Enski boltinn

„Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Tottenham vann frækinn sigur gegn Bodö/Glimt í kvöld og eru komnir í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þrátt fyrir slæmt gengi í deildinni.
Tottenham vann frækinn sigur gegn Bodö/Glimt í kvöld og eru komnir í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þrátt fyrir slæmt gengi í deildinni. Getty/Justin Setterfield

Tottenham og Manchester United munu mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, en liðin hafa átt verulega slæm tímabil í deildinni. Manchester er í 15. sæti á meðan Tottenham er í 16. sæti. Evrópudeildin myndi hinsvegar láta tímabilið líta vel út fyrir sigurvegarann.

„Þá verða rosa margir fúlir ekki satt?“ Sagði Ange Postecoglu þjálfari Tottenham, en þar er hann að vitna í að ef Tottenham vinnur keppnina yrði það erfiðara fyrir gagnrýnendur hans að tala illa um þá.

„Hvorugt liðið er að fara fá titil ef við vinnum, við erum bara að fara taka liðsmynd. Hverjum er ekki alveg sama þótt við séum í veseni í deildinni. Þetta félag hefur endað í fyrsta, öðru og þriðja sæti í deildinni án þess að fara í úrslitaleik. Mér gæti ekki verið meira sama hver er að standa sig illa og hver ekki,“ sagði Ange.

„Við og Manchester United erum búin að vinna fyrir því að vera þarna. Ég hlakka til leiksins og held að verður frábær,“ sagði Ange.

Ange Postecoglu þjálfari Tottenham gaf lítið fyrir ummæli að gengið í deildinni væri slæmtGetty/Justin Setterfield



Fleiri fréttir

Sjá meira


×