Samanburður við aðra getur valdið skelfingu ef sjálfsmyndin er ekki sterk Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. janúar 2018 07:00 Matti Ósvald segir að of margir telji að hamingjan og gleðin liggi í því að fá og hafa og eiga. Vísir/Getty „Ég er að minna fólk á að það býr yfir meira en það áttar sig á,“ segir Matti Ósvald Stefánsson markþjálfi. Hann segir að fólk sé komið langt frá hugarró og telur að áreiti geti haft áhrif á sjálfstraust fólks. Hann heldur fyrirlestur í dag á ráðstefnunni Bara það besta 2018 - Markmið, árangur og hamingja. „Ég kalla fyrirlesturinn Vökvaðu bestu fræin þín og ég ætla að tala svolítið um áreitið á athyglina okkar og hvaða áhrif það hefur á það sem okkur langar til að gera og setjum orkuna okkar í. Ég ætla líka að tala um það hvernig þetta tengist sjálfsvirðingu og sjálfstrausti.“ Sem dæmi um áreiti á athygli fólks nefnir hann Facebook. Matti segir að hann sé að reyna að finna hvað fólk geti gert til að fá líf sitt til baka. „Til að fá lífið sem þú raunverulega vilt þá þarftu að kunna svolítið vel á þig. Hvað gerir maður við þessa manneskju sem er í speglinum, til þess að lifa eins og þú raunverulega vilt lifa. Við erum komin svo langt frá einhverri hugarró að við virkum ekki vel og við myndum vilja virka.“Heiður að fá að taka þáttMatti er með einstaklinga í markþjálfun og vinnur með stjórnendum fyrirtækja og heldur fyrirlestra. Auk þess hefur hann unnið síðustu ár með Ljósinu, sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. „Ég er búin að læra í því verkefni að það er algengt að fólk fari í gegnum sorgarferli, sjálfstraustið fer svolítið upp í loft og það tapar sjónum á sjálfum sér. Það er áfall að greinast með krabbamein.“ Hann segir mikinn heiður að fá að taka þátt í starfi Ljóssins, með öllu því faglega starfi sem fer fram þar. Það sé mikil þörf fyrir endurhæfingu þegar fólk lendi í svona áföllum. „Það er ótrúlega magnað að vera partur af fagteymi sem hjálpar fólki í áttina af sjáfu sér aftur, að komast til baka. Það er eins og fólk týni sér.“Gleymum hvað við getumMatti vinnur líka með fólki sem er í starfsendurhæfingu og vinnur að því að koma sér aftur út á vinnumarkaðinn. „Mikilvægast er að koma sér á betri stað þannig að maður fari að sjá möguleika. Eins og bara með okkur öll sem manneskjur, að þegar maður er hræddur, stressaður, áhyggjufullur eða eitthvað svona þá lokast bara og þá virkum við ekki öll mjög vel.“ Vinnur hann þá með fólki til að það vinni með styrkleika sjái aftur hvað það hefur, fái sjálfstraustið sitt til baka og muni hver það er. „Þegar við verðum hrædd þá gleymum við hvað við getum.“Matti Ósvald markþjálfi vinnur í fjölbreyttum verkefnum í sínu starfi.Úr einkasafniGömlu afsakanirnar virka ekki lengur„Í mínum huga er það sem ég geri er að beita öllum mínum ráðum og aðferðum til að minna fólk á hæfni sem það hefur, en er hugsanlega búið að gleyma.“ Matti er giftur þriggja barna faðir en hann á eitt barnabarn og er annað væntanlegt í heiminn á næstu dögum. Aðspurður hvernig að hann hafi nýtt markþjálfun í eigin lífi svarar Matti: „Ég get ekki samþykkt lengur gömlu afsakanirnar. Ég spyr mig betri spurninga, þannig að hugurinn á mér leyfir ekki sömu afsakanir.“ Matti segir að hann skori meira á sjálfan sig í dag og horfist í augu við sjálfan sig. Stöðugur samanburður við aðraMatti segir að streita fólks sé oft heimatilbúin, eins og með ranghugmyndum um hvað myndi gera mann hamingjusaman. „Fólk er að leita að einhverju, það heldur að hamingjan og gleðin liggi í því að fá og hafa og eiga, einhver samanburður við aðra einhvern vegin. Þetta er voða einfalt, miðað við það sem jákvæða sálfræðin segir, hamingjan og gleðin liggur í því að leysa vandamálin sín og gefa af sér.“ Matti vitnar í indverskan doktor í skurðlækningum sem hann heyrði eitt sinn segja: „Samanburður er upphafið af allri okkar sorg.“ Hann telur að samanburður við aðra, hvernig fólk lítur út, hvaða líf við höldum að aðrir eigi, klæðnað, bíla, peninga, stöðu og annað gefi valdið skelfingu hjá þeim sem eru ekki komnir með jákvæða og sterka sjálfsmynd. „Eins og ungt fólk. Þetta hefur alveg gríðarleg áhrif.“ Facebook Viðtal Tengdar fréttir Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30 Tourette einkennin hurfu með breyttu mataræði: „Þurfti að setja á hann sólgleraugu þegar hann vaknaði“ Heiða Björk Sturludóttir segir að hamingjan hefjist í meltingarveginum. 24. janúar 2018 14:00 Hvetur fólk til að hætta að væla og fara að kæla Vilhjálmur Andri Einarsson segir að ísböð hafi bjargað lífi sínu og losað sig við verkina sem hann hafði þjáðst af í meira en 20 ár. 24. janúar 2018 09:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
„Ég er að minna fólk á að það býr yfir meira en það áttar sig á,“ segir Matti Ósvald Stefánsson markþjálfi. Hann segir að fólk sé komið langt frá hugarró og telur að áreiti geti haft áhrif á sjálfstraust fólks. Hann heldur fyrirlestur í dag á ráðstefnunni Bara það besta 2018 - Markmið, árangur og hamingja. „Ég kalla fyrirlesturinn Vökvaðu bestu fræin þín og ég ætla að tala svolítið um áreitið á athyglina okkar og hvaða áhrif það hefur á það sem okkur langar til að gera og setjum orkuna okkar í. Ég ætla líka að tala um það hvernig þetta tengist sjálfsvirðingu og sjálfstrausti.“ Sem dæmi um áreiti á athygli fólks nefnir hann Facebook. Matti segir að hann sé að reyna að finna hvað fólk geti gert til að fá líf sitt til baka. „Til að fá lífið sem þú raunverulega vilt þá þarftu að kunna svolítið vel á þig. Hvað gerir maður við þessa manneskju sem er í speglinum, til þess að lifa eins og þú raunverulega vilt lifa. Við erum komin svo langt frá einhverri hugarró að við virkum ekki vel og við myndum vilja virka.“Heiður að fá að taka þáttMatti er með einstaklinga í markþjálfun og vinnur með stjórnendum fyrirtækja og heldur fyrirlestra. Auk þess hefur hann unnið síðustu ár með Ljósinu, sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. „Ég er búin að læra í því verkefni að það er algengt að fólk fari í gegnum sorgarferli, sjálfstraustið fer svolítið upp í loft og það tapar sjónum á sjálfum sér. Það er áfall að greinast með krabbamein.“ Hann segir mikinn heiður að fá að taka þátt í starfi Ljóssins, með öllu því faglega starfi sem fer fram þar. Það sé mikil þörf fyrir endurhæfingu þegar fólk lendi í svona áföllum. „Það er ótrúlega magnað að vera partur af fagteymi sem hjálpar fólki í áttina af sjáfu sér aftur, að komast til baka. Það er eins og fólk týni sér.“Gleymum hvað við getumMatti vinnur líka með fólki sem er í starfsendurhæfingu og vinnur að því að koma sér aftur út á vinnumarkaðinn. „Mikilvægast er að koma sér á betri stað þannig að maður fari að sjá möguleika. Eins og bara með okkur öll sem manneskjur, að þegar maður er hræddur, stressaður, áhyggjufullur eða eitthvað svona þá lokast bara og þá virkum við ekki öll mjög vel.“ Vinnur hann þá með fólki til að það vinni með styrkleika sjái aftur hvað það hefur, fái sjálfstraustið sitt til baka og muni hver það er. „Þegar við verðum hrædd þá gleymum við hvað við getum.“Matti Ósvald markþjálfi vinnur í fjölbreyttum verkefnum í sínu starfi.Úr einkasafniGömlu afsakanirnar virka ekki lengur„Í mínum huga er það sem ég geri er að beita öllum mínum ráðum og aðferðum til að minna fólk á hæfni sem það hefur, en er hugsanlega búið að gleyma.“ Matti er giftur þriggja barna faðir en hann á eitt barnabarn og er annað væntanlegt í heiminn á næstu dögum. Aðspurður hvernig að hann hafi nýtt markþjálfun í eigin lífi svarar Matti: „Ég get ekki samþykkt lengur gömlu afsakanirnar. Ég spyr mig betri spurninga, þannig að hugurinn á mér leyfir ekki sömu afsakanir.“ Matti segir að hann skori meira á sjálfan sig í dag og horfist í augu við sjálfan sig. Stöðugur samanburður við aðraMatti segir að streita fólks sé oft heimatilbúin, eins og með ranghugmyndum um hvað myndi gera mann hamingjusaman. „Fólk er að leita að einhverju, það heldur að hamingjan og gleðin liggi í því að fá og hafa og eiga, einhver samanburður við aðra einhvern vegin. Þetta er voða einfalt, miðað við það sem jákvæða sálfræðin segir, hamingjan og gleðin liggur í því að leysa vandamálin sín og gefa af sér.“ Matti vitnar í indverskan doktor í skurðlækningum sem hann heyrði eitt sinn segja: „Samanburður er upphafið af allri okkar sorg.“ Hann telur að samanburður við aðra, hvernig fólk lítur út, hvaða líf við höldum að aðrir eigi, klæðnað, bíla, peninga, stöðu og annað gefi valdið skelfingu hjá þeim sem eru ekki komnir með jákvæða og sterka sjálfsmynd. „Eins og ungt fólk. Þetta hefur alveg gríðarleg áhrif.“
Facebook Viðtal Tengdar fréttir Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30 Tourette einkennin hurfu með breyttu mataræði: „Þurfti að setja á hann sólgleraugu þegar hann vaknaði“ Heiða Björk Sturludóttir segir að hamingjan hefjist í meltingarveginum. 24. janúar 2018 14:00 Hvetur fólk til að hætta að væla og fara að kæla Vilhjálmur Andri Einarsson segir að ísböð hafi bjargað lífi sínu og losað sig við verkina sem hann hafði þjáðst af í meira en 20 ár. 24. janúar 2018 09:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30
Tourette einkennin hurfu með breyttu mataræði: „Þurfti að setja á hann sólgleraugu þegar hann vaknaði“ Heiða Björk Sturludóttir segir að hamingjan hefjist í meltingarveginum. 24. janúar 2018 14:00
Hvetur fólk til að hætta að væla og fara að kæla Vilhjálmur Andri Einarsson segir að ísböð hafi bjargað lífi sínu og losað sig við verkina sem hann hafði þjáðst af í meira en 20 ár. 24. janúar 2018 09:00