Brynhildur og Haraldur formenn samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga Atli Ísleifsson skrifar 8. febrúar 2018 14:39 Brynhildur Pétursdóttir og Haraldur Benediktsson. Vísir/NEYTENDASAMTÖKIN/Ernir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað í nýjan samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, og Haraldur Benediksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, fara sameiginlega með formennsku í hópnum. Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að við afgreiðslu búvörusamninganna árið 2016 hafi verið lagt upp með að skipaður yrði sjö manna samráðshópur en í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna hafi fulltrúum fjölgað í annars vegar tólf og hins vegar þrettán. „Hinn 30. desember sl. ákvað sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að endurskipa í hópinn enda rétt að vinna hópsins taki m.a. mið af þeim áherslum sem fram koma í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Alls eiga nú átta fulltrúar sæti í hópnum og fara tveir þeirra sameiginlega með formennsku. Samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga skipa:Brynhildur Pétursdóttir, formaður (Neytendasamtökin)Haraldur Benediktsson, formaður (skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra)Þórlindur Kjartansson (skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra)Hafdís Hanna Ægisdóttir (skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra)Jóhanna Hreinsdóttir (Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði)Halldór Árnason (Samtök atvinnulífsins)Sindri Sigurgeirsson (Bændasamtök Íslands)Elín Heiða Valsdóttir (Bændasamtök Íslands) Starfshópnum hefur verður sett erindisbréf sem tekur mið af þeim umræðum sem fram fóru á Alþingi þegar gildandi búvörulög voru samþykkt og þeim áherslum sem fram koma í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar. Lögð verður áhersla á að hópurinn ljúki störfum sem fyrst og eigi síðar en í lok árs 2018,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að við skipun hópsins hafi hann lagt ríka áherslu á að veita sjónarmiðum neytenda aukna vigt við endurskoðun búrvörusamninganna, meðal annars með því að skipa fulltrúa Neytendasamtakanna sem annan formanna hópsins. „Þessi fjölbreytti hópur hefur fulla burði til að ná víðtæku samkomulagi um tillögur sem geta orðið grundvöllur að öflugum atvinnurekstri í landbúnaði og ekki síður skapað meiri sátt um uppbyggingu íslensks landbúnaðar,“ er haft eftir Kristjáni Þór. Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Kristján Þór endurskipar samráðshóp um búvörusamninga Samráðshópnum verður sett erindisbréf sem tekur mið af þeim áherslum sem fram koma í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. 27. desember 2017 18:57 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað í nýjan samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, og Haraldur Benediksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, fara sameiginlega með formennsku í hópnum. Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að við afgreiðslu búvörusamninganna árið 2016 hafi verið lagt upp með að skipaður yrði sjö manna samráðshópur en í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna hafi fulltrúum fjölgað í annars vegar tólf og hins vegar þrettán. „Hinn 30. desember sl. ákvað sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að endurskipa í hópinn enda rétt að vinna hópsins taki m.a. mið af þeim áherslum sem fram koma í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Alls eiga nú átta fulltrúar sæti í hópnum og fara tveir þeirra sameiginlega með formennsku. Samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga skipa:Brynhildur Pétursdóttir, formaður (Neytendasamtökin)Haraldur Benediktsson, formaður (skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra)Þórlindur Kjartansson (skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra)Hafdís Hanna Ægisdóttir (skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra)Jóhanna Hreinsdóttir (Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði)Halldór Árnason (Samtök atvinnulífsins)Sindri Sigurgeirsson (Bændasamtök Íslands)Elín Heiða Valsdóttir (Bændasamtök Íslands) Starfshópnum hefur verður sett erindisbréf sem tekur mið af þeim umræðum sem fram fóru á Alþingi þegar gildandi búvörulög voru samþykkt og þeim áherslum sem fram koma í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar. Lögð verður áhersla á að hópurinn ljúki störfum sem fyrst og eigi síðar en í lok árs 2018,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að við skipun hópsins hafi hann lagt ríka áherslu á að veita sjónarmiðum neytenda aukna vigt við endurskoðun búrvörusamninganna, meðal annars með því að skipa fulltrúa Neytendasamtakanna sem annan formanna hópsins. „Þessi fjölbreytti hópur hefur fulla burði til að ná víðtæku samkomulagi um tillögur sem geta orðið grundvöllur að öflugum atvinnurekstri í landbúnaði og ekki síður skapað meiri sátt um uppbyggingu íslensks landbúnaðar,“ er haft eftir Kristjáni Þór.
Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Kristján Þór endurskipar samráðshóp um búvörusamninga Samráðshópnum verður sett erindisbréf sem tekur mið af þeim áherslum sem fram koma í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. 27. desember 2017 18:57 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Kristján Þór endurskipar samráðshóp um búvörusamninga Samráðshópnum verður sett erindisbréf sem tekur mið af þeim áherslum sem fram koma í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. 27. desember 2017 18:57