Danska skíðasambandið sendir fjóra íþróttamenn á leikana en Danir eiga líka karla- og kvennalið í krullu og svo þrjá keppendur í skautahlaupi.
Tveir Danir keppa í alpagreinum en svo eru einnig keppendurnir frá Grænlandi sem keppa í skíðagöngu og skíðafimi. Christoffer Faarup og Casper Dyrbye keppa í alpagreinum.
Martin Möller keppir í síðagöngu og eina konan í skíðalandsliði Dana á ÓL í ár er hin grænlenska Laila Friis-Salling.
Martin Möller er á sínum öðrum Ólympíuleikum en hann fluttist til Grænlands þegar hann var bara níu ára gamnall eða fyrir 28 árum síðan.
Hin 32 ára gamla Laila Friis-Salling byrjaði bara að æfa skíði fyrir sex árum og á Grænlandi er engin aðstæða fyrir hana til að æfa síðafimina.
Friis-Salling keppir í hálfpípu og til að undirbúa sig fyrir leikana þá hefur hún ferðast um heiminn í fjögur ár. „Ég hef æft með stelpum frá Hollandi og Nýja-Sjálandi af því að við höfum engna opinberan þjálfara í þessari grein í Danmörku. Við æfum saman og förum á heimsbikarmót saman,“ sagði Laila Friis-Salling við DR.
„Ég hef á þessum tíma búið í Bandaríkjunum, Sviss, Austurríki og já bara þar sem er hálfpípubraut,“ sagði Friis-Salling. Þetta verður ekki fyrsta stórmótið hennar því hún keppti einnig á HM í Sierra Nevada í fyrra.
Vetrarólympíuleikarnir fara fram frá 9. til 25. febrúar.