Forsíða Detroit Free Press í dag er mjög sláandi en blaðið ákvað að birta nöfn allra þeirra kvenna sem höfðu sagt frá kynferðsiofbeldi fimleikalæknisins Larry Nassar.
Larry Nassar var í gær dæmdur í 40 til 175 ára fangelsisvistar fyrir kynferðislegt ofbeldi og misnotkun á fjölda stúlkna og dómarinn sagði meðal annars við hann að hún hefði þarna skrifað undir dauðadóminn hans.
Larry Nassar hafði síðustu daga setið undir því þegar fórnarlömb hans lýstu því sem hann lét þær ganga í gegnum en Nassar komst upp með misnotkun sína í tvo áratugi.
Hann var læknir bandaríska fimleikalandsliðsins og ungar fimleikarkonur voru sendar til hans í gríð og erg. Meðal fórnarlambanna eru frægustu og sigursælustu fimleikakonur síðustu ára. Það var engin þeirra óhullt fyrir honum.
Það vissu því allir orðið um þennan gríðarlegan fjölda af fórnarlömbum Nassar en það er samt sjokkerandi að sjá þær allar samankomnar á foríðu Detroit Free Press eins og má sjá hér fyrir neðan.
Ólympíumeistarinn Aly Raisman vakti athygli á forsíðunni á Twitter-reikningi sínum með orðunum: Her eftirlifanda sem er ekki að fara neitt. Þessa færslu hennar má sjá hér fyrir neðan.