Magnaðir tímar í borginni 6. febrúar 2018 11:00 Það eru magnaðir tímar í borginni. Menn segja að nú standi yfir mesta uppbyggingarskeið í sögu hennar. Þar sem áður voru malarlóðir, bílaplön, úr sér gengin athafnasvæði, veghelgunarsvæði og afgangslóðir er nú að rísa fjöldi íbúðarhúsa. Framkvæmdir eru hafnar á reitum þar sem 3.600 íbúðir rísa. Deiliskipulag hefur verið samþykkt fyrir tæplega 4.000 íbúðir í viðbót. Nánast allar þessar íbúðir eru innan núverandi byggðarmarka. Borgin byggist nú inn á við eftir að hafa byggst út á við áratugum saman. Það styttir vegalengdir, eflir þjónustu og minnkar mengun. Rauður og grænn þráður í skipulaginu er áherslan á mannvænt skipulag, vistvænar og skilvirkar samgöngur og jöfnuð. Það sýna fyrirhuguð Borgarlína og samningar borgarinnar við húsnæðisfélög almannasamtaka, námsmanna og aldraðra um íbúðarbyggingar á hagstæðum kjörum næstu árin. Það er mikilvægt að allir geti búið í húsnæði við hæfi, hvort sem er í eigu, leigu eða með búsetufyrirkomulagi. Það er mikilvægt að allir komist leiðar sinnar fljótt og vel, og geti notið ferðarinnar í borginni sem gestir okkar dásama fyrir nálægð við náttúruna umhverfis. Við verðum að leysa umferðarhnútana á stofnbrautum milli hverfa – með bættum umferðarmannvirkjum sem gagn er að en ekki síður margvíslegum valkostum við að komast til vinnu eða skóla og heim aftur. Ég er jafnaðarmaður og lít svo á að ein mikilvægasta lífskjarabarátta okkar tíma snúist um borgarumhverfið; að það sé hagkvæmt fyrir alla, heilsusamlegt, öruggt, aðlaðandi og fjölbreytt. Jöfnuður er hugsjón – en oftast er það líka þannig að jöfnuður borgar sig. Í húsnæðismálum, samgöngum, skólum og heilbrigðisþjónustu. Verkefnin fram undan eru stór og spennandi. Við þurfum að taka við fólki og efla valkosti á húsnæðismarkaði og í samgöngum. Ekkert gerist af sjálfu sér. Við þurfum að berjast fyrir því að borgarlínan verði til, fái pláss og fjármagn. Hún tengir saman hverfin og léttir á umferðinni – öllum til hagsbóta. Við þurfum að fá nýjan borgarflugvöll til að geta haft íbúðir og útivistarsvæði í Vatnsmýrinni. Um þetta verður kosið í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það eru magnaðir tímar í borginni. Menn segja að nú standi yfir mesta uppbyggingarskeið í sögu hennar. Þar sem áður voru malarlóðir, bílaplön, úr sér gengin athafnasvæði, veghelgunarsvæði og afgangslóðir er nú að rísa fjöldi íbúðarhúsa. Framkvæmdir eru hafnar á reitum þar sem 3.600 íbúðir rísa. Deiliskipulag hefur verið samþykkt fyrir tæplega 4.000 íbúðir í viðbót. Nánast allar þessar íbúðir eru innan núverandi byggðarmarka. Borgin byggist nú inn á við eftir að hafa byggst út á við áratugum saman. Það styttir vegalengdir, eflir þjónustu og minnkar mengun. Rauður og grænn þráður í skipulaginu er áherslan á mannvænt skipulag, vistvænar og skilvirkar samgöngur og jöfnuð. Það sýna fyrirhuguð Borgarlína og samningar borgarinnar við húsnæðisfélög almannasamtaka, námsmanna og aldraðra um íbúðarbyggingar á hagstæðum kjörum næstu árin. Það er mikilvægt að allir geti búið í húsnæði við hæfi, hvort sem er í eigu, leigu eða með búsetufyrirkomulagi. Það er mikilvægt að allir komist leiðar sinnar fljótt og vel, og geti notið ferðarinnar í borginni sem gestir okkar dásama fyrir nálægð við náttúruna umhverfis. Við verðum að leysa umferðarhnútana á stofnbrautum milli hverfa – með bættum umferðarmannvirkjum sem gagn er að en ekki síður margvíslegum valkostum við að komast til vinnu eða skóla og heim aftur. Ég er jafnaðarmaður og lít svo á að ein mikilvægasta lífskjarabarátta okkar tíma snúist um borgarumhverfið; að það sé hagkvæmt fyrir alla, heilsusamlegt, öruggt, aðlaðandi og fjölbreytt. Jöfnuður er hugsjón – en oftast er það líka þannig að jöfnuður borgar sig. Í húsnæðismálum, samgöngum, skólum og heilbrigðisþjónustu. Verkefnin fram undan eru stór og spennandi. Við þurfum að taka við fólki og efla valkosti á húsnæðismarkaði og í samgöngum. Ekkert gerist af sjálfu sér. Við þurfum að berjast fyrir því að borgarlínan verði til, fái pláss og fjármagn. Hún tengir saman hverfin og léttir á umferðinni – öllum til hagsbóta. Við þurfum að fá nýjan borgarflugvöll til að geta haft íbúðir og útivistarsvæði í Vatnsmýrinni. Um þetta verður kosið í vor.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun