Íbúalýðræði í borg Dóra Magnúsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 07:00 Lýðræði er þegar fólkið ræður, en ekki einhver einn eða fámennur hópur“. Svona var útskýrt á Krakka-RÚV og er ekki verri skilgreining en margar aðrar. Gengið verður til sveitarstjórnakosninga í vor; lýðræðisleg aðgerð sem byggir á fulltrúalýðræði. En aðrar leiðir eru tækar til að teygja valdið yfir til fólksins þannig að íbúarnir sjálfir geti haft meiri áhrif á ýmsa þætti í rekstri og mótun; skipulag, umhverfi, skólamál, félagslega þætti og margt fleira. Reykjavíkurborg stefnir að auknu íbúalýðræði með lýðræðisstefnu sem er í mótun og hefur það að markmiði að leggja grunninn að skýrum og gagnsæjum leikreglum. Svo segir í sveitarstjórnarlögum: „Sveitarstjórn skal leitast við að tryggja íbúum sveitarfélagsins og þeim sem njóta þjónustu þess möguleika til að taka þátt í og hafa áhrif á stjórn sveitarfélagsins og undirbúning stefnumótunar.“ Þannig er í lögunum opnað á að borgarstjórn afsali sér hluta af valdi sínu til borgarbúa. Enda er litið svo á að þar sem vald kjörinna fulltrúa er fengið frá almenningi sé eðlilegt að borgarstjórn leitist við að virkja þátttöku borgarbúa. Sem er einmitt mergurinn málsins í tengslum við íbúalýðræði; virkja þátttöku og valdefla borgarbúa og auka traust þeirra til stjórnsýslu borgarinnar með því að veita þeim innsýn í hvernig borgarkerfið virkar, efla lýðræðisvitund borgarbúa til að styrkja félagsauð í borginni. Ýmsar leiðir eru færar í þessu tilliti fyrir utan íbúakosningar um einstök málefni. Virk upplýsingagjöf er lykilatriði fyrir utan sértæk verkefni eins og til dæmis íbúaverkefnið Hverfið mitt en þátttaka í því hefur aukist ár frá ári. Vel hefur verið hlustað eftir gagnrýni og við henni brugðist. Á sl. ári voru settir töluvert meiri fjármunir í Hverfið mitt og eru fjölmargar borgbætandi framkvæmdir bein afleiðing hugmynda íbúa í verkefninu. Aðrar leiðir til íbúalýðræðis eru reglulegir borgarafundir, aukin þátttaka íbúa í fjárhagsáætlanagerð og það sem ég tel sumpart vera mikilvægasta úrræðið; margefld hverfisráð með aukinni þátttöku íbúasamtaka hverfanna. Hverfisráð borganna eiga að vera fyrsta gátt íbúa í hverfunum fyrir samráð og hafi þau meira forræði yfir framkvæmdum og aukna ábyrgð með upplýsingamiðlun hafa þau burði til að gegna mun mikilvægara hlutverki í lýðræðisþróun Reykjavíkur. Höfundur býður sig fram í 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Lýðræði er þegar fólkið ræður, en ekki einhver einn eða fámennur hópur“. Svona var útskýrt á Krakka-RÚV og er ekki verri skilgreining en margar aðrar. Gengið verður til sveitarstjórnakosninga í vor; lýðræðisleg aðgerð sem byggir á fulltrúalýðræði. En aðrar leiðir eru tækar til að teygja valdið yfir til fólksins þannig að íbúarnir sjálfir geti haft meiri áhrif á ýmsa þætti í rekstri og mótun; skipulag, umhverfi, skólamál, félagslega þætti og margt fleira. Reykjavíkurborg stefnir að auknu íbúalýðræði með lýðræðisstefnu sem er í mótun og hefur það að markmiði að leggja grunninn að skýrum og gagnsæjum leikreglum. Svo segir í sveitarstjórnarlögum: „Sveitarstjórn skal leitast við að tryggja íbúum sveitarfélagsins og þeim sem njóta þjónustu þess möguleika til að taka þátt í og hafa áhrif á stjórn sveitarfélagsins og undirbúning stefnumótunar.“ Þannig er í lögunum opnað á að borgarstjórn afsali sér hluta af valdi sínu til borgarbúa. Enda er litið svo á að þar sem vald kjörinna fulltrúa er fengið frá almenningi sé eðlilegt að borgarstjórn leitist við að virkja þátttöku borgarbúa. Sem er einmitt mergurinn málsins í tengslum við íbúalýðræði; virkja þátttöku og valdefla borgarbúa og auka traust þeirra til stjórnsýslu borgarinnar með því að veita þeim innsýn í hvernig borgarkerfið virkar, efla lýðræðisvitund borgarbúa til að styrkja félagsauð í borginni. Ýmsar leiðir eru færar í þessu tilliti fyrir utan íbúakosningar um einstök málefni. Virk upplýsingagjöf er lykilatriði fyrir utan sértæk verkefni eins og til dæmis íbúaverkefnið Hverfið mitt en þátttaka í því hefur aukist ár frá ári. Vel hefur verið hlustað eftir gagnrýni og við henni brugðist. Á sl. ári voru settir töluvert meiri fjármunir í Hverfið mitt og eru fjölmargar borgbætandi framkvæmdir bein afleiðing hugmynda íbúa í verkefninu. Aðrar leiðir til íbúalýðræðis eru reglulegir borgarafundir, aukin þátttaka íbúa í fjárhagsáætlanagerð og það sem ég tel sumpart vera mikilvægasta úrræðið; margefld hverfisráð með aukinni þátttöku íbúasamtaka hverfanna. Hverfisráð borganna eiga að vera fyrsta gátt íbúa í hverfunum fyrir samráð og hafi þau meira forræði yfir framkvæmdum og aukna ábyrgð með upplýsingamiðlun hafa þau burði til að gegna mun mikilvægara hlutverki í lýðræðisþróun Reykjavíkur. Höfundur býður sig fram í 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar