Hundruð þúsunda mótmæltu í Grikklandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. febrúar 2018 06:00 Margir Grikkir eru ósáttir við að Makedóníumenn fái að kalla ríki sitt nafni sem líkist að einhverju leyti gömlu Makedóníu. vísir/epa Talið er að ein milljón manna hafi mætt á Syntagma-torgið í Aþenu í gær til að mótmæla mögulegri sáttatillögu í deilum Grikkja og Makedóníumanna um nafn ríkis þeirra síðarnefndu. Margir þeirra komu frá öðrum borgum eða löndum til að taka þátt í mótmælunum. Mótmælin eru hluti af 27 ára deilu milli gríska héraðsins Makedóníu, þar sem höfuðborgin er Þessalóníka, og sjálfstæða ríkisins Makedóníu. Ríkið varð hluti af Sameinuðu þjóðunum árið 1993 eftir að hafa lýst yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu tveimur árum áður. Var þá tekið upp nafnið Makedónía. Grikkir hafa mótmælt nafninu og segja að gríska héraðið Makedónía hafi borið það heiti allt frá því að Alexander mikli réð ríkjum þar frá árinu 336 fyrir Krist. Íbúar Aþenu hafa áhyggjur af því að Makedóníumenn geti síðar farið að gera tilkall til grísks landsvæðis og menningararfs. Sáttasemjari frá Sameinuðu þjóðunum, Matthew Nimetz, hefur fundað með báðum aðilum og lagt fram sáttatillögur. Til dæmis að ríkið fái heitið Nýja-Makedónía. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, er að íhuga þennan kost. Ríkisstjórn hans hefur sagt að hún muni sætta sig við nafn sem aðgreini ríkið frá grísku Makedóníu. En margir Grikkir eru ósáttir við að Makedóníumenn fái að kalla ríki sitt nafni sem líkist að einhverju leyti gömlu Makedóníu. Deilan hefur orðið til þess að Makedónía hefur ekki getað gengið til liðs við alþjóðasamtök eins og Atlantshafsbandalagið, þar sem Grikkir neita að styðja inngöngu þeirra þangað til deilan um nafnið verður leyst. Sky-fréttastofan talaði við Alliu Sarellis, sem flaug alla leið frá Bandaríkjunum til að taka þátt í mótmælunum. „Makedónía er grísk og aðeins grísk,“ segir hún. „Þeir eru að reyna að stela sögunni,“ bætti hún við. Tugþúsundir lögreglumanna voru á vakt til þess að reyna að hafa heimil á mótmælunum. Í síðasta mánuði voru 90 þúsund manna mótmæli í Þessalóníku af sama tilefni. Birtist í Fréttablaðinu Grikkland Norður-Makedónía Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Talið er að ein milljón manna hafi mætt á Syntagma-torgið í Aþenu í gær til að mótmæla mögulegri sáttatillögu í deilum Grikkja og Makedóníumanna um nafn ríkis þeirra síðarnefndu. Margir þeirra komu frá öðrum borgum eða löndum til að taka þátt í mótmælunum. Mótmælin eru hluti af 27 ára deilu milli gríska héraðsins Makedóníu, þar sem höfuðborgin er Þessalóníka, og sjálfstæða ríkisins Makedóníu. Ríkið varð hluti af Sameinuðu þjóðunum árið 1993 eftir að hafa lýst yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu tveimur árum áður. Var þá tekið upp nafnið Makedónía. Grikkir hafa mótmælt nafninu og segja að gríska héraðið Makedónía hafi borið það heiti allt frá því að Alexander mikli réð ríkjum þar frá árinu 336 fyrir Krist. Íbúar Aþenu hafa áhyggjur af því að Makedóníumenn geti síðar farið að gera tilkall til grísks landsvæðis og menningararfs. Sáttasemjari frá Sameinuðu þjóðunum, Matthew Nimetz, hefur fundað með báðum aðilum og lagt fram sáttatillögur. Til dæmis að ríkið fái heitið Nýja-Makedónía. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, er að íhuga þennan kost. Ríkisstjórn hans hefur sagt að hún muni sætta sig við nafn sem aðgreini ríkið frá grísku Makedóníu. En margir Grikkir eru ósáttir við að Makedóníumenn fái að kalla ríki sitt nafni sem líkist að einhverju leyti gömlu Makedóníu. Deilan hefur orðið til þess að Makedónía hefur ekki getað gengið til liðs við alþjóðasamtök eins og Atlantshafsbandalagið, þar sem Grikkir neita að styðja inngöngu þeirra þangað til deilan um nafnið verður leyst. Sky-fréttastofan talaði við Alliu Sarellis, sem flaug alla leið frá Bandaríkjunum til að taka þátt í mótmælunum. „Makedónía er grísk og aðeins grísk,“ segir hún. „Þeir eru að reyna að stela sögunni,“ bætti hún við. Tugþúsundir lögreglumanna voru á vakt til þess að reyna að hafa heimil á mótmælunum. Í síðasta mánuði voru 90 þúsund manna mótmæli í Þessalóníku af sama tilefni.
Birtist í Fréttablaðinu Grikkland Norður-Makedónía Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira