„Við þurfum að muna að við erum að tala við fjölbreyttan hóp“ Hersir Aron Ólafsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 30. janúar 2018 21:00 Aðeins fimmtungur innflytjenda tekur þátt í sveitarstjórnarkosningum hér á landi og hefur hlutfallið farið minnkandi. Þetta kemur fram í niðurstöðum starfshóps um kosningaþátttöku í borginni. Ungt fólk og eldri konur mæti einnig afar illa á kjörstað. Starfshópur á vegum borgarinnar hefur undanfarið kannað kosningaþátttöku ólíkra þjóðfélagshópa og leitað leiða til að auka þátttöku í borgarstjórnarkosningum. Hópurinn telur sérstakt áhyggjuefni að þátttaka innflytjenda í sveitarstjórnarkosningum hefur minnkað umtalsvert undanfarinn rúman áratug. Þannig var hún fyrst mæld 2006 og var þá um 40% og aftur 2014, en þá var hún komin niður í 21%. „Margir innflytjendur vita einfaldlega ekki að þeir séu komnir með kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum og svo upplifa þau líka að það sé ekki verið að tala við þau og þetta komi þeim ekki beint við,“ segir Unnur Margrét Arnardóttir, formaður starfshóps um aukna kosningaþátttöku. Vinna hópsins var tekin fyrir á opnum fundi í Ráðhúsinu í dag undir heitinu Skipti ég máli? Kemur þetta mér við? Unnur Margrét segir þetta líklega kjarna málsins, enda finnist stórum þjóðfélagshópum að þeir skipti einfaldlega ekki máli. Hún bendir á að staðan sé svipuð þegar kemur að ungu fólki. Þrátt fyrir að þátttaka þess hóps sé talsvert betri en innflytjenda þyki því oft eins og stjórmálaflokkar beini skilaboðum sínum að einsleitum hópi miðaldra fólks, tali flókna íslensku og láti kjör hinna yngri sig litlu varða. „Ég held að stóra niðurstaðan sé að við þurfum að muna að við erum að tala við fjölbreyttan hóp. Um leið og við munum það þá orðum við hlutina öðruvísi og höfum þá aðgengilega á annan hátt.“Finnst þær ekki skipta nægilegu máliAthygli vekur að konur 80 ára og eldri eru í hópi þeirra sem taka sérstaklega lítinn þátt. Framan af er þátttaka kvenna í kosningum betri en karla –á meðan staðan snýst viðþegar komið er framyfir eftirlaunaaldur. „Og kannski finnst þessum konum að þær skipti ekki nægilega miklu máli til að það taki því að þær fari á kjörstað. Og það er rosalega sorgleg skoðun,“ segir Guðrún Ágústsdóttir, formaður öldungaráðs Reykjavíkur. Guðrún segir þessar konur oft ekki hafa upplifað sömu jafnréttisbyltingar og þær sem yngri eru og sé því sérstaklega mikilvægt að hvetja þær til þátttöku. Hún kveðst þess þó fullviss að staðan muni breytast hratt á næstu árum. „Ég held að í framtíðinni þá muni allar þessar konur sem nú eru að stíga fram, og MeToo-byltingin og allt það sem hefur verið að gerast, það muni gera það að verkum að konur verða 110 ára að mæta á kjörstað.“ Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Aðeins fimmtungur innflytjenda tekur þátt í sveitarstjórnarkosningum hér á landi og hefur hlutfallið farið minnkandi. Þetta kemur fram í niðurstöðum starfshóps um kosningaþátttöku í borginni. Ungt fólk og eldri konur mæti einnig afar illa á kjörstað. Starfshópur á vegum borgarinnar hefur undanfarið kannað kosningaþátttöku ólíkra þjóðfélagshópa og leitað leiða til að auka þátttöku í borgarstjórnarkosningum. Hópurinn telur sérstakt áhyggjuefni að þátttaka innflytjenda í sveitarstjórnarkosningum hefur minnkað umtalsvert undanfarinn rúman áratug. Þannig var hún fyrst mæld 2006 og var þá um 40% og aftur 2014, en þá var hún komin niður í 21%. „Margir innflytjendur vita einfaldlega ekki að þeir séu komnir með kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum og svo upplifa þau líka að það sé ekki verið að tala við þau og þetta komi þeim ekki beint við,“ segir Unnur Margrét Arnardóttir, formaður starfshóps um aukna kosningaþátttöku. Vinna hópsins var tekin fyrir á opnum fundi í Ráðhúsinu í dag undir heitinu Skipti ég máli? Kemur þetta mér við? Unnur Margrét segir þetta líklega kjarna málsins, enda finnist stórum þjóðfélagshópum að þeir skipti einfaldlega ekki máli. Hún bendir á að staðan sé svipuð þegar kemur að ungu fólki. Þrátt fyrir að þátttaka þess hóps sé talsvert betri en innflytjenda þyki því oft eins og stjórmálaflokkar beini skilaboðum sínum að einsleitum hópi miðaldra fólks, tali flókna íslensku og láti kjör hinna yngri sig litlu varða. „Ég held að stóra niðurstaðan sé að við þurfum að muna að við erum að tala við fjölbreyttan hóp. Um leið og við munum það þá orðum við hlutina öðruvísi og höfum þá aðgengilega á annan hátt.“Finnst þær ekki skipta nægilegu máliAthygli vekur að konur 80 ára og eldri eru í hópi þeirra sem taka sérstaklega lítinn þátt. Framan af er þátttaka kvenna í kosningum betri en karla –á meðan staðan snýst viðþegar komið er framyfir eftirlaunaaldur. „Og kannski finnst þessum konum að þær skipti ekki nægilega miklu máli til að það taki því að þær fari á kjörstað. Og það er rosalega sorgleg skoðun,“ segir Guðrún Ágústsdóttir, formaður öldungaráðs Reykjavíkur. Guðrún segir þessar konur oft ekki hafa upplifað sömu jafnréttisbyltingar og þær sem yngri eru og sé því sérstaklega mikilvægt að hvetja þær til þátttöku. Hún kveðst þess þó fullviss að staðan muni breytast hratt á næstu árum. „Ég held að í framtíðinni þá muni allar þessar konur sem nú eru að stíga fram, og MeToo-byltingin og allt það sem hefur verið að gerast, það muni gera það að verkum að konur verða 110 ára að mæta á kjörstað.“
Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira