Stíflan í Laxá sprengd vegna þess að hún lá vel við höggi Kristján Már Unnarsson skrifar 19. febrúar 2018 22:15 Jón Benediktsson, bóndi á Auðnum í Laxárdal. Fyrir aftan má sjá dalinn sem átti að sökkva. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Stíflan fræga sem sprengd var í Mývatnssveit fyrir nærri hálfri öld var valin vegna þess að hún lá vel við höggi. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld en þar rifjuðu bændur úr Laxárdal upp þennan magnaða atburð, sem talinn er hafa markað þáttaskil í náttúruvernd hérlendis. Þetta var aðalfrétt dagblaðanna í lok ágústmánaðar 1970. Þetta var ein stærsta frétt ársins 1970 þegar þingeyskir bændur komu saman og sprengdu stíflu í Miðkvísl Laxár þar sem hún rennur úr Mývatni. Stóru átökin snerust þó ekki um þessa litlu stíflu heldur um miklu stærri áform, nærri sextíu metra háa stíflu sem reisa átti efst í gljúfrunum ofan Laxárvirkjunar, ásamt miklum vatnaflutningum af vatnasviði Skjálfandafljóts. Við rifjuðum upp þessa atburði með Laxdælingum en bræðurnir frá Halldórsstöðum, þeir Hallgrímur og Halldór Valdimarssynir, segja að stíflan hefði fært allt undirlendi Laxárdals á kaf. „Það hreyfði hér verulega við fólki. Og við höldum að nánast allir Laxdælingar hafi verið andsnúnir þessu,” sagði Halldór. Bræðurnir frá Halldórsstöðum, þeir Hallgrímur og Halldór Valdimarssynir.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þegar fjölmennur mótmælaakstur Þingeyinga til Akureyrar dugði ekki á ráðamenn voru send sterkari skilaboð; með dínamiti. Jón Benediktsson á Auðnum segir að stíflan í Miðkvísl hafi verið valin vegna þess að hún var reist án tilskilinna stjórnvaldsleyfa. „Og gegn hörðum andmælum landeigenda, sem sáu sér ekki fært að koma við lögbanni. Þannig að þetta mannvirki átti eiginlega engan rétt á sér og lá þessvegna vel við höggi,” sagði Jón. Áskell Jónasson á Þverá tók einnig þátt í að sprengja stífluna. En er orðið ljóst að bændurnir höfðu sigur? „Já, ég held að það megi segja það. Maður er að vona að það sé orðinn endanlegur sigur,” sagði Áskell. Áskell Jónasson, bóndi á Þverá í Laxárdal.Stöð 2/Arnar Halldórsson. En er Laxárdeilunni í raun lokið? Þeirri spurningu var varpað fram í þættinum í kvöld. Þátturinn verður endursýndur næstkomandi sunnudagskvöld klukkan 17.30. Áfram verður svo fjallað um mannlíf í Laxárdal í næsta þætti „Um land allt" mánudagskvöldið 26. febrúar en þá kynnumst við sögufrægum húsaminjum og heyrum af litríkum Laxdælingum fyrri tíma. Brot úr þættinum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2 í kvöld: Um land allt Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Segir Laxárdeilu vonandi lokið með bættri virkjun Áratuga rekstrarvandræði Laxárvirkjunar í Þingeyjarsýslum virðast fyrir bí eftir viðamiklar endurbætur á virkjuninni. Vonast er til að jafnframt sé lokið deilunni sem markaði upphaf náttúruverndar á Íslandi. 11. október 2017 21:28 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Sjá meira
Stíflan fræga sem sprengd var í Mývatnssveit fyrir nærri hálfri öld var valin vegna þess að hún lá vel við höggi. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld en þar rifjuðu bændur úr Laxárdal upp þennan magnaða atburð, sem talinn er hafa markað þáttaskil í náttúruvernd hérlendis. Þetta var aðalfrétt dagblaðanna í lok ágústmánaðar 1970. Þetta var ein stærsta frétt ársins 1970 þegar þingeyskir bændur komu saman og sprengdu stíflu í Miðkvísl Laxár þar sem hún rennur úr Mývatni. Stóru átökin snerust þó ekki um þessa litlu stíflu heldur um miklu stærri áform, nærri sextíu metra háa stíflu sem reisa átti efst í gljúfrunum ofan Laxárvirkjunar, ásamt miklum vatnaflutningum af vatnasviði Skjálfandafljóts. Við rifjuðum upp þessa atburði með Laxdælingum en bræðurnir frá Halldórsstöðum, þeir Hallgrímur og Halldór Valdimarssynir, segja að stíflan hefði fært allt undirlendi Laxárdals á kaf. „Það hreyfði hér verulega við fólki. Og við höldum að nánast allir Laxdælingar hafi verið andsnúnir þessu,” sagði Halldór. Bræðurnir frá Halldórsstöðum, þeir Hallgrímur og Halldór Valdimarssynir.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þegar fjölmennur mótmælaakstur Þingeyinga til Akureyrar dugði ekki á ráðamenn voru send sterkari skilaboð; með dínamiti. Jón Benediktsson á Auðnum segir að stíflan í Miðkvísl hafi verið valin vegna þess að hún var reist án tilskilinna stjórnvaldsleyfa. „Og gegn hörðum andmælum landeigenda, sem sáu sér ekki fært að koma við lögbanni. Þannig að þetta mannvirki átti eiginlega engan rétt á sér og lá þessvegna vel við höggi,” sagði Jón. Áskell Jónasson á Þverá tók einnig þátt í að sprengja stífluna. En er orðið ljóst að bændurnir höfðu sigur? „Já, ég held að það megi segja það. Maður er að vona að það sé orðinn endanlegur sigur,” sagði Áskell. Áskell Jónasson, bóndi á Þverá í Laxárdal.Stöð 2/Arnar Halldórsson. En er Laxárdeilunni í raun lokið? Þeirri spurningu var varpað fram í þættinum í kvöld. Þátturinn verður endursýndur næstkomandi sunnudagskvöld klukkan 17.30. Áfram verður svo fjallað um mannlíf í Laxárdal í næsta þætti „Um land allt" mánudagskvöldið 26. febrúar en þá kynnumst við sögufrægum húsaminjum og heyrum af litríkum Laxdælingum fyrri tíma. Brot úr þættinum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2 í kvöld:
Um land allt Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Segir Laxárdeilu vonandi lokið með bættri virkjun Áratuga rekstrarvandræði Laxárvirkjunar í Þingeyjarsýslum virðast fyrir bí eftir viðamiklar endurbætur á virkjuninni. Vonast er til að jafnframt sé lokið deilunni sem markaði upphaf náttúruverndar á Íslandi. 11. október 2017 21:28 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Sjá meira
Segir Laxárdeilu vonandi lokið með bættri virkjun Áratuga rekstrarvandræði Laxárvirkjunar í Þingeyjarsýslum virðast fyrir bí eftir viðamiklar endurbætur á virkjuninni. Vonast er til að jafnframt sé lokið deilunni sem markaði upphaf náttúruverndar á Íslandi. 11. október 2017 21:28