Fortíðarþrá Eyþórs Arnalds: Draumar um malbik og háhýsi Ásgeir Berg Matthíasson og Guðmundur D. Haraldsson skrifar 24. janúar 2018 13:00 Kosningaskjálfti er nú hlaupinn í frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins. Einn af frambjóðendunum er Eyþór Arnalds, einn af eigendum Morgunblaðsins, sem hefur undanfarið skrifað greinar og komið víða fram, þar sem hann tjáir þá skoðun sína að þétting byggðar og stórátak í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu séu miklar meinsemdir. Eyþór telur þéttingu byggðar vera ástæðuna fyrir því að íbúum miðsvæðis í Reykjavík hefur fækkað. Hið rétta er þó, að fækkunin er vegna þess að skammtímaleiga til ferðamanna hefur tekið til sín mikið af því húsnæði sem er í boði, á meðan þétting byggðar hefur orðið til þess að auka við húsakostinn. Þannig hefur þétting byggðar beinlínis unnið gegn fólksfækkun á svæðinu sem annars hefði orðið meiri. Það eru auðvitað ekki bara gögn sem segja þessa sögu, heldur gefur þetta augaleið: Hvernig í ósköpunum ættu fleiri hús og íbúðir að leiða til fækkunar íbúa? Annað hvort veit Eyþór ekki betur, eða hann er viljandi að reyna að afvegaleiða kjósendur og blekkja. Hvort heldur sem það er, þá er það ekki heppilegt framlag í umræðuna af manni sem hefur áhuga á að vera borgarstjóri í Reykjarvík. Borgarstjórar og bæjarstjórar þurfa nefnilega að geta metið og notað gögn, til að styðja ákvarðanir sínar og finna út hvað best er að gera hverju sinni, en ekki nota þau til að týna út gagnapunkta og semja heppilega sögu, sem þeir svo nota til að berja á pólitískum andstæðingum á ósanngjarnan hátt. Slíkt er einfaldlega til skammar. Eyþór er þó ekki með öllu á móti þéttingu byggðar, því að hans mati tókst háhýsabyggingin í Skuggahverfinu „á margan hátt vel“. Það hlýtur að teljast með miklum ólíkindum, því nánast allir, bæði sérfræðingar og íbúar á svæðinu sem nú búa í skugga háhýsanna (en annar höfunda taldist um tíma til þeirra), eru sammála um að hverfið sé gjörsamlega misheppnað og einmitt dæmi um það hvernig þétting byggðar á ekki að ganga fyrir sig. Vandi Skuggahverfisins er helst sá að húsin þar eru of há miðað við restina af borginni, auk þess sem það er lítil sem engin þjónusta í hverfinu sjálfu: Hverfi þrífast best, þegar þar fer saman þjónusta, atvinnustarfsemi og íbúðir—þetta hefur reynslan sannað, og allir vita sem hafa dvalið í borgum eins og Kaupmannahöfn, Amsterdam eða Prag (svo við tölum ekki um minni borgir með mannvænu skipulagi). Slíkt borgarskipulag fæst ekki með því að byggja turna, enda er það ekki hæðin sem mestu skiptir, heldur það að skipuleggja hverfi þar sem húsin standa þétt, og alltaf er gert ráð fyrir þjónustu við íbúana. Þétt, blönduð en lágreist byggð hentar Reykjavík best. Eyþór hefur hugmyndir um byggð í Örfirisey, sem er ekki slæmt í sjálfu sér, en Guð hjálpi Reykvíkingum, ef honum verða gefnar frjálsar hendur með að endurtaka þar það skipulagsslys sem Skuggahverfið er. Reykjavík í heild sinni er raunar mjög óheppilega skipulögð, sem gerir það að verkum að borgin er erfið yfirferðar, ferðalög innan hennar eru kostnaðarsöm, og flestir kjósa (og í mörgum tilfellum neyðast til) að notfæra sér einkabíl til ferðalaga. Þetta leiðir til vítahrings, þar sem fleiri bílar kalla á bílamiðaðra skipulag, sem ýtir út öðrum ferðamátum og leiðir svo aftur til þess að bílum fjölgar á götunum. Til að ráða bót á þessu risavaxna vandamáli, þá hefur verið unnið að hugmyndum um Borgarlínu, en markmiðið er að draga úr bílanotkun, og gera almenningssamgöngur mun betri en þær eru í dag. Hafa þessar hugmyndir verið unnar í sátt meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Eyþór hins vegar gerði nýverið lítið úr hugmyndum meirihlutans í Reykjavík og eigin flokksmanna í nágrannabæjunum um Borgarlínu, og kallaði þær „19. aldar hugmynd um línulegar samgöngur“, en í staðinn kallar hann eftir „nýrri stefnu í skipulagsmálum“. Hann vill frekar leggja fleiri hraðbrautir. Þetta skýtur óneitanlega skökku við, því hugmyndirnar sem Eyþór boðar í staðinn eru sjálfar ekkert nema gamalt vín á nýjum belgjum: úrelt framtíðarsýn manna sem ólust upp á eftirstríðsárunum og dreymdu um hraðbrautir og bílastæði svo langt sem augað eygði, og fátt nýtt við hana, enda sú stefna sem Sjálfstæðismenn hafa alltaf fylgt í Reykjavík. Hugmyndir Eyþórs verða ekki minna gamaldags og „línulegar“ þó þær séu settar fram undir þunnu yfirskini nýrri drauma um sjálfkeyrandi bíla. Í dag vitum við að þessi framtíðarsýn hefur orðið að martröð og það breytist ekki þótt að bílarnir keyri mannlausir um göturnar. Sjálfur metur Eyþór kostnaðinn við Borgarlínu 1 til 2 milljónir á hvert heimili í borginni. Það er einmitt um það bil það sem kostar að reka bíl í eitt ár í Reykjavík. Hversu margir Reykvíkingar skyldu geta losað sig við annan bílinn á heimilinu eða sleppt því að reka bíl yfirleitt ef Borgarlína kemst í gagnið (og hvern munar ekki um 1-2 milljónir á ári)? Ef það ætti bara við um 5% íbúa borgarinnar, þá myndi Borgarlína borga sig á 20 árum samkvæmt Eyþóri sjálfum, auk þess að létta á umferð. Það hlýtur að teljast mun betri fjárfesting en fleiri hraðbrautir og mislæg gatnamót sem ekkert myndu gera nema að auka á vandann. Umræða um skipulag og umferð í Reykjavík hefur verið mjög upplýst, lifandi og frjó undanfarin ár, en því miður virðist hún hafa farið framhjá flestum Sjálfstæðismönnum sem enn tala eins og það sé árið 1990. Þar er Eyþór enginn undantekning og þyrfti hann að losa sig við fortíðarhyggjuna og draumana um meira malbik og háhýsi. Slíkt hæfði borgarstjóra umfram allt mun betur en að endurnýta gamlar klisjur.Ásgeir Berg Matthíasson er doktorsnemi í heimspeki og Guðmundur D. Haraldsson er hugbúnaðarsmiður og áhugamaður um lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur D. Haraldsson Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Kosningaskjálfti er nú hlaupinn í frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins. Einn af frambjóðendunum er Eyþór Arnalds, einn af eigendum Morgunblaðsins, sem hefur undanfarið skrifað greinar og komið víða fram, þar sem hann tjáir þá skoðun sína að þétting byggðar og stórátak í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu séu miklar meinsemdir. Eyþór telur þéttingu byggðar vera ástæðuna fyrir því að íbúum miðsvæðis í Reykjavík hefur fækkað. Hið rétta er þó, að fækkunin er vegna þess að skammtímaleiga til ferðamanna hefur tekið til sín mikið af því húsnæði sem er í boði, á meðan þétting byggðar hefur orðið til þess að auka við húsakostinn. Þannig hefur þétting byggðar beinlínis unnið gegn fólksfækkun á svæðinu sem annars hefði orðið meiri. Það eru auðvitað ekki bara gögn sem segja þessa sögu, heldur gefur þetta augaleið: Hvernig í ósköpunum ættu fleiri hús og íbúðir að leiða til fækkunar íbúa? Annað hvort veit Eyþór ekki betur, eða hann er viljandi að reyna að afvegaleiða kjósendur og blekkja. Hvort heldur sem það er, þá er það ekki heppilegt framlag í umræðuna af manni sem hefur áhuga á að vera borgarstjóri í Reykjarvík. Borgarstjórar og bæjarstjórar þurfa nefnilega að geta metið og notað gögn, til að styðja ákvarðanir sínar og finna út hvað best er að gera hverju sinni, en ekki nota þau til að týna út gagnapunkta og semja heppilega sögu, sem þeir svo nota til að berja á pólitískum andstæðingum á ósanngjarnan hátt. Slíkt er einfaldlega til skammar. Eyþór er þó ekki með öllu á móti þéttingu byggðar, því að hans mati tókst háhýsabyggingin í Skuggahverfinu „á margan hátt vel“. Það hlýtur að teljast með miklum ólíkindum, því nánast allir, bæði sérfræðingar og íbúar á svæðinu sem nú búa í skugga háhýsanna (en annar höfunda taldist um tíma til þeirra), eru sammála um að hverfið sé gjörsamlega misheppnað og einmitt dæmi um það hvernig þétting byggðar á ekki að ganga fyrir sig. Vandi Skuggahverfisins er helst sá að húsin þar eru of há miðað við restina af borginni, auk þess sem það er lítil sem engin þjónusta í hverfinu sjálfu: Hverfi þrífast best, þegar þar fer saman þjónusta, atvinnustarfsemi og íbúðir—þetta hefur reynslan sannað, og allir vita sem hafa dvalið í borgum eins og Kaupmannahöfn, Amsterdam eða Prag (svo við tölum ekki um minni borgir með mannvænu skipulagi). Slíkt borgarskipulag fæst ekki með því að byggja turna, enda er það ekki hæðin sem mestu skiptir, heldur það að skipuleggja hverfi þar sem húsin standa þétt, og alltaf er gert ráð fyrir þjónustu við íbúana. Þétt, blönduð en lágreist byggð hentar Reykjavík best. Eyþór hefur hugmyndir um byggð í Örfirisey, sem er ekki slæmt í sjálfu sér, en Guð hjálpi Reykvíkingum, ef honum verða gefnar frjálsar hendur með að endurtaka þar það skipulagsslys sem Skuggahverfið er. Reykjavík í heild sinni er raunar mjög óheppilega skipulögð, sem gerir það að verkum að borgin er erfið yfirferðar, ferðalög innan hennar eru kostnaðarsöm, og flestir kjósa (og í mörgum tilfellum neyðast til) að notfæra sér einkabíl til ferðalaga. Þetta leiðir til vítahrings, þar sem fleiri bílar kalla á bílamiðaðra skipulag, sem ýtir út öðrum ferðamátum og leiðir svo aftur til þess að bílum fjölgar á götunum. Til að ráða bót á þessu risavaxna vandamáli, þá hefur verið unnið að hugmyndum um Borgarlínu, en markmiðið er að draga úr bílanotkun, og gera almenningssamgöngur mun betri en þær eru í dag. Hafa þessar hugmyndir verið unnar í sátt meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Eyþór hins vegar gerði nýverið lítið úr hugmyndum meirihlutans í Reykjavík og eigin flokksmanna í nágrannabæjunum um Borgarlínu, og kallaði þær „19. aldar hugmynd um línulegar samgöngur“, en í staðinn kallar hann eftir „nýrri stefnu í skipulagsmálum“. Hann vill frekar leggja fleiri hraðbrautir. Þetta skýtur óneitanlega skökku við, því hugmyndirnar sem Eyþór boðar í staðinn eru sjálfar ekkert nema gamalt vín á nýjum belgjum: úrelt framtíðarsýn manna sem ólust upp á eftirstríðsárunum og dreymdu um hraðbrautir og bílastæði svo langt sem augað eygði, og fátt nýtt við hana, enda sú stefna sem Sjálfstæðismenn hafa alltaf fylgt í Reykjavík. Hugmyndir Eyþórs verða ekki minna gamaldags og „línulegar“ þó þær séu settar fram undir þunnu yfirskini nýrri drauma um sjálfkeyrandi bíla. Í dag vitum við að þessi framtíðarsýn hefur orðið að martröð og það breytist ekki þótt að bílarnir keyri mannlausir um göturnar. Sjálfur metur Eyþór kostnaðinn við Borgarlínu 1 til 2 milljónir á hvert heimili í borginni. Það er einmitt um það bil það sem kostar að reka bíl í eitt ár í Reykjavík. Hversu margir Reykvíkingar skyldu geta losað sig við annan bílinn á heimilinu eða sleppt því að reka bíl yfirleitt ef Borgarlína kemst í gagnið (og hvern munar ekki um 1-2 milljónir á ári)? Ef það ætti bara við um 5% íbúa borgarinnar, þá myndi Borgarlína borga sig á 20 árum samkvæmt Eyþóri sjálfum, auk þess að létta á umferð. Það hlýtur að teljast mun betri fjárfesting en fleiri hraðbrautir og mislæg gatnamót sem ekkert myndu gera nema að auka á vandann. Umræða um skipulag og umferð í Reykjavík hefur verið mjög upplýst, lifandi og frjó undanfarin ár, en því miður virðist hún hafa farið framhjá flestum Sjálfstæðismönnum sem enn tala eins og það sé árið 1990. Þar er Eyþór enginn undantekning og þyrfti hann að losa sig við fortíðarhyggjuna og draumana um meira malbik og háhýsi. Slíkt hæfði borgarstjóra umfram allt mun betur en að endurnýta gamlar klisjur.Ásgeir Berg Matthíasson er doktorsnemi í heimspeki og Guðmundur D. Haraldsson er hugbúnaðarsmiður og áhugamaður um lýðræði.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun