Krefst þess að Arnfríður víki sæti í Landsrétti vegna vanhæfis Birgir Olgeirsson skrifar 4. febrúar 2018 20:03 Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður. Vísir/GVA Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður hefur gert kröfu um að Arnfríður Einarsdóttir víki sæti sem dómari í máli í Landsrétti vegna vanhæfis. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu en þar kemur fram að Vilhjálmur lagði þessa kröfu fram í Landsrétti á föstudag. Arnfríður Einarsdóttir var á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra skipaði sem dómara við Landsrétt þvert á tillögu hæfnisnefndar. Arnfríður er eiginkona Brynjar Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Arnfríður er einn þriggja dómara í málinu sem verður tekið fyrir í Landsrétti á þriðjudag. Hinir tveir eru Jóhannes Sigurðsson og Þorgeir Ingi Njálsson. Vilhjálmur Hans er verjandi ákærða í málinu. Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, segir í samtali við Vísi að dómararnir í málinu muni taka afstöðu til málsins. Hann segir að þeir muni hittast á morgun og taka afstöðu til hvaða aðferð verði beitt í málinu. „Lögum samkvæmt tekur dómari afstöðu til eigins hæfis og fellur það í hennar skaut ásamt þeim sem eru í málinu,“ segir Björn um Arnfríði og meðdómara hennar í málinu. Björn vildi að öðru leyti lítið tjá sig efnislega um málið. Sem fyrr segir var Arnfríður á meðal fjögurra dómara Landsréttar sem dómsmálaráðherra skipaði þvert á tillögu hæfnisnefndar. Sjá einnig: Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherraLögmennirnir Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannesson fóru í mál við íslenska ríkið vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra að skipa þá ekki dómara þvert á tillögu hæfnisnefndar. Lögmennirnir tveir voru á meðal 33 umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt og meðal þeirra fimmtán sem dómnefndin mat hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Kröfðust Ástráður og Jóhannes að Hæstiréttur myndi ógilda ákvörðun ráðherra. Hæstiréttur staðfesti frávísun á ógildingarkröfunni en í dómnum kom fram að ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu nægilega vel við mat á hæfi umsækjenda og því málsmeðferðin andstæð 10 . grein stjórnsýslulaga. Samkvæmt heimildum Vísis vísar Vilhjálmur Hans í nýlegan dóm almenns dómstóls Evrópubandalagsins þar sem kemur fram að ólögmæt skipun dómara geti leitt til þess að dómar hans verði ómerktir. Er einnig vísað í dóm EFTA-dómstólsins vegna annmarka á skipan norsks dómara. Krafa Vilhjálms er því reist á því að úr því að Hæstiréttur kvað upp þann dóm að málsmeðferðin við val dómsmálaráðherra hafi verið andstæð stjórnsýslulögum geti það leitt til þess að dómar Arnfríðar verði ómerktir. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Ég var mjög hugsi yfir þessu excel-skjali“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að það hafi aldrei hvarflað að sér að dómnefnd um hæfi umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt myndi komast að þeirri niðurstöðu að akkúrat 15 einstaklingar væru hæfastir í þær 15 stöður sem skipa þurfti við dóminn. 31. janúar 2018 11:05 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Sjá meira
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður hefur gert kröfu um að Arnfríður Einarsdóttir víki sæti sem dómari í máli í Landsrétti vegna vanhæfis. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu en þar kemur fram að Vilhjálmur lagði þessa kröfu fram í Landsrétti á föstudag. Arnfríður Einarsdóttir var á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra skipaði sem dómara við Landsrétt þvert á tillögu hæfnisnefndar. Arnfríður er eiginkona Brynjar Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Arnfríður er einn þriggja dómara í málinu sem verður tekið fyrir í Landsrétti á þriðjudag. Hinir tveir eru Jóhannes Sigurðsson og Þorgeir Ingi Njálsson. Vilhjálmur Hans er verjandi ákærða í málinu. Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, segir í samtali við Vísi að dómararnir í málinu muni taka afstöðu til málsins. Hann segir að þeir muni hittast á morgun og taka afstöðu til hvaða aðferð verði beitt í málinu. „Lögum samkvæmt tekur dómari afstöðu til eigins hæfis og fellur það í hennar skaut ásamt þeim sem eru í málinu,“ segir Björn um Arnfríði og meðdómara hennar í málinu. Björn vildi að öðru leyti lítið tjá sig efnislega um málið. Sem fyrr segir var Arnfríður á meðal fjögurra dómara Landsréttar sem dómsmálaráðherra skipaði þvert á tillögu hæfnisnefndar. Sjá einnig: Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherraLögmennirnir Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannesson fóru í mál við íslenska ríkið vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra að skipa þá ekki dómara þvert á tillögu hæfnisnefndar. Lögmennirnir tveir voru á meðal 33 umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt og meðal þeirra fimmtán sem dómnefndin mat hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Kröfðust Ástráður og Jóhannes að Hæstiréttur myndi ógilda ákvörðun ráðherra. Hæstiréttur staðfesti frávísun á ógildingarkröfunni en í dómnum kom fram að ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu nægilega vel við mat á hæfi umsækjenda og því málsmeðferðin andstæð 10 . grein stjórnsýslulaga. Samkvæmt heimildum Vísis vísar Vilhjálmur Hans í nýlegan dóm almenns dómstóls Evrópubandalagsins þar sem kemur fram að ólögmæt skipun dómara geti leitt til þess að dómar hans verði ómerktir. Er einnig vísað í dóm EFTA-dómstólsins vegna annmarka á skipan norsks dómara. Krafa Vilhjálms er því reist á því að úr því að Hæstiréttur kvað upp þann dóm að málsmeðferðin við val dómsmálaráðherra hafi verið andstæð stjórnsýslulögum geti það leitt til þess að dómar Arnfríðar verði ómerktir.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Ég var mjög hugsi yfir þessu excel-skjali“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að það hafi aldrei hvarflað að sér að dómnefnd um hæfi umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt myndi komast að þeirri niðurstöðu að akkúrat 15 einstaklingar væru hæfastir í þær 15 stöður sem skipa þurfti við dóminn. 31. janúar 2018 11:05 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Sjá meira
„Ég var mjög hugsi yfir þessu excel-skjali“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að það hafi aldrei hvarflað að sér að dómnefnd um hæfi umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt myndi komast að þeirri niðurstöðu að akkúrat 15 einstaklingar væru hæfastir í þær 15 stöður sem skipa þurfti við dóminn. 31. janúar 2018 11:05