Í kvikmyndinni ákvað móðir, leikin af Frances McDormand, að taka þrjú auglýsingaskilti á leigu til að spyrja lögreglustjóra bæjarins hvers vegna enginn hefði verið handtekinn eftir að dóttur hennar var nauðgað og svo myrt.
Sautján voru skotnir til bana í Marjory Stoneman Douglas-skólanum í Parkland í Flórída í vikunni. Fjölmargir særðust í þessari árás sem var framin af nítján ára pilti vopnuðum öflugu skotvopni sem hann keypti á löglegan hátt í fyrra.
Samtökin Avaaz, sem berjast fyrir mörgum málefnum víða um heim, borguðu þessi auglýsingaskilti en einn af forsvarsmönnum samtakanna sagði við fréttastofu CNN að íbúar Flórída spyrji hvers vegna Marco Rubio neiti að vernda börnin þeirra. Sagði forsvarsmaðurinn að ummæli Rubio eftir árásina væru gagnrýni verð en Rubio sagði árásina í Parkland vera óútskýranlega. Forsvarsmaðurinn segir þessi ummæli Rubio óafsakanleg.
3 billboards near Miami are trolling Sen. Marco Rubio after the Florida school shooting https://t.co/lgLji4dgUr pic.twitter.com/6tO8PiYBAz
— CNN (@CNN) February 16, 2018