Þessi hraunmoli staðfestir nýlegt eldgos við Grímsey Kristján Már Unnarsson skrifar 19. febrúar 2018 20:45 Grjótið kom upp af hafsbotni norðan Grímseyjar og er úr nýlegu hrauni. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar fyrir tólf árum, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur segir þó ekkert benda til að hrinan núna tengist eldsumbrotum. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Þegar fréttir berast af jarðskjálftahrinu við Grímsey rifjast upp viðtal sem við tókum við Bryndísi Brandsdóttur fyrir fjórum árum um viðamiklar rannsóknir á hafsbotninum úti fyrir Norðurlandi, sem fram fóru á árunum 2001 til 2005. Þrívíddarmyndir með fjölgeislamælingum leiddu í ljós nokkur neðansjávareldfjöll, eins og til dæmis það sem Grímseyingar þekkja sem Stóragrunn. Bryndís sýndi okkur þá hraunmola sem náðist upp af hafsbotni árið 2005. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur í Öskju, húsi Háskóla Íslands, í dag.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Við hittum Bryndísi aftur í dag og hún varðveitir enn hraunmolann, sem er úr nýlegu gosi á hafsbotni. Ekki hefur þó tekist að tímasetja það eldgos nákvæmlega en steinninn gæti hafa verið nokkurra ára eða fárra áratuga gamall. Hann kom upp af Stóragrunni norðan Grímseyjar, þar sem stærsta neðansjávareldfjallið er á svæðinu. Skjálftahrinan núna er mun nær Grímsey, í eldstöð sem kallast Nafir. Þar sjást hins vegar núna hvorki merki um eldgos né kvikuhreyfingar, að sögn Bryndísar. Þrívíddarmynd af neðansjávareldfjallinu á Stóragrunni en þaðan kom hraunmolinn.Svo virðist sem neðansjávargos séu algeng úti fyrir Norðurlandi. Þannig segir Bryndís að nýleg hraun hafi fundist víðar en á Stóragrunni, og nefnir svokallaðan Hól og fleiri staði á hafsbotninum. En Grímseyingar virðast þó geta verið rólegir gagnvart eldsumbrotum sem stendur, það virðist ekkert leynigos í gangi, að því er fram kemur í viðtali við Bryndísi, sem sjá má hér: Grímsey Tengdar fréttir Segir líkur á að kvika sé á leið upp í setlög í Eyjafjarðarál Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, telur miklar líkur á að kvika sé að brjótast upp í setlög á botni Eyjafjarðaáls. Kvikan komist þó ekki upp á hafsbotninn til að gjósa neðansjávar heldur myndi kvikuinnskot inni í setinu. Þetta kemur fram í grein sem Haraldur birtir í dag á eldfjallabloggi sínu um jarðskjálftahrinuna norðanlands. 23. október 2012 21:01 Við misstum af síðasta eldgosi við Norðurland Vísbendingar hafa fundist um nýlegt neðansjávargos úti fyrir Norðurlandi, milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. 17. október 2013 19:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar fyrir tólf árum, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur segir þó ekkert benda til að hrinan núna tengist eldsumbrotum. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Þegar fréttir berast af jarðskjálftahrinu við Grímsey rifjast upp viðtal sem við tókum við Bryndísi Brandsdóttur fyrir fjórum árum um viðamiklar rannsóknir á hafsbotninum úti fyrir Norðurlandi, sem fram fóru á árunum 2001 til 2005. Þrívíddarmyndir með fjölgeislamælingum leiddu í ljós nokkur neðansjávareldfjöll, eins og til dæmis það sem Grímseyingar þekkja sem Stóragrunn. Bryndís sýndi okkur þá hraunmola sem náðist upp af hafsbotni árið 2005. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur í Öskju, húsi Háskóla Íslands, í dag.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Við hittum Bryndísi aftur í dag og hún varðveitir enn hraunmolann, sem er úr nýlegu gosi á hafsbotni. Ekki hefur þó tekist að tímasetja það eldgos nákvæmlega en steinninn gæti hafa verið nokkurra ára eða fárra áratuga gamall. Hann kom upp af Stóragrunni norðan Grímseyjar, þar sem stærsta neðansjávareldfjallið er á svæðinu. Skjálftahrinan núna er mun nær Grímsey, í eldstöð sem kallast Nafir. Þar sjást hins vegar núna hvorki merki um eldgos né kvikuhreyfingar, að sögn Bryndísar. Þrívíddarmynd af neðansjávareldfjallinu á Stóragrunni en þaðan kom hraunmolinn.Svo virðist sem neðansjávargos séu algeng úti fyrir Norðurlandi. Þannig segir Bryndís að nýleg hraun hafi fundist víðar en á Stóragrunni, og nefnir svokallaðan Hól og fleiri staði á hafsbotninum. En Grímseyingar virðast þó geta verið rólegir gagnvart eldsumbrotum sem stendur, það virðist ekkert leynigos í gangi, að því er fram kemur í viðtali við Bryndísi, sem sjá má hér:
Grímsey Tengdar fréttir Segir líkur á að kvika sé á leið upp í setlög í Eyjafjarðarál Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, telur miklar líkur á að kvika sé að brjótast upp í setlög á botni Eyjafjarðaáls. Kvikan komist þó ekki upp á hafsbotninn til að gjósa neðansjávar heldur myndi kvikuinnskot inni í setinu. Þetta kemur fram í grein sem Haraldur birtir í dag á eldfjallabloggi sínu um jarðskjálftahrinuna norðanlands. 23. október 2012 21:01 Við misstum af síðasta eldgosi við Norðurland Vísbendingar hafa fundist um nýlegt neðansjávargos úti fyrir Norðurlandi, milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. 17. október 2013 19:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Segir líkur á að kvika sé á leið upp í setlög í Eyjafjarðarál Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, telur miklar líkur á að kvika sé að brjótast upp í setlög á botni Eyjafjarðaáls. Kvikan komist þó ekki upp á hafsbotninn til að gjósa neðansjávar heldur myndi kvikuinnskot inni í setinu. Þetta kemur fram í grein sem Haraldur birtir í dag á eldfjallabloggi sínu um jarðskjálftahrinuna norðanlands. 23. október 2012 21:01
Við misstum af síðasta eldgosi við Norðurland Vísbendingar hafa fundist um nýlegt neðansjávargos úti fyrir Norðurlandi, milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. 17. október 2013 19:00