Neysla erlendra ferðamanna jókst á milli ára Kjartan Kjartansson skrifar 30. janúar 2018 10:31 Ferðamönnum fjölgaði um 24% í fyrra. Notkun þeirra á greiðslukortum jókst hins vegar aðeins um 12% mælt í íslenskum krónum. Vísir/Eyþór Þrátt fyrir að greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hafi aukist um 28 milljarða króna í fyrra frá árinu áður var hlutfallsleg aukning hennar minni en fjölgun ferðamann. Hver ferðamaður hefur því dregið úr neyslu sinni um tæp 10%, samkvæmt Hagsjá Landsbankans. Þegar miðað er við fast gengi jókst neyslan hins vegar lítillega. Í Hagsjánni kemur fram að greiðslukortaveltan nam 259 milljörðum króna í fyrra og jókst hún um 12%. Til samanburðar fjölgaði erlendum ferðamönnum sem komu til landsins um Leifsstöð um 24% á sama tíma. Í krónum talði dróst neysla hvers ferðamanns því saman um 9,8%. Landsbankinn telur þá þróun ekki óeðlilega í ljósi þess að gengi íslensku krónunnar styrktist í fyrra. Sé neyslan mæld í gjaldmiðlum ferðamannanna sjálfra hafi hún ekki breyst mikið. Neyslan jókst þannig um 0,9% á hvern ferðamann á milli ára mælt í erlendri mynt. Mestu fé verja ferðamennirnir í samgöngur og gistingu, alls um 42% af heildarkostnaðinum við frí á Íslandi. Þriðji stærsti liðurinn er ferðaþjónusta af ýmsu tagi. Verslun nemur 12,5% af útgjöldum ferðamanna á Íslandi. Þar vegur dagvara þyngst með 29,4%, önnur verslun með 25% og fataverslun með 18%. Neysla á börum, veitingahúsum og skyndibitastöðum nam um 10,6% af verslun erlendra ferðamanna.Úttektir á reiðufé dregist saman um helming á sex árum Þá kemur fram að úttektir á reiðufé hafi dregist stöðugt saman síðustu árin. Þannig hafi hver ferðamaður tekið út 12.800 krónur með greiðslukorti árið 2012 mælt á föstu gengi síðasta árs. Þá var úttektin 15,1% af heildarkortaveltu ferðamannsins.Erlendir ferðamenn taka mun minna reiðufé út af greiðslukortum sínum nú en áður.Vísir/AntonÍ fyrra nam meðalúttektin hins vegar aðeins 6.100 krónum á hvern ferðamann og hlutfallið af kortaveltunni var komið niður í 5,1%. Þannig hafa úttektir á reiðufé lækkað um helming á sex árum. Sá fyrirvari er sleginn í Hagsjánni að kortanotkun ferðamanna mæli ekki alla neyslu ferðamanna. Umtalsverður hluti neyslunnar fari í gegnum erlenda söluaðila, til dæmis í gistingu og flug. Kortaveltutölurnar mæla aðeins kaup ferðamanna sem fara fram í gegnum innlenda aðila.Meiri virðisauki af ferðaþjónustu Mat Hagstofunnar á heildarneyslu ferðamanna í fyrra liggi ekki fyrir enn. Árið 2016 nam heildarneysla ferðamanna hér á landi að viðbættum útgjöldum vegna farþegaflugs 357 milljörðum króna samkvæmt mati Hagstofunnar. Til samanburðar nam heildarkortavelta þeirra 232 milljörðum króna, um 65% af heildarneyslunni. Það hlutfall hefur farið hækkað á síðustu árum og var 54% árið 2012. Þetta telur Hagsjá Landsbankans vísbendingu um að ferðaþjónustuaðilar séu sýnilegri á netinu og ferðamenn eigi því frekar bein viðskipti við innlenda aðila. „Ætla má því að dregið hafi úr umfangi erlendra milliliða og verður því meiri virðisauki af ferðaþjónustu eftir hér á landi að öðru óbreyttu,“ segir í Hagsjánni. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Þrátt fyrir að greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hafi aukist um 28 milljarða króna í fyrra frá árinu áður var hlutfallsleg aukning hennar minni en fjölgun ferðamann. Hver ferðamaður hefur því dregið úr neyslu sinni um tæp 10%, samkvæmt Hagsjá Landsbankans. Þegar miðað er við fast gengi jókst neyslan hins vegar lítillega. Í Hagsjánni kemur fram að greiðslukortaveltan nam 259 milljörðum króna í fyrra og jókst hún um 12%. Til samanburðar fjölgaði erlendum ferðamönnum sem komu til landsins um Leifsstöð um 24% á sama tíma. Í krónum talði dróst neysla hvers ferðamanns því saman um 9,8%. Landsbankinn telur þá þróun ekki óeðlilega í ljósi þess að gengi íslensku krónunnar styrktist í fyrra. Sé neyslan mæld í gjaldmiðlum ferðamannanna sjálfra hafi hún ekki breyst mikið. Neyslan jókst þannig um 0,9% á hvern ferðamann á milli ára mælt í erlendri mynt. Mestu fé verja ferðamennirnir í samgöngur og gistingu, alls um 42% af heildarkostnaðinum við frí á Íslandi. Þriðji stærsti liðurinn er ferðaþjónusta af ýmsu tagi. Verslun nemur 12,5% af útgjöldum ferðamanna á Íslandi. Þar vegur dagvara þyngst með 29,4%, önnur verslun með 25% og fataverslun með 18%. Neysla á börum, veitingahúsum og skyndibitastöðum nam um 10,6% af verslun erlendra ferðamanna.Úttektir á reiðufé dregist saman um helming á sex árum Þá kemur fram að úttektir á reiðufé hafi dregist stöðugt saman síðustu árin. Þannig hafi hver ferðamaður tekið út 12.800 krónur með greiðslukorti árið 2012 mælt á föstu gengi síðasta árs. Þá var úttektin 15,1% af heildarkortaveltu ferðamannsins.Erlendir ferðamenn taka mun minna reiðufé út af greiðslukortum sínum nú en áður.Vísir/AntonÍ fyrra nam meðalúttektin hins vegar aðeins 6.100 krónum á hvern ferðamann og hlutfallið af kortaveltunni var komið niður í 5,1%. Þannig hafa úttektir á reiðufé lækkað um helming á sex árum. Sá fyrirvari er sleginn í Hagsjánni að kortanotkun ferðamanna mæli ekki alla neyslu ferðamanna. Umtalsverður hluti neyslunnar fari í gegnum erlenda söluaðila, til dæmis í gistingu og flug. Kortaveltutölurnar mæla aðeins kaup ferðamanna sem fara fram í gegnum innlenda aðila.Meiri virðisauki af ferðaþjónustu Mat Hagstofunnar á heildarneyslu ferðamanna í fyrra liggi ekki fyrir enn. Árið 2016 nam heildarneysla ferðamanna hér á landi að viðbættum útgjöldum vegna farþegaflugs 357 milljörðum króna samkvæmt mati Hagstofunnar. Til samanburðar nam heildarkortavelta þeirra 232 milljörðum króna, um 65% af heildarneyslunni. Það hlutfall hefur farið hækkað á síðustu árum og var 54% árið 2012. Þetta telur Hagsjá Landsbankans vísbendingu um að ferðaþjónustuaðilar séu sýnilegri á netinu og ferðamenn eigi því frekar bein viðskipti við innlenda aðila. „Ætla má því að dregið hafi úr umfangi erlendra milliliða og verður því meiri virðisauki af ferðaþjónustu eftir hér á landi að öðru óbreyttu,“ segir í Hagsjánni.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira