forsetans og lögmannsins.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30
Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53
Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25
Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00