„Við þurfum að muna að við erum að tala við fjölbreyttan hóp“ Hersir Aron Ólafsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 30. janúar 2018 21:00 Aðeins fimmtungur innflytjenda tekur þátt í sveitarstjórnarkosningum hér á landi og hefur hlutfallið farið minnkandi. Þetta kemur fram í niðurstöðum starfshóps um kosningaþátttöku í borginni. Ungt fólk og eldri konur mæti einnig afar illa á kjörstað. Starfshópur á vegum borgarinnar hefur undanfarið kannað kosningaþátttöku ólíkra þjóðfélagshópa og leitað leiða til að auka þátttöku í borgarstjórnarkosningum. Hópurinn telur sérstakt áhyggjuefni að þátttaka innflytjenda í sveitarstjórnarkosningum hefur minnkað umtalsvert undanfarinn rúman áratug. Þannig var hún fyrst mæld 2006 og var þá um 40% og aftur 2014, en þá var hún komin niður í 21%. „Margir innflytjendur vita einfaldlega ekki að þeir séu komnir með kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum og svo upplifa þau líka að það sé ekki verið að tala við þau og þetta komi þeim ekki beint við,“ segir Unnur Margrét Arnardóttir, formaður starfshóps um aukna kosningaþátttöku. Vinna hópsins var tekin fyrir á opnum fundi í Ráðhúsinu í dag undir heitinu Skipti ég máli? Kemur þetta mér við? Unnur Margrét segir þetta líklega kjarna málsins, enda finnist stórum þjóðfélagshópum að þeir skipti einfaldlega ekki máli. Hún bendir á að staðan sé svipuð þegar kemur að ungu fólki. Þrátt fyrir að þátttaka þess hóps sé talsvert betri en innflytjenda þyki því oft eins og stjórmálaflokkar beini skilaboðum sínum að einsleitum hópi miðaldra fólks, tali flókna íslensku og láti kjör hinna yngri sig litlu varða. „Ég held að stóra niðurstaðan sé að við þurfum að muna að við erum að tala við fjölbreyttan hóp. Um leið og við munum það þá orðum við hlutina öðruvísi og höfum þá aðgengilega á annan hátt.“Finnst þær ekki skipta nægilegu máliAthygli vekur að konur 80 ára og eldri eru í hópi þeirra sem taka sérstaklega lítinn þátt. Framan af er þátttaka kvenna í kosningum betri en karla –á meðan staðan snýst viðþegar komið er framyfir eftirlaunaaldur. „Og kannski finnst þessum konum að þær skipti ekki nægilega miklu máli til að það taki því að þær fari á kjörstað. Og það er rosalega sorgleg skoðun,“ segir Guðrún Ágústsdóttir, formaður öldungaráðs Reykjavíkur. Guðrún segir þessar konur oft ekki hafa upplifað sömu jafnréttisbyltingar og þær sem yngri eru og sé því sérstaklega mikilvægt að hvetja þær til þátttöku. Hún kveðst þess þó fullviss að staðan muni breytast hratt á næstu árum. „Ég held að í framtíðinni þá muni allar þessar konur sem nú eru að stíga fram, og MeToo-byltingin og allt það sem hefur verið að gerast, það muni gera það að verkum að konur verða 110 ára að mæta á kjörstað.“ Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Aðeins fimmtungur innflytjenda tekur þátt í sveitarstjórnarkosningum hér á landi og hefur hlutfallið farið minnkandi. Þetta kemur fram í niðurstöðum starfshóps um kosningaþátttöku í borginni. Ungt fólk og eldri konur mæti einnig afar illa á kjörstað. Starfshópur á vegum borgarinnar hefur undanfarið kannað kosningaþátttöku ólíkra þjóðfélagshópa og leitað leiða til að auka þátttöku í borgarstjórnarkosningum. Hópurinn telur sérstakt áhyggjuefni að þátttaka innflytjenda í sveitarstjórnarkosningum hefur minnkað umtalsvert undanfarinn rúman áratug. Þannig var hún fyrst mæld 2006 og var þá um 40% og aftur 2014, en þá var hún komin niður í 21%. „Margir innflytjendur vita einfaldlega ekki að þeir séu komnir með kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum og svo upplifa þau líka að það sé ekki verið að tala við þau og þetta komi þeim ekki beint við,“ segir Unnur Margrét Arnardóttir, formaður starfshóps um aukna kosningaþátttöku. Vinna hópsins var tekin fyrir á opnum fundi í Ráðhúsinu í dag undir heitinu Skipti ég máli? Kemur þetta mér við? Unnur Margrét segir þetta líklega kjarna málsins, enda finnist stórum þjóðfélagshópum að þeir skipti einfaldlega ekki máli. Hún bendir á að staðan sé svipuð þegar kemur að ungu fólki. Þrátt fyrir að þátttaka þess hóps sé talsvert betri en innflytjenda þyki því oft eins og stjórmálaflokkar beini skilaboðum sínum að einsleitum hópi miðaldra fólks, tali flókna íslensku og láti kjör hinna yngri sig litlu varða. „Ég held að stóra niðurstaðan sé að við þurfum að muna að við erum að tala við fjölbreyttan hóp. Um leið og við munum það þá orðum við hlutina öðruvísi og höfum þá aðgengilega á annan hátt.“Finnst þær ekki skipta nægilegu máliAthygli vekur að konur 80 ára og eldri eru í hópi þeirra sem taka sérstaklega lítinn þátt. Framan af er þátttaka kvenna í kosningum betri en karla –á meðan staðan snýst viðþegar komið er framyfir eftirlaunaaldur. „Og kannski finnst þessum konum að þær skipti ekki nægilega miklu máli til að það taki því að þær fari á kjörstað. Og það er rosalega sorgleg skoðun,“ segir Guðrún Ágústsdóttir, formaður öldungaráðs Reykjavíkur. Guðrún segir þessar konur oft ekki hafa upplifað sömu jafnréttisbyltingar og þær sem yngri eru og sé því sérstaklega mikilvægt að hvetja þær til þátttöku. Hún kveðst þess þó fullviss að staðan muni breytast hratt á næstu árum. „Ég held að í framtíðinni þá muni allar þessar konur sem nú eru að stíga fram, og MeToo-byltingin og allt það sem hefur verið að gerast, það muni gera það að verkum að konur verða 110 ára að mæta á kjörstað.“
Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira