Veðlán til sjóðsfélaga hafa farið úr níu milljörðum í 132 milljarða Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. janúar 2018 06:00 Starfshópurinn þegar skýrslan var kynnt í gær. vísir/ernir Á árunum 2009 til 2013 lánuðu lífeyrissjóðirnir að meðaltali tæpa níu milljarða króna á ári til sjóðfélaga. Sú fjárhæð hefur aukist verulega og á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs lánuðu lífeyrissjóðirnir samtals 132 milljarða króna. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps sem fjallaði um umsvif lífeyrissjóðanna í íslensku efnahagslífi. Húsnæðislánamarkaður hefur breyst á þann veg að í staðinn fyrir að fjármagna húsnæðislán með kaupum á skuldabréfum lánveitenda fjármagna lífeyrissjóðir nú fasteignaviðskipti mest með beinum lánveitingum til einstaklinga. Í skýrslunni kemur fram að samanlagðar hreinar eignir lífeyrissjóðanna námu í byrjun síðasta árs 3.534 milljörðum króna. Þrír stærstu sjóðirnir af þeim 25 sem eru starfandi eiga 51 prósent þeirra eigna. Eignir sem hlutfall af landsframleiðslu hafa hækkað úr 66% af landsframleiðslu í lok árs 1997 í 144% í lok árs 2016. Stór hluti af eignum sjóðanna eru innlendar eignir og námu þær 114 prósentum af landsframleiðslu í lok árs 2016. Stærsti eignaflokkur lífeyrissjóða eru skuldabréf. Af þeim vega íbúðabréf þyngst en um síðustu áramót áttu sjóðirnir um 490 milljarða króna eða um 81 prósent af útgefnum íbúðabréfum. Starfshópurinn leggur til að lífeyrissjóðir marki fjárfestingastefnu til langs tíma og stefni að því að auka vægi erlendra eigna til að draga úr áhættu. Hópurinn leggur til að stjórnvöld láti semja sérstaka skýrslu á árinu 2020 um eignasamsetningu sjóðanna og vægi erlendra eigna til að meta hvort ástæða er til að endurskoða lagaákvæði um heimildir lífeyrissjóða til erlendra fjárfestinga. Efnahagsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Sjá meira
Á árunum 2009 til 2013 lánuðu lífeyrissjóðirnir að meðaltali tæpa níu milljarða króna á ári til sjóðfélaga. Sú fjárhæð hefur aukist verulega og á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs lánuðu lífeyrissjóðirnir samtals 132 milljarða króna. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps sem fjallaði um umsvif lífeyrissjóðanna í íslensku efnahagslífi. Húsnæðislánamarkaður hefur breyst á þann veg að í staðinn fyrir að fjármagna húsnæðislán með kaupum á skuldabréfum lánveitenda fjármagna lífeyrissjóðir nú fasteignaviðskipti mest með beinum lánveitingum til einstaklinga. Í skýrslunni kemur fram að samanlagðar hreinar eignir lífeyrissjóðanna námu í byrjun síðasta árs 3.534 milljörðum króna. Þrír stærstu sjóðirnir af þeim 25 sem eru starfandi eiga 51 prósent þeirra eigna. Eignir sem hlutfall af landsframleiðslu hafa hækkað úr 66% af landsframleiðslu í lok árs 1997 í 144% í lok árs 2016. Stór hluti af eignum sjóðanna eru innlendar eignir og námu þær 114 prósentum af landsframleiðslu í lok árs 2016. Stærsti eignaflokkur lífeyrissjóða eru skuldabréf. Af þeim vega íbúðabréf þyngst en um síðustu áramót áttu sjóðirnir um 490 milljarða króna eða um 81 prósent af útgefnum íbúðabréfum. Starfshópurinn leggur til að lífeyrissjóðir marki fjárfestingastefnu til langs tíma og stefni að því að auka vægi erlendra eigna til að draga úr áhættu. Hópurinn leggur til að stjórnvöld láti semja sérstaka skýrslu á árinu 2020 um eignasamsetningu sjóðanna og vægi erlendra eigna til að meta hvort ástæða er til að endurskoða lagaákvæði um heimildir lífeyrissjóða til erlendra fjárfestinga.
Efnahagsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Sjá meira