„Eftir standa 330 nöfn órannsökuð“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. janúar 2018 07:50 Hjónin Eva Vala Guðjónsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson sjást hér á frumsýningu Reyni sterka. Vísir/Anton Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir kalla eftir því að minnisbók lögmannsins Roberts Downey; sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna, verði rannsökuð í þaula. Lögregluyfirvöld hafi ekki athugað hvaða konur eru bakvið nöfnin í bókinni utan þær 5 sem sannað er að Robert hafi brotið á og dæmt hefur verið fyrir. „Ef þetta er staðreyndin hafa brot átt sér stað í 100% rannsakaðra tilfella [...] og eftir standa 330 nöfn órannsökuð,“ skrifa þau Bergur og Eva í Fréttablaðið í dag.Tilefni skrifanna er fundur allsherjar- og menntamálanefndar alþingis þann 17. janúar síðastliðinn þar sem rætt var um varðveislu sönnunargangna, t.a.m. í máli Roberts Downey. Önnu Katrínu Stefánsdóttur, sem lagt hefur fram kæru á hendur Roberti fyrir kynferðisbrot, hafði verið tjáð að gögnin „væru týnd eða ónýt,“ en telur að mál hennar megi styðja með sönnunargögnum sem lögð voru fram í því dómsmáli þegar Robert var dæmdur fyrir barnaníð fyrir um áratug síðan. Á fundi allsherjar og menntamálanefndar sagði dómsmálaráðherra hins vegar um gögnin í máli Önnu að „í því sakamáli sem tengist Robert Downey, sem var á árum áður, þá hefur einhvers misskilnings gætt hvað það varðar en það hefur verið leiðrétt.“Óþægindi og hugarangur Eftir að hafa „oftar en einu sinni fengið þau svör hjá opinberum aðilum að gögn í málinu væru týnd eða ónýt,“ segja Bergur og Eva að þessi yfirlýsing ráðherrans sé tilefni til afsökunarbeiðni - „fyrir að hafa verið gefnar rangar og villandi upplýsingar sem valdið hafa óþægindum og hugarangri í erfiðum aðstæðum.“ Í ljósi þess að gögnin í máli Roberts Downey, eins og fyrrnefnd minnisbók og aftrit af tölvupóstum og smáskilaboðum, séu hvorki týnd né ónýt telja greinahöfundar að yfirvöldum hljóti að bera skylda til að rannsaka gögnin í þaula. Nefna þau minnisbókina sérstaklega í þessu samhengi enda kunna þar að finnast fleiri brotaþolar meðal þeirra 330 nafna sem ekki hafa verið rannsökuð. Grein þeirra má Bergs og Evu má nálgast með því að smella hér. Uppreist æru Tengdar fréttir Sönnunargagn G-06 í máli 539/2007 Þann 17. janúar sl. var haldinn opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd alþingis. Tilefnið var varðveisla sönnunargagna í málum sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu er varða hvarf verðmæta í húsleit hjá kampavínsklúbbnum Strawberries annars vegar og hins vegar gögn í máli Roberts Downey sem Önnu Katrínu Snorradóttur hafði verið tjáð að væru týnd eða ónýt. 25. janúar 2018 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir kalla eftir því að minnisbók lögmannsins Roberts Downey; sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna, verði rannsökuð í þaula. Lögregluyfirvöld hafi ekki athugað hvaða konur eru bakvið nöfnin í bókinni utan þær 5 sem sannað er að Robert hafi brotið á og dæmt hefur verið fyrir. „Ef þetta er staðreyndin hafa brot átt sér stað í 100% rannsakaðra tilfella [...] og eftir standa 330 nöfn órannsökuð,“ skrifa þau Bergur og Eva í Fréttablaðið í dag.Tilefni skrifanna er fundur allsherjar- og menntamálanefndar alþingis þann 17. janúar síðastliðinn þar sem rætt var um varðveislu sönnunargangna, t.a.m. í máli Roberts Downey. Önnu Katrínu Stefánsdóttur, sem lagt hefur fram kæru á hendur Roberti fyrir kynferðisbrot, hafði verið tjáð að gögnin „væru týnd eða ónýt,“ en telur að mál hennar megi styðja með sönnunargögnum sem lögð voru fram í því dómsmáli þegar Robert var dæmdur fyrir barnaníð fyrir um áratug síðan. Á fundi allsherjar og menntamálanefndar sagði dómsmálaráðherra hins vegar um gögnin í máli Önnu að „í því sakamáli sem tengist Robert Downey, sem var á árum áður, þá hefur einhvers misskilnings gætt hvað það varðar en það hefur verið leiðrétt.“Óþægindi og hugarangur Eftir að hafa „oftar en einu sinni fengið þau svör hjá opinberum aðilum að gögn í málinu væru týnd eða ónýt,“ segja Bergur og Eva að þessi yfirlýsing ráðherrans sé tilefni til afsökunarbeiðni - „fyrir að hafa verið gefnar rangar og villandi upplýsingar sem valdið hafa óþægindum og hugarangri í erfiðum aðstæðum.“ Í ljósi þess að gögnin í máli Roberts Downey, eins og fyrrnefnd minnisbók og aftrit af tölvupóstum og smáskilaboðum, séu hvorki týnd né ónýt telja greinahöfundar að yfirvöldum hljóti að bera skylda til að rannsaka gögnin í þaula. Nefna þau minnisbókina sérstaklega í þessu samhengi enda kunna þar að finnast fleiri brotaþolar meðal þeirra 330 nafna sem ekki hafa verið rannsökuð. Grein þeirra má Bergs og Evu má nálgast með því að smella hér.
Uppreist æru Tengdar fréttir Sönnunargagn G-06 í máli 539/2007 Þann 17. janúar sl. var haldinn opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd alþingis. Tilefnið var varðveisla sönnunargagna í málum sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu er varða hvarf verðmæta í húsleit hjá kampavínsklúbbnum Strawberries annars vegar og hins vegar gögn í máli Roberts Downey sem Önnu Katrínu Snorradóttur hafði verið tjáð að væru týnd eða ónýt. 25. janúar 2018 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Sönnunargagn G-06 í máli 539/2007 Þann 17. janúar sl. var haldinn opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd alþingis. Tilefnið var varðveisla sönnunargagna í málum sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu er varða hvarf verðmæta í húsleit hjá kampavínsklúbbnum Strawberries annars vegar og hins vegar gögn í máli Roberts Downey sem Önnu Katrínu Snorradóttur hafði verið tjáð að væru týnd eða ónýt. 25. janúar 2018 07:00